Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 27

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 27
Þetta er synd, því á sama tíma er hvarvetna verið að berjast fyrir minni stofnunum og heimilislegri. Það þarf ekki sjúkradeildir fyrir allar fæðandi konur, enda var það ekki það sem konur börðust fyr- ir þegar þær knúðu á um Kvennadeildina, heldur fullkomin kven- sjúkdómadeild, sem var gífurleg þörf fyrir. Ég er hrædd um að ef við missum Fæðingarheimilið alveg, verði erfitt að fá aftur aðra hliðstæðastofnun. Fæðingarheimilið hefur lengi átt undir högg að sækja. Fyrir nokkrum árum voru ýmsir sem vildu setja Fæðingar- heimililð undir Landspítalann. Baráttan var í raun hörð og skaðaði Fæðingarheimilið án efa. Til eru þeir enn i dag sem halda að þá hafi verið lokað hér. Hvernig er hægt að snúa þessari þróun við þ.e.a.s. að fá konur til að koma hingað? Ég veit það ekki, en það er svo skrítið að þegar eitthvað á að fara að hrófla viö Fæðingarheimilinu þá rís upp stór hópur velunn- ara. Eins og um árið þegar það kom til tals að selja ríkinu það. Þá ruku konur upp til handa og fóta og söfnuðu 5000 undirskriftum á nokkrum dögum. Það eru konur sem ekki mega til þess hugsa að það verði lagt niður. Það eru þá konursem hafa kynnst heimilinu af eigin raun og eru kannski margar hverjar hættar að eiga börn. Þarf ekki að kynna Fæðingarheimilið betur fyrir konum? Jú sjálfsagt þarf að gera það, það er verið að prenta bækling um starfsemina, sem meiningin er að liggi frammi á Heilsugæslu- stöðvunum. Og ennþá eruð þið i nýjungunum, voruð þið ekki að fá ný full- komin fæðingarrúm? Jú, jú, alveg það fínasta sem hægt er að fá. Mjög góð rúm sem hægt er að breyta á ýmsa vegu. Þetta var náttúrlega óskapleg bjartsýni, við fengum ekki krónu frá borginni. Ég fótbraut mig hér fyrir utan húsið einn daginn fyrir tveimur árum og gat ekkert hopp- að um gangana og þá datt mér í hug að nota tímann til að safna. Það gekk svona vel að við gátum keypt tvö rúm af fullkomnustu gerð. Konur fá ekki þá þjónustu sem þær eiga rétt á En nú á að loka í 6 vikur i sumar i sparnaðarskyni um leið og fæðingum er að fjölga og ekki er fyrirsjáanlegt að fæðingardeildin geti annað þeim, eða hvað? Nei ekki með þeirri þjónustu sem konur eiga rétt á. Þær eru jafnvel sendar heim á þriðja degi, sem segir sig sjálft að er ekki nógu gott. Það kom mér á óvart að þessi lokun skyldi vera sam- þykkt. Mér skilst að karlarnir tali um tilfinningasemi og haldi því fram að Fæðingardeildin geti alveg staðið undirálaginu. Viðvitum betur. Þetta er auðvitað ekki bara spurning um 6 vikur því að þó að við séum tilbúin til að taka á móti konum fram á síðasta dag, er ólíklegt að þær vilji fæða hér og flytjast svo á milli. Eins tekur alltaf tíma að komast í gang eftir sumarfríið. Þannig að í raun er hér um 8 vikna röskun að ræða. Þessi lokun er mjög neikvæð fyrir stofnunina því konur verða að geta gengið að henni sem vísri hvenær sem er. Að þessum orðum sögðum, kvöddum við Huldu og þökkuðum henni fyrir spjallið. Við tökum heilshugar undir þá ósk Huldu að Fæðingarheimilið verði áfram valkosturfyrir konur um langafram- tíð. Við hvetjum allar konur sem eru eða verða barnshafandi að kynna sér hvað er í boði þegar til fæðingar kemur og taka sjálfar afstöðu út frá því, við hvaða aðstæður þær kjósa að fæða. isg.K.BI. Sími 21500 Ojoin kl. B~10 d J)ridjudagskvöIdum HLAÐVARPANUM, VESTURGÖTU 3 Hugsaðu vcl um Veruna þína. Nú er hægt að fá möppu á 300 kr, merkta Veru í Kvennahúsinu, Hótel Vík. Þá er líka hægt að fá Veru frá upphafi, ef þig vantar í safnið. Hafðu samband, síminn er 22188. Bestu kveðjur, ) 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.