Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 17
karla. Við vitum að breytingar og þróun er hluti af
heimi kvenna. Konur fæða af sér og alo upp börn
sem stækka og þroskast. Ekkert er fastmótað. Þess
vegna er það mjög eðlilegt í kvennasamtökum að
taka með í reikninginn að samtökin eru alltaf að þró-
ast og breytast. Því varð reglan um órlegt yfirlit og
endurskoðun ó stefnu og skipulagi samtakanno eðli-
legur hluti af skipulaginu. Annað sem tengdi samtök-
in við kvenfrelsishugsjónina var hópaskipulagið og
tilvist hóps sem sér um tengsl persónulegrar reynslu
við starfsemi samtakanna. Gould bendir ó að tilvist
þessa hóps í samtökunum sýni að þrótt fyrir valda-
skipulagið eru konurnar ekki búnar að missa sjónar
af uppruna hugmyndafræðinnar, þ.e. reynsluheimi
kvenna. Ennfremur segir hún það vera greinilegt, að
valdaskipulagið telji þær illo nauðsyn. (243—247)
Þegar tveir heimar mætast
I þessari grein hef ég verið að fjalla um það hvað
gerist þegar tveir heimar mætast. Annars vegar er
heimur kvenna sem hefur óljóst ef nokkuð formlegt
skipulag. Þar eru verksvið og völd óskilgreind og
pólitík (starfsemi) byggð ó persónulegri reynslu. Hins
vegar er heimur karla sem byggir ó valdaskipulagi
þar sem eru leiðtogar sem stjórna og róða yfir öðr-
um. Allt er í föstum skorðum, kerfið er fastmótoð og
ósveigjanlegt. Markmið kvennanna í Kvennalistan-
um er að hafa óhrif ó þetta kerfi og breyta því og til
þess hafa þær farið inn í það. Þær sem eru inn í kerf-
inu eru í eldlínunni og ó sama hóttog systur þeirra er-
lendis skynja Kvennalistakonur greinilega togstreit-
una ó milli þessara tveggja heima.
Skipulagið sem farið var af stað með var miðað við
að Kvennalistinn væri lítil samtök en í dag er hann
stór hreyfing sem er orðinn hluti af þessu þjóðfélagi
og farinn að hafa óhrif ó það. Konurnar í Kvennalist-
anum finna fyrir örum vexti Samtakanna.
,,Ytriaðstæður hafa breyst. Grasrótin hefurstækk-
oð og allt grasrótarstarf orðið erfiðara. Ég erhrædd
um að þetta skipulag ráði ekki við stærðina."
,,l upphafi vorum við að afla grunnþekkingar og
fengum úthlutað verkefnum. Það þyrfti að úthluta
nýjum verkefnum til nýrra kvenna. Við þyrftum að
gera meira af því að endurskoða og við þyrftum að
vera meira saman því þannig fáum við hugmyndir.
Við megum ekki gleyma að hugmyndafræðin byggir
á raunveruleika kvenna og ef við fjarlægjumst hann
fjarlægjumst við markmiðin."
Þær finna fyrir því að Samtökin hafa þróast og
breyst og vegna stærðarinnar er orðið erfitt að hafa
yfirsýn yfir starfsemina. Þær sem eru í störfum fyrir
Samtökin hafa betri aðstöðu til að fóta sig því þær
hafa þekkingu og yfirsýn sem hinar hafa ekki. Kon-
urnar skynja að í hreyfingunni hefur myndast ein-
bverskonar valdaskipulag sem byggir ó þessari
þekkingu og hefur þróast af sjólfu sér. Ef marka mó
upplýsingar fró þeim Kvennalistakonum sem talað
var við mætti draga upp mynd af Samtökunum sem
tværlínureinsog gerterhérfyrirneðan. Öðrumegin
eru hópar sem gegna valdastöðum innan Kvenna-
listans og hins vegar grasrótin svokallaða. Tengslin ó
'T'illi hópanna eru óljós enda er þessi mynd byggð ó
viðtölum við nokkrar Kvennalistakonur en þyrfti að
sjólfsögðu að vera byggð ó miklu víðtækari upplýs-
lngum ef myndin ætti að teljast sönn eða vera full-
naegjondi.
