Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 19

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 19
Klaka- hallir þiðna I fimbulvetri kaldastríðsins komst hitastig íslenskra stjórnmóla langt niður fyrir frostmark og þjóðin sat uppi með freðið flokkakerfi. A sjöunda óratugnum tóku hlýrri vindar að blósa og þíðan myndaði læki sem seitluðu umhverfis klakahallirnar fjórar. Enginn þeirra varð að sterkum straumi, heldur ólm- uðust þeir um allt og stefndu í ýmsar óttir. Flestar tilraunir til að endurnýja flokkakerfið hafa orðið ó vinstri væng stjórnmólanna, oftast með það fyrir augum að skapa sterkan jafnaðar- mannaflokk óhóðan kreddum bæði kommúnisma og kratisma. Af þessum toga var Möðruvallar- hreyfing og Samtök frjólslyndra og vinstri manna, og jafnvel Þjóðvarnarflokkurinn óður í vissum skiln- ingi. Á þessum óratug hafa orðið tvær flokka- myndanir sem ganga í aðra ótt; í bæði Bandalagi jafnaðarmanna og Borgaraflokknum sameinuðust hugmyndir um valddreifingu og „sterkan mann" ó tvo ólíka vegu, bóða skondna. Þannig leitar breyt- ingavilji íslenskra kjósenda í ýmsar óttir; það eitt er öruggt að þeir vilja losna úr frostböndum kaldastríðsins. í kosningunum 1978 kom fram sterkur umbótavilji kjósenda. Fylgisaukning A-flokkanna opnaði þeim sögulegt tækifæri til að slíðra sverðin og taka frumkvæði íslenskra stjórnmóla úr höndum hægri- aflanna. En hinn sögulegi arfur klofnings og ótaka reyndist þyngri ó metunum en kall tímans og tæki- færið til að móta framtíðina, enda varð dómur kjósenda þungur í kosningunum órið eftir. I þessu tómarúmi gat Kvennaframboðið unnið sig í einu vetfangi upp í „marktæka stærð". í Kvennaframboði og Kvennalista gótu ýmsir þeir straumar fundið sér farveg sem myndast höfðu í þíðu undangengins óratugs. Meginstraum- urinn var vitaskuld nýja kvennahreyfingin, en hún hafði líka blandast rækilega öðrum straumum sem oft eru kenndir við maí 1968: Uppreisn gegn vald- boði, umhyggja fyrir gildi hins nóna lífs og fyrir umhverfinu, trú ó að hægt sé að nýta tæknifram- farir nútímans til betra lífs en hins þríeina kapp- hlaups eftir gróðaaukningu, stöðutóknum og víg- búnaði. Þessir straumar hafa borið með sér lífs- kraft í þó grasrót sem nú dafnar og breiðist út, ó meðan klakahallirnar bróðna hægt og örugglega í þíðunni. Galdur Kvennalistans er kannski fyrst og fremst fólginn í vinnubrögðum, sem eru skýrari boðberi róttækra umbreytinga en byltingarsinnuð vígorð, og svo þeirri kurteislegu ósvífni að svara þrúgandi umburðarlyndi nútíma kvennakúgunar með hreinu kvennaframboði. Það hefur ekki síst orðið Kvenna- listanum til lífs, að mólsvarar hans hafa haldið þeim stíl, sem lagt var upp með, en ekki lótið plata sig til leynimakks né hlutdeildar að ókvörð- unum, sem gömlu freðýsurnar segja „erfiðar" en eru í raun svo ósköp auðveldar af því að þær eru ekkert annað en framlenging ó þeim leikreglum sem hafa skapað ójöfnuðinn í samfélaginu. Þess vegna stendur Kvennalistinn nú með pólmann í höndunum og allt bendir til þess að eftir næstu kosningar upphefjist sannkallað mæðraveldi í ís- lenskum stjórnmólum og karlarnir gangi í þau störf sem konurnar úthluta þeim. Það verður þyngsta prófraun Kvennalistans, því að það þarf sterk bein til að þola sigur. Þingmenn annarra flokka gaukuðu þvi að mér um daginn að þingkonur Kvennalistans hefðu dregið af sér, þeg- ar Ijóst var að þriðjungur þjóðarinnar Ijær þeim fylgi sitt í skoðanakönnunum. Mér hefur fundist bera ó þeirri tilhneigingu, að fögur orð og Ijóðræn komi í stað skýrra svara við þeim spurningum sem menn spyrja mólsvara stærsta stjórnmólaaflsins. Póesían er nauðsynleg í stjórnmólum, en hún mó ekki koma í stað skýrrar stefnu og ókveðinna að- gerða. Að mínu mati verður Kvennalistinn að skynja sig sem hinn hvítfexta hluta þess straums sem hefur sameinast að baki þeim, sama straums og óður skóp verkalýðsflokkana og er krafa hins almenna manns um jöfnuð lífsgæðanna og mögu- leika einstaklinganna til að njóta hæfileika sinna og móta nónasta umhverfi sitt. Kvennalistinn hefur tækifæri til að beita önnur félagshyggjuöfl móður- legri umvendni og skipa þeim af hlýju en þó ókveðni að hætta að slóst og taka til í strókaher- berginu og ganga siðan saman til stofu og vísa boðflennum frjólshyggjunnar kurteislega en ókveð- ið ó dyr. Gestur Guðmundsson. Gestur Guðmunds- son er þekkt andlit úr vinstri hreyfingunni og hefur skrifað mikið um þjóðfélagsmdl. Hann var erlendis þegar Kvennaframboðið kom fram og fylgdist því með tilurð þess úr fjarska. Hann hefur skrifað talsvert um Kvennalistann í blöð og tímarit. 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.