Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 8

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 8
urá íslensku og skrattinn talinn hafa aðseturá Heklu- fjalli en þangað áttu nornir að fara unnvörpum á ákveðnum árstíma. Svo erað sjá sem menn hafi ekki haft neinn áhuga á að drepa konur á íslandi umfram það sem Stóridómur kvað á um og var næsta nóg. Island var ekki svo einangrað að menn fréttu ekki af þessu galdrafári. T.d. segir Guðmundur nokkur Ein- arsson prestur á Staðarstað frá því að hann hafi árið 1589 horft á 13 galdrakonur brenndar á einu báli í Kaupmannahöfn. A Islandi voru að vísu brenndir á báli fyrir galdur um 20 karlar og sennilega ein kona. Það var á árunum 1625 til 1685. Fræg í íslenskum bókmenntum er Píslarsaga séra Jóns Magnússonar en hann varð taugaveiklaður á miðjum aldri og taldi sig verða fyrir galdra ofsóknum frá feðgum tveimur á Kirkjubóli og fékk þá brennda. Þegar honum batn- aði ekki að heldur sneri hann sér að Þuríði Jónsdótt- ur, dóttur og systur hinna líflátnu. Hún gerði sér lítið fyrir og fék.k sér dæmdan tylftareið og var þar með sýkn saka. Hvergi nema á Islandi hefði ákærð kona getað sloppið svona vel.8) Ekki er gott að segja hvers vegna þessar kvennaof- sóknir fóru hér hjá garði. Ef til vill var ein ástæðan sú Ljósmynd: Rut Haltgrimsdóttir að hér kom ekki upp nein sérfræðinga- og mennta- mannastétt þannig að fáránlegar kenningar um kon- ur og kvenlegt eðli náðu aldrei eyrum almennings. Til marks um það er sú virðing sem Ijósmæður höfðu þá og alla tíðá Islandi. Víða í Evrópu og Bandaríkjunum hefur Ijósmæðrum sem stétt næstum verið útrýmt. Líka má hugsa sér að bókmenntirnar hafi haft eitt- hvað að segja. Fornsögurnar hafa óumdeilanlega verið lifandi bókmennti og almenningseign alla tíð og kannski hefur Galdrahamarinn mátt sín lítils gagnvart þeim. Þetta er rannsóknarverkefni í kvenna- rannsóknum en hversem niðurstaðan kann að verða ertæpasthægtað ofmeta hvaða gildi það hefurhaft fyrir íslenskar konur að losna við 300 ára grimmileg- ar ofsóknir. Mary Daly telur galdraofsóknirnar hafa þaggað svo niður i konum að þær hafi varla opnað munninn síðan. Er ekki hér að finna eina skýringuna á óttaleysi og djörfung íslenskra kvenna. Þær hafa alltaf þorað. Það var aldrei þaggað niður í okkur eins og öðrum Evrópukonum. Hér þurftu dætur ekki að horfa upp á mæður sínar brenndar kynslóð eftir kynslóð og hugsa með sér: „Allt er betra en bálið". Hér þurftu konur heldur ekki að ásaka hver aðra, þær voru ekki píndar til þess, jafnvel móðir varð að ákæra dóttur og dóttir móður. Slíkt ofboð er varla hægt að hugsa sér að ekki sé talað um hvaða áhrif þetta hafði á samstöðu og trúnað kvenna í milli.9) Eg hef íþessari grein reyntaðfinnaskýringará sér- stöðu íslenskra kvenna í kvennabaráttu og pólitík um 100 ára skeið og komið fram með nokkrar tilgátur; aðstæður við landnám, sterka kvennamenningu á miðöldum, heilsteyptar kvenímyndir í íslendingasög- unum, fastmótað og kyrrstætt bændasamfélag allt fram á þessa öld sem kom sér ekki upp yfirstétt menntamanna og sérfræðinga að neinu ráði. Þessu til viðbótar vil ég nefna þann styrk sem fólst í fátækt- inni og vinnunni en það er alkunna að andleg og fé- lagsleg kúgun er miklu verri en hin efnahagslega þó að slæm sé. Hér varð aldrei til stétt iðjulausra kvenna sem neyddar voru til að vera stofustáss og leikföng, fölar, bleikar og blóðlausareða þá fáránlegarfígúr- ur eins og Halldór Laxness gerir frú Árland í Atóm- stöðinni. Þar er á ferðinni stöðluð borgaraleg kven- ímynd sem sósíalistar hömpuðu gjarnan í hroka sín- um gagnvart konum. Og hver er svo niðurstaðan? Er sagan um sterku konurnar á Islandi ekki sönn eftir allt saman? A.m.k. erum við engin goðsaga lengur heldur bráðlifandi konur og hvorki fölar né fáar. Við erum að vísu á kafi í vinnu enn sem fyrr — en hvað um það? íslenskar konur hafa líka látið fyrir róða eymdarpólitíkina og þar er kannski að finna enn eina skýringuna á vel- gengni Kvennalistans. Og öllum barneignunum sem útlendingar býsnast gjarnan yfir. Helga Sigurjónsdóttir. Heimildir: 1. Auður Styrkársdóttir, Kvennaframboðin 1908—1926, Rvk. (vantar ártal). 2. Sama heimild. 3. Helga Kress: Óðinn í nýju Ijósi, Vera 6/1986. (Viðtal) 4. Marilyn French: Beyond Power, 1986, bls. 151. 5. Benedikt frá Hofteigi hefur fjallað um þetta í bókinni íslenda og einnig Árni Óla. Auk þess finnst mér að ungir fræðimenn séu farnir að Ijá þessum hugmyndum eyra. Rannsóknir Einars Páls- sonar benda líka til mikilla tengsla við evrápska miðaldamenn- ingu frá upphafi byggðar í landinu. 6. Marilyn French, sama heimild, bls. 155 og áfram. 7. Sama heimild og Mary Daly: Gyn/Ecology, 1979, kaflinn um nornabrennur í Evrápu. 8. Píslarsaga síra Jóns Magnússonar, AB 1967 9. Mary Daly: Sama heimild og áður og sami kafli. 8

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.