Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 7
hafa menn velt fyrir sér öllum kirkjubæjunum sem hér
voru áður en kristni var lögtekin og síðast en ekki síst
var með ólíkindum hvernig staðið var að kristnitök-
unni. Slíkt gat hvergi gerst nema þar sem kristin
menning átti sterk ítök í þjóðinni.5)
Hér hefur því e.t.v. verið fyrir friðsöm og kristin
þjóð, sennilega keltnesk, ein af miðaldaþjóðunum í
Evrópu þar sem menning kvenna var öflug og staða
þeirra sterk. Norrænu víkingarnir urðu að vísu herra-
þjóð en menning hvorra tveggja þjóðanna blandað-
ist á ýmsa vegu. Hvort sem þessi tilgáta er rétt eða
ekki er Ijóstað konur voru engiraukvisará landnáms-
öld, hvorki norrænar né keltneskar. Þær námu lönd
og stýrðu skipum og (íslenskum lögum var sérstakt
ákvæði um landnám kvenna. Frægust landnáms-
kvenna var Auður djúpúðga sem segir frá í Laxdælu
og fleiri sögum. Hún var norsk en hafði verið lang-
dvölum í Skotlandi og varð að hrekjast þaðan eftir
dráp sonar síns. Hún var mikill skörungur, og enginn
eftirbátur karla enda segir höfundur að fá dæmi hafi
verið til þess að einn kvenmaður hafi afrekað annað
eins og hún.
Islendingasögumar, einhvers
konar kvennasaga
Hvernig svo sem háttað hefur verið tengslum nor-
rænnar og keltneskrar menningar þá hefur vel tekist
til með kvennamenningu á Islandi þessarfyrstu aldir.
Því til sönnunar eru Islendingasögurnar og fleiri forn-
rit. Sennilega hafa sögurnar átt drýgstan þátt í því
að viðhalda stolti og reisn íslenskra kvenna um aldir.
Þær eru e.k. séríslensk kvennasaga, lifandi kvenna-
saga sem hver kynslóðin af annarri sótti í styrk. Sjálf
man ég hvað mér þótti sem barni og unglingi mikið
koma til kvennanna í sögunum, sérstaklega var
áhrifaríkgamla íslandssagan hans Jónasarfrá Hriflu
þar sem hann sagði stutta sögukafla af helstu sögu-
persónum sagnanna. Þær birtust þarna hver af ann-
arri, Þorbjörg digra sem bjargaði sakamanni frá
gálganum í óþökk eiginmanns síns, Hallgerður lang-
brók sem ekki lét slá sig kinnhest hefndarlaust, Auður
Vésteinsdóttir sem rak féð á nasir illmennisins, Mel-
korka hin írska sem fór í þagnarbindindi, Þorgerður
Egilsdóttir hin ráðkæna og hefnigjarna og síðast en
ekki síst Guðrún Ósvífursdóttir sem bæði var kvenna
vænst og virtust. Allar þessar konur og margar fleiri
eru bæði virkar og framtakssamar, þær eru engar
dúkkulísur eins og margar konur í síðari tíma bók-
menntum. Þæreru samt mun ófrjálsari en karlarnir og
ofríki þeirra er sjaldan langt undan en þær rísa upp
þegar þeim er misboðið, taka til sinna ráða og hafa
þannig heilmikið að segja bæði um eigið líf og ann-
arra. Það er t.d. mikill munur á Guðrúnu Ósvífurs-
dóttur og Sölku Völku. Þegar útþráin og ævintýra-
löngunin grípur Kjartan kærasta Guðrúnarsegist hún
vilja fara með honum til Noregs. Það vill hann ekki
og þá reiðist Guðrún, lofar honum engu og þau
skilja í styttingi. Allt annað var uppi á teningnum hjá
Sölku Völku. Þegar Arnaldur vildi fara frá henni til
Ameríku var hún ekkert nema skilningurinn og ,,göf-
uglyndið". Hún borgaði meira að segja undir hann
farið með aleigu sinni, „leysti hann úr álögum" eins
og hún sagði sjálf og hímdi síðan hnípin í hellisskúta
meðan skipið var að hverfa úr augsýn. Samt átti
Salka Valka að vera e.k. mótmynd við hefðbundnar
borgaralegar kvenlýsingar í skáldsögum.
