Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 20
Steinninn sem hreif
meö sér skriöu
Ingibjörg Hafstað
var mjög virk í Rauð-
sokkahreyfingunni á
örunum fyrir 1981 og
var ein þeirra sem ótti
þött í því að farið var
að ræða kvennafram-
boð til borgarstjórnar
það sumar. Hún hefur
allar götur síðan verið
virkur þötttakandi í
starfi Kvennafram-
boðsins og síðar
Kvennalistans.
Þessi spurning vekur upp aðro og hún er sú,
hvers vegna varð sérframboð kvenna til á fslandi?
I hvenju er sérstaða Islands og íslenskra kvenna
fólgin? Við þessum spurningum eru ekki til nein
einföld svör, en ef litið er á þær út frá sjónarhóli
kvennahreyfingarinnar þá er mikilvægt að hafa
eftirfarandi atriði í huga.
I því fátæka íslenska bændaþjóðfélagi sem hér
ríkti allt fram á þessa öld, höfðu konur að mörgu
leyti meira sjálfstæði og frumkvæði í sínu daglega
lífi en ætlast var til af kynsystrum þeirra á Vestur-
löndum. Þar með er ég ekki að segja að kvenna-
kúgun hafi ekki lifað góðu lífi hér eins og annars
staðar, en hlutverk bænda- og sjómannskvenna
var ekki jafn lamandi og hlutverk þeirra kvenna
sem voru algerlega einangraðar frá þjóðfélaginu.
Það reyndist íslenskum konum því tiltölulega auð-
velt að hugsa dæmið upp á nýtt, búa til hug-
myndafræði sem ekki stangaðist gersanlega á við
reynsluheim okkar og grafa upp það frumkvæði
sem þurfti til að kasta okkur út í þann ólgusjó sem
baráttan við karlveldið er.
Kvennaframboðin í byrjun aldarinnar höfðu tví-
mælalaust sitt að segja. Við gátum bent á að
þessi leið hafði verið farin áður og þjóðfélagið
ekki beðið neitt óbætanlegt tjón af uppátækinu.
Það var engu að tapa. Margir kjósendur töldu
þessa baráttuleið eðlilega einmitt vegna þess að
fordæmið var fyrir hendi, sem sýnir best mikilvægi
sögulegra fordæma.
Þá hafði kvennaverkfallið 1975 mikla þýðingu
og að mínu mati er það afskaplega mikilvægur at-
burður í sögu kvennabaráttu hér á landi. Ég held
að fátt hafi haft jafn mikil áhrif á íslenskar konur.
Við öðluðumst sjálfsvitund og sterka tilfinningu fyrir
hinni ótrúlega miklu óbeisluðu orku sem við bjugg-
um yfir og sem þurfti að beina í einhverja mark-
vissa átt.
Ekki má heldur gleyma þeim merka viðburði
þegar Vigdís var kosin forseti íslands. Sú kosning
var dæmi um vilja og getu þjóðarinnar til að rísa
upp gegn gamalgrónum hefðum og lögmálum
karlveldisins. Kosningin sýndi fólki á ótvíræðan
hátt að þau lögmál sem hafa verið ríkjandi eru á
engan hátt náttúrulögmál.
Vonbrigði kvenna með vinstri meirihlutann í
borgarstjórn 1978—'82 áttu á margan hátt sinn
þátt í því að kvennaframboð varð að veruleika í
Reykjavík 1982. Margir bundu miklar vonir við
þennan meirihluta m.a. við sem störfuðum inrian
Rauðsokkahreyfingarinnar. Við trúðum á og vildum
sjá áþreifanlegar breytingar á stjórn borgarinnar
en þær létu bíða eftir sér. Ég man eftir einu atriði
sem vakti sérstaklega gremju okkar. Það var þegar
við fréttum að verulegir fjármunir sem samkvæmt
fjárhagsáætlun ársins 1980 óttu að ganga til upp-
byggingar dagvistarheimila lágu ónýttir milli ára.
Þessi atburður, og aðrir af svipuðum toga, sann-
færðu okkur um tvennt. Annars vegar að aldrei er
hægt að treysta öðrum fyrir baráttumálum sínum
og hins vegar að við yrðum á einhvern hátt sjálfar
að komast inn í hið pólitíska borgarkerfi til að
kynnast því innan fró. Við yrðum að kynnast því af
eigin raun til að geta tekist á við það af einhverju
viti. Þessi atburður varpar jafnframt Ijósi á þá
kreppu sem Rauðsokkahreyfingin átti við að stríða
í loka síðasta áratugar. Vegna hugmyndafræði-
legrar stöðnunar hafði hreyfingin einangrast og
hafði litla möguleika á að koma málefnum sínum
á framfæri hvað þá að tryggja að þeim væri fylgt
eftir á hinum pólitíska vettvangi.
Ég nefni þetta dæmi hér vegna þess að við í
Rauðsokkahreyfingunni, og að ég held miklu fleiri
konur, vorum að átta okkur á að við þekktum ekki
innviði þess kerfis sem við vorum að gagnrýna.
Við gátum þ.a.l. ekki verið nægilega markvissar í
gagnrýninni og sett fram raunhæfar lausnir. Það
má ekki skilja mig þannig að ég telji að Rauð-
sokkahreyfingin ein og sér hafi staðið fyrir
Kvennaframboðinu. Hugmyndin um framboð er
reyndar þaðan komin og fyrstu skrefin voru tekin
af rauðsokkum, en um leið og steinninn var kom-
inn af stað hreif hann með sér skriðu. Hundruðir
kvenna, sem aldrei höfðu komið nálægt Rauð-
sokkahreyfingunni, virtust hafa verið í startholunum
og beðið eftir lausnarorðinu.
Þau atriði sem hér hafa verið nefnd fela að
sjálfsögðu í sér nokkra einföldun á íslenskum veru-
leika. Að einhverju leyti geta þau þó skýrt hvernig
á því stóð að konur hér uppi á íslandi voru í stakk
búnar til að takast á við svo óhefðbundna aðgerð
sem sérframboð kvenna til borgarstjórnar er. Þá
geta þau kannski gefið okkur einhver svör við því
hvernig á því stóð að við treystum okkur til að
hafa frumkvæði að nýju pólitísku afli sem byggist
á splunkunýrri pólitískri hugmyndafræði.
Ingibjörg Hafstað.
20