Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 37

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 37
Hálfnað er verk. . . Nú er kjörtímabilið hálfnað og þá er fróðlegt að líta á hvað áunnist hefur. Hér verður stikl- að á stóru um nokkur þau mál sem okkur finnst mikilvæg. Dagvistarmál Mikill skortur er á dagvistarplássum fyrir börn hér á Selfossi. Dagheimilispláss eru aðeins fyrir 15 börn. 135 fá inni á leikskólum en dagmæður leysa vanda um þaö bil 100 barna og foreldra þeirra. Til skamms tíma áttu aðeins einstæðir foreldrar og námsmenn kost á að koma börnum á dagheimili en nýlega var reglum breytt þannig að 5. hluti barnanna kemur frá heimilum þar sem foreldrar eru í sambúð. Haustið 1986 var tekið á leigu húsnæði til bráða- birgða til að koma af stað skóladagheimili fyrir 12 börn. Eftir áramót 1987 var opnuð leikskóladeild fyrir 10 börn þar sem áður var gæsluvöllur. Þar hefur siðan starfað leikskóli fyrir hádegi en gæsluvöllur seinnipart dags. Síðastliðinn vetur var hafist handa við að reisa 1. áfanga nýs dagvistarheimilis. Stefnt er að því að taka það í notk- un 1. október 1988. Þar verður þá rými fyrir 20 börn í dagvistun og 20 börn á skóladagheimili. Skólamál í Barnaskóla Selfoss eru börn á aldrinum 6 til 12 ára. S.l. vetur voru 506 börn í skólanum, nemendur í Gagn- fræðaskólanum voru 284. í Fjölbrautaskóla Suðurlands voru á vorönn 443 nemendur í dagskóla, 127 í öldunga- deild og 18 í útibúi skólans á Litla-Hrauni. Húsnæðismál Barnaskólans hafa verið talsvert áhyggjuefni enda býr hann við mikil þrengsli og hefur gert um árabil. Ekki hef- ur verið mörkuð ákveðin stefna um framtíðarskipun grunnskólans á Selfossi. Skólanefnd telur að reisa skuli nýjan skóla. Heppilegt er talið að hver skóli sé ekki of fjölmennur. Gamli skólinn stendur í miðjum bænum þar sem umferð er mest. Það yrði því til að draga úr slysa- hættu ef börn í nýjum hverfum sunnar í bænum gætu sótt skóla í sínu hverfi. Undir þessi sjónarmið taka bæði foreldrafélag barnaskólans, kennarar og skólastjóri. Síðan þessi bæjarstjórn tók til starfa hefur verið unnið nokkuð að endurbótum í barnaskólanum. Lokið var við bókasafnsaðstöðu í skólanum fyrir nýliðinn vetur. For- eldrafélag skólans á þó mestan heiður af þeim fram- kvæmdum. Brunastigi var settur upp við skólann. Að- staða til handmenntakennslu var endurbætt svo sem kostur var, en hún hafði verið mjög bágborin. Smíða- kennsla fer fram í kjallara þar sem lágt er undir loft en þar telst þó viðunandi aðstaða nú og hannyrðastofan er orðin fyrsta flokks. Á húsnæði Gagnfræðaskólans hafa einnig verið gerðar endurbætur, ný efnafræðistofa var innréttuð og heimilisfræðistofa stækkuð og lagfærð. Sex ára börn hér hafa aðeins fengið tveggja kennslu- stunda skólatíma á dag. Forskólinn hefur haft eina kennslustofu til afnota og í hana hefur verið fjórsett. Eins °g allir sjá er ein og hálf klukkustund stuttur tími í skól- anum og samræmist illa nútímasamfélagi þar sem al- gengast er að báðir foreldrar vinni utan heimilis. í vetur komu upp umræöur um það að lengja þyrfti skóladag sex ára barnanna, en vegna þrengsla í skólanum var Það ógerlegt. Hingað til hefur skólinn alltaf lagt kapp á að leysa húsnæðisvandann meö því að þrengja enn frekar að, sem auðvitað kemur niður á störfum skólans. En nú var mælirinn fullur og því var lýst yfir af skólans hálfu að líklega yrði að fella kennslu sex ára barna niður ef ekki fengist aukið húsnæði. Lausn áþessu máli er nú sem beturferfundin. Bæjar- ráð hefur ákveðið að Ijúka síðari áfanga nýja dagheimil- isins í sumar og nýta það til kennslu sex ára barna næsta vetur. Félagsmiöstöö Seinni hluta vetrar 1986 hófst starf félagsmiðstöðvar fyrir unglinga í Tryggvaskála. Þá hafði verið unnið að því að þessi starfsemi gæti verið í kjallara Gagnfræðaskól- ans en á því urðu nokkrar tafir. Fyrri áfangi félagsmið- stöðvar var opnaður í desember s.l. og áætlað að Ijúka verkinu á þessu ári. Þjónusta viö aldraða Á vegum félagsmálastofnunar bæjarins fer fram þjón- usta við aldraða. 54 heimili hafa undanfarið notið heimil- ishjálpar og matur er sendur til 25 heimila. Hjúkrunar- fræðingur á vegum Heilsugæslustöðvarinnar fer einnig heim til fólks, sem þarf á hjúkrun og umönnun að halda. í gamla sjúkrahúsinu starfar öldrunardeildin Ljós- heimar en plássið þar hrekkur hvergi nærri til og í undir- búningi er bygging langlegudeildar við Sjúkrahús Suð- urlands. Hjá félagsmálastofnun eru um 20 manns á bið- lista eftir að komast í leiguíbúðir fyrir aldraða, en trúlega er þörfin mun meiri. Nú eru 16 þjónustuíbúðir i leigu við Grænumörk. Verið er að undirbúa byggingu söluíbúða, þar sem veitt verður svipuð þjónusta. Þær íbúðir verða byggðar í samvinnu við Alþýðusamband Suðurlands. Eldri borgarar á Selfossi halda uppi fjörugri félags- starfsemi af ýmsu tagi. í sumareru fyrirhugaðar margar ferðir bæði innanlands og utan. Ætlunin er að fara m.a. vestur á firði, austur að Eiðum, til Færeyja og Suður- Englands. Þátttaka í ferðalögum og annarri starfsemi er mjög góð. Félagsstarfið er á vegum Styrktarfélags aldraðra og fær aðstoð hjá starfsmönnum félagsmálaráðs. Skipulagsmál Nýtt aðalskipulag Selfosskaupstaðar fyrir tímabiliö 1987—2007 liggur nú frammi til kynningar. Óskað er eft- ir að athugasemdir frá íbúum bæjarins berist fyrir 24. júní n.k. Þegar aðalskipulagið hefur verið samþykkt verður efnt til hugmyndasamkeppni um deiliskipulag miðbæjarins. Gróðursetning Það er sannarlega að mörgu að hyggja í bæjarmálum og þó fátt sé enn talið verður nú að slá botninn í þennan pistil. Okkur er Ijóst að mörg málefni bíða úrlausnar og verkefni eru óþrjótandi. Að endingu langar okkur að segja frá síðasta verkefni umhverfisnefndar. Laugar- daginn 4. júní gegnst hún fyrir gróðursetningu á trjá- plöntum á útivistarsvæði í bænum. Undirbúningur er í fullum gangi. Vonast er til aö bæjarbúar kunni vel að meta þessa nýbreytni og hafi áhuga á að vera með. Slík- ur útivistardagur yrði þá væntanlega árlegur viðburður. Efni í bæjarmálasíður unnu Sigrun Ásgeirsdóttir og Rannveig Óladóttir.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.