Víkjum nú aftur til 13. aldar þegar Snorri var að
skrifa sögurnar og einhver kona kannski að skrifa
Laxdælu. Þá var að myndast yfirstétt menntamanna
í Evrópu. Þeir voru lærðir í háskólum og þar var
ákveðið hvaða þekking skyldi teljast mikilvæg og
hver ekki. I krafti menntunar og sérþekkingar gerðu
þessir menn tilkall til valda og þannig var æ meir
þrengt að almenningi. Mannlífinu voru settar enn
frekari skorður, farið varaðstaðla hegðun manna og
sífellt færri frávik voru leyfð. Við þetta urðu konur afar
illa úti og smám saman misstu þær þau völd og áhrif
sem þær höfðu haftá hámiðöldum. Þærvoru útilok-
aðarfrá hinni nýju þekkingu og þeirra eigin reynsla
og þekking var léttvæg fundin. Þessi þróun fór svo til
alveg framhjá Islandi fyrst og fremst sakir atvinnu-
hátta fámennis og dreifbýlis. Hið sama er að segja
um næstu atlögu sem gerð var að konum en það
voru galdraofsóknirnar sem stóðu linnulaust frá því
um 1400 til 1700 og stungu sér niður langt fram eftir
18. öldinni bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.6)
Nornir alvarlegasta ógnin
Þegar á 12. öld var farið að orða konur við djöful-
inn og þegar komið var fram á 15. öld voru nornir
taldar alvarlegasta ógnunin við kristna menningu.
Árið 1486 kom út vísindaritið Galdrahamarinn
(Malleus maleficarum) eftir klerkana Kramer og
Spenser þarsem útskýrtvarillteðli galdranorna. Þar
er áhersla lögð á kynferðislegt samband þeirra við
djöfulinn, þær sagðar (og konur líka almennt) bæði
fljótfærar, trúgjarnar, veikgeðja og veiklaðar bæði
andlega og líkamlega. Vitsmunir þeirra eru taldir
annars eðlis en karla og að þær svíki ævinlega. Kon-
ur þessar eða nornir voru ásakaðar fyrir ótal margt
m.a. að kenna konum að nota getnaðarvarnir og að
deyfa sársauka við fæðingar.
Ljósmæður á þessum tíma gerðu keisaraskurði í
neyðartilfellum og voru afarfærarísinni grein. (Erica
Jong segir frá slíkri aðgerð byggðri á staðfestum
heimildum frá 17. öld í bókinni Fanny). Hámarki
náðu ofsóknirnar á 17. öld. Ekki er vitað hve margar
konur voru drepnar, tölurnar eru allt frá nokkrum
hundruðum þúsunda og upp í 9 milljónir. Flestar voru
einar, fátækar og gamlar. Karlar voru líka brenndir
en (litlum mæli og ekki fyrr en undir lok tímabilsins.
Það hefur verið ýmsum getum að því leitt af hverju
ofsóknir þessar stöfuðu. Mary Daly telur að karl-
mannasamfélagið hafi viljað hreinsa sig af konum
sem viku frá „æskilegri" hegðun að einhverju leyti,
líkt og Þjóðverjar reyndu síðar að hreinsa samfélagið
m.a. með því að útrýma gyðingum, geðveikum og
öðrum sem „spilltu" hreinu samfélagi. Einnig hefur
verið stungið upp á að um frávarp hafi verið að
ræða. Menn (einkum karlar) hafi óttast konur sem
ekki féllu inn í kvenímyndina og sem farið var að
staðla á þessum tíma en svigrúm kvenna fór hrað-
minnkandi á síðmiðöldum eins og ævinlega þegar
karlveldið er að þenjast út (Williams Monter). Mari-
lyn French telur að karlveldið hafi þurft að „losa sig
við sem mest af þeim kvenlegu þáttum sem enn voru
áberandi í menningunni áður en hægt var að halda
áfram á þeirri braut sem miðaði að upphafningu á
karllegum gildum" (bls. 166). Enn hefur verið talið
að háskólamenntuðum körlum, einkum læknum sem
var ný stétt karla, hafi þótt Ijósmæður, vísar konur og
græðarar standa í vegi fyrir sérfræði þeirra og þeir
því ekki talið sig geta náð trausti almennings fyrr en
búið væri að ryðja konunum úr vegi.7)
Konur sluppu á Islandi
Allt fór þetta framhjá íslandi. Hér urðu aldrei nein-
ar kvennaofsóknir og þó var Galdrahamarinn þýdd-
7