Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 41

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 41
VANTRAUST Á RÍKISSTJÓRNINA Eitt af þeim málum sem ekki voru samþykkt var þingsályktunartillaga um vantraust á ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar, en stjórnarandstaöan flutti van- trauststillögu í lok apríl. Þar töluðu af hálfu Kvenna- listans þær Málmfríður Siguröardóttir, Kristín hall- dórsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir, hinar þrjár þ.e. Kristín Einarsdóttir, Danfríöur Skarphéöinsdóttir og Guörún Agnarsdóttir töluöu síðan í hinum svoköll- uöu eldhúsdagsumræöum sem voru í byrjun maí. Ég ætla aö grípa hér stuttlega niður í ræöurnar úr van- traustsumræðunni en tillagan sjálf var svohljóðandi: ,,Meö hliösjón af því alvarlega ástandi sem nú ríkir í þjóöfélaginu, versnandi kjörum launafólks og vax- andi misrétti í launamálum, verkföllum sem lama viðskipti og valda heimilunum ómældum erfiðleik- um, óheyrilegum vaxtakostnaöi, gífurlegum við- skiptahalla og skuldasöfnun, erfiðleikum atvinnu- veganna og stórfelldri byggöaröskun, sem á aö veru- legu leyti rætur sínar aö rekja til rangrar stjórnar- stefnu ályktar Alþingi aö lýsa yfir vantrausti á rikis- stjórnina." Þórhildur Þorleifsdóttir fjallaði um þá láglauna- stefnu sem hér ríkir og skilgreiningar „alvörustjórn- málamanna“ á því hvaö stjórnmál eigi aö snúast um. Hún sagöi m.a. „íslenskt efnahagslíf hefur meö und- arlegum hætti aðlagað sig aö því aö greiða lægstu launin fyrir verömætaskapandi störf, hráefna- vinnslu, umönnun og uppeldisstörf, menntunar- og menningarstörf. Það er eitthvað bogið viö þjóöfélag sem hefur hærri þjóðartekjur en flest önnur en treyst- ir sér ekki til að borga mannsæmandi laun fyrir þessi störf. Þaö er hægt, því þó góöæriö margfræga sé riö- iö hjá garði er hallærið ekki riðið í garö. Þaö er hægt ef réttra leiða er leitað, ekki meö síendurteknum upp- hlaupum og skammtímalausnum, bruðli og óhófi og hégómaskap, heldur langtímamarkmiöum og end- urskipulagningu efnahags- og atvinnulífs með þaö að leiðarljósi aö það eigi aö taka mið af þörfum allra í landinu, ekki bara fárra, þeirra sterku." MálmfríöurSigurðardóttirfjallaði m.a. um byggða- stefnu ríkisstjórnarinnar i ræöu sinni og sagöi m.a. „Raunveruleikinn ersá að landsbyggðinni erþrengt á alla vegu nú sem aldrei fyrr. Landbúnaöurinn er langt frá að hafa unnið sig út úr þeim vanda sem mis- virtrir forystumenn stofnuðu til. Bændur búa viö mjög mismunandi afkomumöguleika og skeröingar á framleiöslu þeirra mismuna þeim í mörgum tilvik- um enn frekar. Bændur sem ekki hafa möguleika á aðframfleytafjölskyldu af búum sínum, né heldur aö bæta sér upp tekjutap á annan hátt, hljóta aö standa upp af jöröum sínum, oft á tíðum slyppir og snauöir. Enginn kaupir jörö sem ekki fylgir lífvænlegur full- viröisréttur." Kristín Halldórsdóttir talaði síðust Kvennalista- kvenna í vantraustumræðunni og sagöi m.a. í sinni ræöu „Stjórnarandstaðan hefur engin úrræði, er sagt og oft er sú nóta slegin alveg sérstaklega að Kvennalistinn sé ábyrgðarlaus, gott ef ekki