Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 2
Á undanförnum mánuðum hafa fjölmiðlarnir keppst við að
birta skoðanakannanir um fylgi flokkanna á þingi. Hafa þess-
ar kannanir allar sem ein sýnt fram á að Kvennalistinn á nú
fylgi að fagna hjá um 30% þjóðarinnar. Það er staðreynd í dag
hvað sem síðar kann að koma upp úr kjörkössunum.
Þegar konur á Akureyri og í Reykjavík ákváðu fyrir sjö árum
að stefna að sérframboði kvenna í næstu sveitarstjórnar-
kosningum, óraði engan fyrir því að það yrði aflvaki slíkrar
hreyfingar sem raun varð á. Þá skynjuðu fæstir það, sem er
svo augljóst núna, að kvennaframboðin voru svar við kalli
tímans. Heimur íslenskra stjórnmála var innilokaður og
staðnaður karlaheimur sem kjósendur voru löngu búnir að
glata áhuga og tiltrú á. Kvennaframboðin og síðan Kvenna-
listinn komu með nýjar hugmyndir, nýtt tungutak og nýjar
starfsaðferðir inn í þennan heim og færðu hann örlítið nær
þeim sem utan hans standa. Þau sýndu fram á að stjórnmál
eru ekki aðeins á færi fárra útvaldra heldur alls þorra fólks —
kvenna sem karla.
Á örskömmum tíma hefur Kvennalistinn þróast úr stað-
bundnum hópi ákveðinna kvenna í landssamtök með fjölda-
fylgi. Slíkt bíður bæði upp á hættur og möguleika. Mesta
hættan er fólgin í því að missa sjónar á upphaflega markmið-
inu og leggja allt kapp á að þóknast fjöldanum. Fjöldinn skap-
ar hins vegar möguleika á að ná fram breytingum í ýmsum
málum sem varða konur miklu. Kvennalistinn þarf að feta ein-
stigið þarna á milli og leggja hugmyndir sínar, stefnu og
starfsaðferðir stöðugt á mælistiku. Vera reynir að leggja sitt
af mörkum í þessu hefti blaðsins.
—isg.
VERA
3/1988 - 7. árg.
Útgefendur:
Kvennaframboðiö í Reykjavík
og samtök um Kvennalista.
Sími: 22188
í VERU NÚNA:
3 Lesendabréf
4 Hvað get ég gert
5 Kvennalistinn
— Inngangur aö greinum um
Kvennalistann
6—8 Sterkar og djarfar
9—12 Hvert liggja ræturnar?
13—17 Kvennahreyfing, en ekki
flokkur
18 Áfellisdómur yfir íslensku
þjóðfélagi
19 Klakahallir þiðna
20 Steinninn sem hreif með
sér skriöu
21 ,,Hlerinn“
Smásaga eftir Hönnu Láru
Gunnarsdóttur
22—23 Hvað verður um Fæðing-
arheimilið
24—27 Fæðing er þaö eðlileg-
asta sem til er
Rætt viö Huldu Jensdóttur
28—30 í upphafi var orðið...
Helga Sigurjónsdóttir skrifar
31 Stundum ijóö
32—33 Listin að kyssa
34—37 Bæjarmál á Selfossi
38—41 Þingmál
42—45 Héöan og þaðan
46 Skrafskjóðan
Drífa Kristjánsdóttir skrafar
47 Myndasaga
Mynd á forsíöu:
Sigríður Bragadóttir
Ritnefnd:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Kristin Blöndal
Guörún Ögmundsdóttir
Ragnhildur Eggertsdóttir
Brynhildur Flóvenz
Elín Garðarsdóttir
Bergljót Baldursdóttir
Sigrún Hjartardóttir
Starfsmaður Veru:
Kicki Borhammar
Ábyrgð:
Elín Garðarsdóttir
Fjármál:
Ragnhildur Eggertsdóttir
Dreifing og auglýsingar:
Stella Hauksdóttir
Setning og filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun:
Prentberg
Bókband:
Arnarfell
Ath. Greinar í Veru eru birtar
á ábyrgö höfunda sinna og eru
ekki endilega stefna útgefenda.