Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 29
úr vegi vegna þess aö hann vildi fá í sínar hendur hlutverk hennar
sem skapara. Þess vegna ræöst hann á gyðjuna móöur sína, pínir
hana og kvelur, fangelsar og drepur að lokum. Honum tekst að
sönnu aö losa sig viö hana en sigurinn er ekki nema hálfur og
varla þaö. Hvernig sem hann ólmast veröur hann aldrei móöir/
kona og þar meö ekki lífgjafi eöa skapari. Hann getur ekki og mun
aldrei geta öðlast sköpunarmátt kvenna, hiö mýstíska lífsafl þeirra
getur enginn gefið honum. Þess vegna verður hann að láta sér
nægja ORÐIÐ og skapa úr því. Og þetta er ófullkomin sköpun sem
faðirinn/karlinn hræöist innst inni vegna þess að meö þessu er
hann að brjóta gegn náttúrunni. í vanmætti sínum setur hann sig
yffir eigin sköpunarverk, sest í dómarasæti og stjórnar þaöan með
tilskipunum. Oft notar hann ,,af því bara-röksemdir“ ef hann rök-
styður mál sitt yfirleitt og æösta boöorö hans er HLÝÐNI. Skilyrö-
islaus hlýðni. Vald guösins er því drottnunarvald, eyöileggjandi og
niöurbrjótandi, gjörólíkt valdi gyöjunnar.4
Þaö sem hér hefur veriö sagt er ekki tilbúningur minn heldur
niöurstööur úr fjölmörgum rannsóknum á goösögnum og kristinni
hugmyndafræöi. Aöalheimildir mínar eru Gyn/Ecology (Mary
Daly), Of Woman born (Adrienne Rich), Beyond Power (Marilyn
French) og Váckarklocka (Elin Wágner). Þær nota allar rannsókn-
ir traustra fræöimanna s.s. The Masks of God, Occidental Mytho-
logy (Joseph Campbell), The Gods and Goddesses of old Europe
(Marija Gimbutas) og Goddeses, Whores and Slaves (Sarah B.
Pomeroy). Þessar bækur komu út á árunum 1970—1975.
Tilbeiösla á gyöjum er sem sagt upprunaleg og miklu eldri en
dýrkun á guðum. Þó aö víöa hafi fennt í spor gyðjunnar í menning-
arsögunni má samt sjá glitta í hana sé betur aö gáö. í elstu heim-
ildum er gyðjan þríen vegna þess aö ævaforn skipting heimsins
er þrískipting; þ.e. himinn, haf og jörö. Hún er þekkt sem Hera-
Demeter-Koré hjá Hellenum og sem Eire-Fodha-Banbha hjá Ir-
utn. Hjá Rómverjum hét hún Hecate-Artemis-Diana eöa einu
nafni Trivia sem í bókstaflegri merkingu þýöir hin þríeina.
Hesiodos segir í riti sínu Theogony hana hafa haft yfir aö ráöa
himni, hafi og jöröu löngu áður en Seifur helgaði sér allt saman.
Það er athyglisvert að í enskumælandi löndum hefur nafn þessar-
ar gyöju hlotiö merkinguna fánýti, eitthvað sem er einskis vert,
sbr. á ensku triial, trivialize o.s.frv.5
Margar heimildir um gyðjur
Margar fleiri heimildir eru til um gyðjur víða um heim. T.d. er i fornri
súmeskri frásögn getið um Gyöju Allra Hluta sem skapaði heim-
inn úr Alheimsegginu. Hún var dúfa meðan á því stóö og minnir
þaö óneitanlega á sögnina um heilagan anda í dúfulíki sem birtist
Jesú þegar Jóhannes skírði hann í ánni Jórdan. í sköpunarsögu
Babylóníumanna og Assýringa skapar gyðjan Tíamat heiminn en
guðinn Mardúk kemur á vettvang og drepur hana og skapar heim-
inn úr líkama hennar. Svipaöar sögur eru enn sagðar víða meðal
,,frumstæöra“ þjóða bæöi i S-Ameríku og Afríku. í Nígeríu og
Chad leiddu konur þjóöirnar til fyrirheitna landsins fyrir ævalöngu
(e.k. svartur Móses) og gyðjan Pukwi er enn tignuð i Tiwi en hún
,,kom út úr himninum á daginn og var risastór, eins stór og eyjan
Karslake“ (M.F. bls. 33). Einnig eru sagðar sögur af konum réöu
fyrir samfélaginu, voru miklar bardagahetjur, sögöu sig úr lögum
viö karlmenn, þekktu einar helgidóma ættflokksins o.s.frv. Allt frá-
sagnir sem benda til valda kvenna fyrrum.6
Skemmtilegar minjar um gyðjudýrkun eru lítil gyöju- eöa kven-
líkneski sem fundist hafa um alla Evrópu, allt frá Skandinavíu til
Svartahafs. Gyöja þessi gekk undir ýmsum nöfnum s.s. Inanna,
Astarte, Nerthus, Cybele, Gyðjan mikla eöa Hin mikla móðir. Nöfn
hennar voru jafnvel enn fleiri. Styttur þessar hafa verið aldurs-
greindar og eru hinar elstu frá því um 9500 f. Kr. en flestar um
2000 árum yngri. Líkneksjur af körlum eöa guöum hafa líka fund-
ist en þær eru miklu færri en gyðjulíkneskin. Sum eru raunar kyn-
laus með öllu. Eins og áöur segir eru þetta smástyttur, sumar
greinilega ætlaðar til þess aö halda í hendi, aörar eru skartgripir,
enn aðrar sem ýmiss konar brúkunarhlutir og loks virðast sumar
vera hluti af altari. Borgin Catal Huyuk I Anatólíu er ein elsta
mannabyggö sem fundist hefur (um 8 þús. ára) og þar hafa einmitt
fundist margar þannig gyöjustyttur einkum i gröfum kvenna og
barna. Ljóst er aö þarna hefur menning blómstraö I árþúsundir,
menning þar sem verslun og viöskipti döfnuöu og listir voru í há-
vegum hafðar. Einnig er þaö hald vísindamanna aö konur hafi ver-
iö þarna mikils megandi og sennilega ráöiö ríkjum fremur en karl-
ar. Til þess benda áöurnefndar styttur af konum svo og það að
gjafir kvenna og barna eru á besta greftrunarstaðnum, undir
29