Eitt er vist að margar Kvennalistakonur eru mjög
varkórar og meðvitaðar um völdin, sem er ekki skrýt-
ið því konureru að kynnast þessu fyrirbæri rétt núna.
Þær finna að það er erfitt að höndla það og dreifa
því meðal kvennanna.
,,Valddreifingin getur stundum sýnt ranghverfu sína
og stundum réttu. Efhún fer úr böndunum verðurhún
einveldi. Hættan er alltaf fyrír hendi. Enginn heldur
í böndin. Það þyrfti að vera ákveðið skipulag. Það
er alveg hægt að vera skipulagður I valddreifing-
unni. Það er markvissara að hafa skipulag."
Mikilvægi valddreifingarinnar er ótvírætt fyrir
Kvennalistakonuna og nefndu allar hana sem það
jókvæða við skipulag Kvennalistans. Eina spurningin
í hugum þeirra var um útfærslu og framkvæmd henn-
ar. f Kvennalistanum felst valddreifingin í því að
skiptst er ó að gegna stöðum. Þetta hefur verið gert
fró upphafi i nefndum og róðum ó vegum Kvennalist-
ans. Þó eru nú tímamót í Kvennalistanum því í vor
hættir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í borgarstjórn og
Elín Ólafsdóttir tekur við af henni og er nú í fyrsta
skipti sem kosnir fulltrúar Kvennalistans skiptast ó.
Meredith Gould bendir ó hvernig breytanleikinn
verður hluti af skipulagsheildum sem kvenfrelsiskonur
búa til og er greinilegt að hann er líka hluti af hug-
myndafræðinni sem Kvennalistakonurbyggja ó. Orð
einnar Kvennalistakonu um grasrótarskipulagið er
lýsandi dæmi um það og læt ég þou verða lokaorð-
in í þessari umfjöllun.
,, Ekkert annað skipulag þjónar okkur betur og ekk-
ert annað skipulag hentar okkur betur. Við bjuggum
þetta skipulag til sumtgekk ekki og við höfum aðlag-
að annað. Ekkert kerfi er fullkomið og maður á aldrei
að vera ánægður með skipulag. Þetta skipulag varð
til áður en við fórum á þing. Nú höfum við sex konur
á þingi og líklega kominn tími til að breyta einhverju.
Styrkur okkar er breytanleikinn. Efvið finnum þörffyr-
ir breytingar — þá breytum við. Ef við förum í ríkis-
stjórn er eins víst að við þurfum að breyta og þá
breytum við. Við verðum eflaust að setja eina konu
íráðherrastólinn en hún verðurað hafa íkring um sig
hóp, mjög þéttan hóp. Þegar við mætum nýju þá
dugar ekki okkar skipulag eins og það er í dag og
þá búum við bara til nýtt kerfi."
bb
Heimildir:
Meredith Gould (1980) "When women create an organization:
the ideological imperatives of feminism" í D. Dunkerley og G. Sala-
man, 1980. The international yearbook of organization studies
1979. Routledge & Kegan Paul.
Jo Freeman (1975), The Politics of Women's liberation. New York,
David McKay.
D.A. Buchanan og A.A. Huczynski (1985), Organizational Beha-
viour. Prentice/Hall International.
,,Þörfin fyrir að ná
saman, brúa bilið
milli kvenna er ásæk-
ið efni í ritverkum
kvenfrelsiskvenna.
Þetta má sjá á bóka-
heitunum og í Ijóðum
þeirra (Þagnir; Lyg-
ar; Leyndarmál og
Þögn; Draumur um
alþýðumál; í leit að
rödd; Að hætta að
læra að tala ekki).
Þögnin er tákn kúg-
unar en það að tala
er tákn um frelsun,
um að ná tengslum.
Tengslin skipta máli;
kona sem skrökvar
eða sem þegir er
ekki endilega mál-
laus, hún er ein-
angruð."
— Deborah Cameron
17