Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 13

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 13
OG VALDDREIFT SKIPULAG HREYFINGARINNAR Kvennahreyfing — en ekki flokkur Kvennalistakonur leggja áherslu á að litið sé á Kvennalistann sem hreyfingu en ekki flokk. Munurinn á flokk og hreyfingu er einmitt fólginn í skipulaginu. Stjórnmálaflokkur er byggður upp samkvæmt svo- kölluðu pýramídakerfi þar sem einn eða fáir einstakl- ingar eru valdamestir og ráð mestu um stefnuna og ákvarðanir sem teknar eru í flokknum. í grasrótar- hreyfingu er aftur ó móti reynt að dreifa þessu valdi. Sem grasrótarhreyfing hefur Kvennalistinn engan leiðtoga og geta allar konur í Kvennalistanum haft áhrif á stefnu og málefni Kvennalistans. Þær skiptast á að gegna ábyrgðarstöðum og að leysa hin ýmsu verkefni. Hugtakið grasrót er þannig notað um hreyfingar sem reyna að dreifa valdinu á sem flestar hendur. Þetta skipulag hefur hentað konum mjög vel og er einmitt helst að finna í hreyfingum og samtökum kvenna. Enda segja sumir að þetta sé einskonar saumaklúbbs fyrirkomulag þar sem konur hittast í hópum, ræða ýmis mál og reyna að komast að sam- komulagi. Uppbygging grasrótarhreyfinga er óljós og breytileg og má efast um réttmæti þess að tala yf- irleitt um skipulag. Kvennalistinn, sem grasrótarhreyfing styðst við lágmarks skipulag. íbæklingnum,,Frd konu tilkonu'' segir að Kvennalistinn séu landssamtök sem starfa í öllum kjördæmum og að í hverju kjördæmi starfi hóp- ar kvenna sem mynda svokallaða anga. Hver angi kýs sér framkvæmdanefnd sem hefur umsjón með starfi angans og annast fjármál hans. Hver angi kýs einnig konu til að sitja í framkvæmdaráði sem sér um starfsemi og fjármál Kvennalistans í heild. Þannig eru sjö kjördæmahópar sem mynda áttunda hópinn sem erframkvæmdaráð. Reykjavíkurangi á fulltrúa í borg- arstjórn og í kringum þá starfssemi er borgarmála- hópur. Suðurlandsangi á fulltrúa í bæjarstjórn Sel- foss og í kringum þá starfssemi er bæjarmálahópur Kvennalistansá Selfossi. Sex konur sitja á Alþingif.h. Kvennalistans. Þær mynda þingflokkinn ásamtvara- þingkonum. Síðan starfa í Kvennalistanum svokallað- ir bakhópar sem vinna að hinum ýmsu málefnum. Eftirfarandi mynd má finna í bæklingnum ,,Frá konu til konu". Hringirnir tákna hina ýmsu hópa sem starfa innan Kvennalistans og hringirnir í miðjunni tákna félags- fundi og landsfund. Pílurnar á myndinni tókna sam- skipti og upplýsingaflæði. Á myndina vantar borgar- og bæjarmálahópana vegna þess að þegar skipu- lagið var dregið upp var Kvennalistinn hvorki með fulltrúa í borgarstjórn né í bæjarstjórn Selfoss. I lögum og reglum Samtakanna er ekki getið um hvernig samskipti eða upplýsingaflæði eigi að vera á milli hópanna, nema að það á að vera frá öllum til allra. Einnig er ekki getið um hvaða völd viðkom- andi hópur hafi til að taka ákvarðanir eða til fram- kvæmda. Svona eru einmitt grasrótarsamtök. I þeim er ætlast til að sem flestir þátttakendur taki ákvarð- anir. Félagsfundir og landsfundureru því valdamestu hóparnir því þar hittast flestir þótttakenda og þar á að taka allar meiriháttar ákvarðanir. I upphafi þegar Kvennaframboðið fór af stað, var það samtök kvenna sem voru staðráðnar í því að vekja fólk til umhugsunar um stöðu kvenna í þjóðfé- laginu. Síðan hefur hlutverkið breyst. Kvennalistinn fékk 5,5% fylgi eftir fyrstu kosningarnar og þrjá full- trúa á Alþingi. Fulltrúa sem starfa inn íkerfi sem mark- miðið er að breyta. Samtökin eru alltaf að verða valdameiri og fulltrúum þeirra inn í kerfinu fjölgar. I síðustu kosningum fékk Kvennalistinn 10.1% fylgi og sex konur á þing og samkvæmt síðustu tveimur skoð- anakönnunum er Kvennalistinn orðinn stærsta póli- tíska aflið á íslandi með eitthvað í kringum 30% fylgi. Þróunin hefur orðið allt önnur en nokkur spáði fyrir. Ef tekið er mið af rannsóknum (sjá t.d. Buchanan & Huczynski) á skipulagsheildum (stofnunum, fyrir- tækjum, hreyfingum, samtökum) má fullyrða að ekki séu til skipulagslaus samtök, fyrirtæki eða stofnun. Komið hefur í Ijós að í hverju fyrirtæki er til bæði form- legt og óformlegt skipulag. Annars vegar er form- lega skipulagið sem er dregið upp í skipuritum og skilgreint á ýmsan hátt. í skipuritum sjást afmörkuð verksmið og völd þeirra einstaklinga sem þar starfa. Þau sýna að ákveðnu marki samskipti og upplýs- ingaflæði innan fyrirtækisins. Hins vegar er óform- lega skipulagið sem byggir á persónulegum tengsl- um og frændsemi fólksins innan skipulagsheildarinn- ar. Oformlega skipulagið getur stundum hamlað eða jafnvel unnið gegn formlega skipulaginu. Við ís- lendingar þekkjum þetta mjög vel því algengt er að ráðið sé í störf vegna frændsemi eða vináttu. Þeir einstaklingar sem ráðnir eru vegna frændsemi eða vináttu hafa oft meiri völd en segir til um í formlegu skipuriti því þeir hafa persónulegan aðgang að ein- staklingum ofar í pýramídanum. I samtökum eða hreyfingum þar sem formlegt skipulag er óljóst verð- 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.