algjör- lega stikkfrí, reki bara eins konar þykjustupólitík og velti sé upp úr mjúku málunum til þess aö afla sér vinsælda. En hver eru svo þessi svokölluðu mjúku mál og hvers vegna afla þau okkur vinsælda? Þau varöa okkar daglega líf. Aðbúnað barnanna okkar. Þau varöa möguleika okkar til að lifa farsælu fjöl- skyldulífi, þau varöa jafnrétti til orðs og æðis, hús- næöis, fæðis og klæða, menntunar og mannsæm- andi launa. Þau varöa verndun umhverfis og virö- ingu fyrir lífinu. Um þettaeigastjórnmálaðsnúastað dómi mikils hluta þjóöarinnar. Og þeir sem þannig hugsa eru ekki tilbúnir aö bíöa eftir því að röðin komi aö þessu málum þangaö til búið er aö leysa efna- hagsvandann og vanda atvinnuveganna. Þeir vita nefnilega að slíkur vandi hefur alltaf veriö til staðar. Þeir vita líka aö hluti af lausn þess vanda er fólginn í breyttri forgangsrööun og áherslu á málefni sem standa fólki næst, mjúku málin, vegna þess aö helsta auölind okkar er fólkið sjálft og heilbrigöur, vel upplýstur og ánægöur einstaklingur er þjóðfélaginu meira viröi en sjúkur, fákunnandi og vansæll. Um þetta eiga stjórnmál aö snúast og þetta er sú upp- skrift sem húsmæðurnar í eldhúsi Kvennalistans baka eftir. En þaö er ekki nóg aö hafa góöa uppskrift. Þaö þarf aö kunna handtökin viö baksturinn. Annars verður kakan ónýt. Þetta er því ekki síður spurning um vinnubrögð og slík vinnubrögö viröast ekki tiltæk stjórnmálamönnum af gamla skólanum.“ GRASRÓTARSTARFIÐ OG ÞINGFLOKKURINN Ég vil víkja hér stuttlega aö tengslum þingflokks og grasrótarinnar. Þingflokkurinn hefur reynt ýmsar leiðir í Þessum efnum. í fyrsta lagi regluleg skrif í fréttabréf Kvennalistans, í ööru lagi hafa þingmál verið send kon- um sem hafa skráö sig í bakhópa og verður þessu 'vennu haldið áfram næsta vetur. í þriðja lagi voru haldnir þrír þingráðsfundir, í fjórða lagi var fastur síma- fimi einu sinni í viku, í fimmta lagi vikulegur þáttur á út- varpi Rót frá miðjum mars út maí og í sjötta lagi hafa þingkonurnarfariöáfundi íöllum öngum. Aðsíðustu má ekki gleyma þessum ágætu þingmálasíöum í Veru! Ennfremur hefur töluvert verið gert af því að senda Kvennalistakonum óbeðið ýmis mál til umfjöllunar og hefur margt gott komið út úr því. Hins vegar er Ijóst aö símatíminn og þingráðsfundirnir hafa ekki nýst sem skyldi, né heldur vitum viö hvort fastir útvarpsþættir á útvarpi Rót hafa skilað sér. Þetta þarf allt aö athuga og skoða hvort viö eigum aö velja aörar leiöir, stundum er reyndar erfitt tímans vegna t.d. aö senda mál til um- sagnar en viö höfum reynt að stunda þaö sem mest. Það má eflaust alltaf gera betur en hins vegar er líka Ijóst aö Kvennalistakonur eins og aörar konur þessa lands eru önnum kafnar í sínum störfum og hafa kannski ekki tíma til að liggja yfir þingmálum eða semja heilu lagafrumvörpin. Stundum hafa konur tíma og stundum ekki það vitum viö allar. Og þegar til kastanna kemur þá erum viö allar saman i þessari baráttu hvar sem viö er- um staddar hverju sinni. Sigrún Jónsdóttir starfskona þingflokks Kvennalistans > 41

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.