Vera - 01.07.1984, Síða 17
HVAÐ SEGJA
LÆKNARNIR?
Karlar í læknastétt hafa löngum taliö sig þess um-
komna að fjalla um konur og kynbundin vandamál okk-
ar* Mörgum hefur þótt viö brenna aö þeir legðu sig lítt
fram viö að setja sig í okkar spor í þeirri umfjöllun og
Þegar við leitum aðstoöar þeirra.
Læknar hafa verið mikilvirkir við að skrifa um okkur
konur og orð þeirra sem sérfræðinga vega þungt. Skil-
9reiningar þeirra á okkur verða því oft viðtekin sann-
•ndi.
Hér fara á eftir glefsur úr bókum karllækna. Bækurn-
ar e>ga það allar sammerkt að vera skrifaðar og útgefnar
Sem rit sérfræðinga fyrir almenning.
Aö okkar mati koma fram í þessum bókum fádæma fordómar,
skilningsleysi og karlrembuhroki gagnvart okkur konum. Við telj-
um að skrif lækna af svipuðum toga og þau sem hér eru valin, eigi
m'kinn þátt í aðviöhaldahinni neikvæðu mynd, sem fjöldi kvenna
°9 karla hafa af tíðahvörfunum og miðaldra konum.
Fyrsterhérkafliúr Lækningabók handa alþýðu á íslandi, eftir
Jónassen, dr. med., útgefin 1884.
Þegar kvennmaðurinn er kominn á þann aldur, að hún
e'gi framar missir blóð og þannig er komin úr barneign,
koma fram ýmsar breytingar á líffœrunum og öllum
Hkamanum yfir höfuð.
— Fylgir þessu talsverð vesöld, svo sem magnleysi,
"tatarólyst, velgja, uppþemba, llfsýki, svimi og ónota
seyðingsverkur í útlimum.
— Þegar kvennmaðurinn er kominn úr barneign og
hcettur að missa blóð, breytist optast nær útlit hans; and-
Htið verður ellilegra, og opt ber á hárvexti á efri vörinni,
föddin breytist nokkuð, brjóstin linast, kirtlavefurinn
eyðist og í hans stað kemur fituvefur. Opt safnast mikil
fúaframan á kviðinn. Bœði barnslegið og eggjastokkarn-
'r rýrna og breytast með ýmsu móti; opt er og hætt við
óreglu á meltingunni um þetta leyti.
Arið 1943 kom út bókin Heilsurækt og mannamein, læknis-
. ^ði nútfmans fyrir almenning. Niels Dungal prófessor annaö-
jst útgáfuna, en höfundar eru flestir bandarískir læknar. Þriðji
a'l' bókarinnar ber heitið heilsufræði kvenna. Þar segir svo um
tiðahvörfin:
Venjulega rýrnar rnilti og eitlar. Hægðatregða gerir vart
við sig vegna breytinga á veggjum þarmanna. Flestar kon-
ur kenna meiri eða minni vanlíðunar og taugaveiklunar,
en aðrar verða tíðabrigðanna lltt varar.
Varðandi meðferð er þetta að finna:
Um andlegt ástand kvennanna er það að segja, að
mikils er um vert, að þær lifi ánægjulegu lífi þessi ár.
Börnin eru þá oftast svo stálpuð, að þau þurfa ekki stöð-
ugt eftirlit, og móðirin œtti að fá nokkura hvíld frá heim-
ilisstörfum. Margar konur erlendis taka þá að fást við
spilamennsku og ýmsar íþróttir og ná mikilli leikni í því,
þó að þœr hafi ekki stundað slíkt áður. Sé hægt að vekja
áhuga kvenna á nýjum viðfangsefnum, er engin öryggis-
ráðstöfun tryggari gegn þeirri taugaveiklun og hugar-
angri, sem oft ásækir þær á þessum árum.
Dr. med. Fredriac Loomis er höfundur bókar sem heitir Læknir
kvenna. Bókin er þýdd af Andrési Kristjánssyni með aöstoð Elías-
ar Eyvindssonar læknis. Á kápusíöu stendur: „Konur, ungar sem
eldri munu finna í þessari bók ótal margt, sem þær þurfa að vita
og vilja gjarnan vita um sjálfar sig . . .”
Hér koma sýnishorn af þvi sem doktorinn vill aö við vitum um
sjálfar okkur við tíðahvörf:
Þær standa sjálfar sig að furðulegri tilfinningasemi.
Þeimfinnst þœr vera ónýtar til alls, og kvíði sækir að þeim
á ólíklegustu stundum. Kannske verður þœgilegt sæti I
kvikmyndahúsi allt I einu óþolandi og eiginmaðurinn
gramur í bragði, af þvíaðhann skilur ekki, hvað er á seyði,
og veit ekkifyrr en hann er á heimleið við hlið konu sinnar
áður en kvikmyndin er hálfnuð.
Hún getur ekki sagt honum, hvað að sé, því hún veit
það ekki sjálf, og ef hann er ekki skilningsbetri en karl-
menn eru flestir, þá endar kvöldið með gráti og naggi.
Hún liggurgrátandi ágrúfu írúminu, kannske alklœdd,
hann skálmar um gólfið I stofunni fyrir neðan, þrœðir
reitina á gólfábreiðunni, gremjufullur og sár.
Síðar segir læknirinn frá konu, sem leitar til hans og hann hefur
þekkt lengi — ,,og hún hefur jafnan verið hin geðþekkasta og
skemmtilegasta kona”, en nú er hún „radddöpur og þreytuleg í
augum”. Hún hefur þetta að segja:
„Ég er orðin heimsk og gömul kerling, fyrst ég læt mér
17