Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 11
Hugtakið reynsluheimur kvenna kom fyrst fram hér
á landi þegar verið var að undirbúa Kvennafram-
boðið í Reykjavík 1982. Sumirhöfðualdrei heyrtneitt
jafn vitlaust og að konur hefðu einhverja sérstaka
sameiginlega reynslu. Nú er talað um reynsluheim
karla og barna o.s.frv. Þessi hugmynd tengist sér-
stöðu kvenna og það fór ekkert á milli mála í hugum
19. aldar kvenna að hugmyndaheimur og reynsla
kvenna var önnur en karla. Það var einmitt þessi hug-
myndaheimur sem skapaði þá siðferðiskennd sem
þeim fannst standa langt ofar siðferði karla og gera
konur körlum æðri. Mér finnst þessi hugmynd þeirra
spennandi vegna þess að hún gengur svo þvert á
þær hugmyndir sem kirkjan hélt á lofti um konur öld-
um saman. Samkvæmt kenningum kirkjunnar voru
konur eitt rif úr mannsins síðu, freistarar og verkfæri
djöfulsins. Því var hugmynd kvennanna djörf á sínum
tíma.
Kenningin um reynsluheim kvenna felur það í sér
að við konur mótumst á ákveðinn hátt, lærum að
verða konur, lærum hvað er við hæfi, þroskum með
okkurákveðnartilfinningarog gildismat. A unglings-
og fullorðinsárum öðlumst við reynslu af því að vera
konur í samskiptum við hitt kynið. Við umgöngumst
hver aðra á okkar kvenlega hátt og lifum okkar lífi
sem konur, giftar og ógiftar, með eða án barna, í
starfi utan heimilis eða heimavinnandi. Það sem við
eigum sameiginlegt, er að öðlast kvenlega reynslu
og hún er yfirleitt svipuð hjá okkur öllum.
Reynsluheimurinn nýtist okkur sem sameiningar-
og samstöðuafl, en hann hjálpar okkur líka til að skil-
greina á hvern hátt við erum ólíkar körlum, hvernig
við viljum leggja aðrar áherslurí samfélaginu. Það er
yfirlýst markmið Kvennalistans að draga þessa sam-
eiginlegu reynslu fram í dagsljósið, vinna út frá henni
og setja fram stefnu samkvæmt henni í stjórnmálum
— móta kvennapólitík. Sem dæmi um það hvernig
reynsluheimur kvenna birtist í stjórnmálum má nefna
að konur leggja mun meiri áherslu á málefni barna
en karlar.
Reynsluheimurinn tengist svo kvennamenningunni,
þ.e. arfinum. Því hvernig við vinnum, hvaða störf við
veljum okkur, hvernig við umgöngumst börn og gam-
altfólk, skyldutilfinningunni gagnvart öðrum, að ekki
sé minnst á menningarverðmæti eins og hannyrðir,
sem lengi vel var það eina sem konur máttu fást við
sem listgrein eða tómstundastarf.
Allt tengist þetta saman og skapar þá mynd sem
við höfum af konum um allan heim sem er ótrúlega
lík, hvar sem okkur ber niður í veröldinni.
Samfélagssýn
Eins og áður er nefnt byggði gamla kvenréttinda-
hreyfingin á þeirri grunnhugmynd að lagabreytingar
dygðu til að bæta hag kvenna. Þær töldu að konur
myndu notfæra sér réttindin og gerast virkir þátttak-
endur. Hvort þær sáu fyrir sér frekari breytingar er
ekki vel Ijóst. Þó eru til dæmi um kvenréttindakonur
sem lýstu framtíðinni t.d. í skáldsögum og má þar
nefna Herland eftirfyrrnefnda Charlotte Perkins Gil-
man. I þessu efni höfðu sósíalistar sérstöðu, því þeir
vildu grundvallarbreytingar á samfélaginu.
Þegar hugmyndir kvenna um samfélagið eru kann-
aðar t.d. í skáldskap kemur í Ijós að þær ganga út á
það að draga úr völdum karla og færa völd yfir til
^venna. Konur ganga út frá samráði og valddreif-
'ngu, þátttöku allra, jafnrétti allra og því að samfé-
lagið taki mið af börnunum. Einhver orðaði þetta svo
eð karlmenn stefndu alltaf að valdi, en konur væru
p'nii ■■ 1 1 n ■ ' l^r l&í
.
\ ;Í1-j
fff | ’ 1 - VáS. , 1
alltaf að brjótast undan valdi. Þó náðu hugmyndir Ljósmynd:
kvenna á 19. öld inni ekki lengra en svo að þær skipu- Ruí Hallgrimsdóttir
lögðu félög sín í anda annarra starfandi félaga með
stjórn og formann, enda urðu einstaka konur mjög
áberandi sem talsmenn kvenréttindahreyfingarinnar.
Þegar kvennahreyfingin reis upp með látum á sjö-
unda áratugnum tileinkaði hún sér vinnubrögð vald-
dreifingarinnar, vinnubrögð sem varla höfðu þekkst
áður. Engar stjórnir, engir formenn, heldur hópar
sem skiptu með sér verkum, sem sagt jafnrétti allra.
Þessi vinnubrögð höfum við í Kvennalistanum tekið í
arf og fært yfirá samfélagssýn okkar. Við viljum sam-
félag þar sem allir fá að njóta sín og fólk hefur sjálft
stjórn á lífi sínu, en er ekki undir valdi einhverra. Við
viljum ganga út frá þeim sem verst eru settir (oftast
konur) og börnunum. Búa til betri heim sem býður
upp á öryggi, aukin samskipti foreldra og barna og
11