Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 36

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 36
Sigriöur Jensdóttir Hagkvæmni og skynsemi ráöi ferö í samningi þessum eru mörg mál sem viö höfðum haft á stefnuskrá okkar og viö vorum tiltölulega ánægöar meö hann. Tvennt var þaö þó sem viö reyndum talsvert aö koma þar inn en tókst ekki. Við vildum að bærinn veitti ekki áfenga drykki við nein tækifæri. Þetta mætti mikilli mótspyrnu. Þó voru allir sammála um að halda vínveitingum í lágmarki og var gert munnlegt samkomu- lag um þaö. En okkur skildist að þaö yrði aö vera hægt aö bjóöa gestum uppá rauðvín ,,t.d. Grænlendingum og Færeyingum í vinabæjarheimsóknum“. Hitt, sem ekki fékk aö standa í málefnasamningnum var reyndar klausa sem búiö var aö vélrita inn í síöustu útgáfu þessa plaggs, en var strikað yfir á síöustu stundu. Nú notum viö tækifærið til aö koma henni hér á prent: ,,Hagkvæmni og skynsemi verdi tátin ráda feröinni í ötium ákvaröanatökum bæjarstjórnarÞetta þótti aö sögn svo sjálfsagt aö þaö væri hlægilegt aö taka það fram! Á vegum bæjarins starfar fjöldi nefnda og ráöa. í 20 þeirra á Kvennalistinn fulltrúa, þar af formenn í skóla- nefnd grunnskólans og í umhverfisnefnd. Þessar nefndir starfa mismikiö, sumar halda mánaöarlega fundi, aðrar sjaldnar. Af þessu má ráöa aö þaö er þó nokkur hópur kvenna hér sem oft þarf aö fara á fund. Bæjarfulltrúinn hefur þó sem eðlilegt er mest að gera. Hún er í bæjarráöi (formaður þetta ár), sem heldur viku- lega fundi, á undan hverjum slíkum er haldinn meiri- hlutafundur og bæjarstjórnarfundir eru einu sinni í mán- uöi. Fyrir utan þessi fundarhöld öll fylgja bæjarfulltrúa- starfinu ýmis önnur störf. Fjötbrautarskóli Suöurlands Ljósmynd. r.á.á. Sönghópurinn ,,Skúrkurnar“ treður upp á Kvennalistasamkomu 8. mars '87 Ljósmynd: Ljósmyndastofa Suðurlands MÁLEFNASAMNINGUR Bæjarfulltrúar A-listans, D-listans, G-listans og V- listans í Bæjarstjórn Selfoss, þeir Steingrímur Ing- varsson, Brynleifur Steingrímsson, Bryndís Bryn- jólfsdóttir, Haukur Gíslason, Þorvaröur Hjaltason og Sigríöur Jensdóttirgera meö sérsvofelldan málefna- samning fyrir kjörtímabiliö. 1. Stjórnun og rekstur bæjarins. Bæjarmálasamþykkt og reglugerðir bæjarins verði endurskoðaöar og nefndum á vegum bæjarins markað starfssviö. Fjárhagur og rekstur stofnana bæjarins veröi sem mest á ábyrgö þeirra stjórna sem til þess hafa verið kjörnar. Fundin veröi úrlausn á húsnæöismálum bæjar- skrifstofa. 2. Atvinnumál. Bæjarstjórn hafi frumkvæði um nýsköpun og efl- ingu atvinnulífs. Efld veröi samvinna sveitarfélaga um atvinnuþróun á svæðinu. Unniö veröi aö staö- setningu opinberra stofnana á Selfossi. 3. Orkumál. Unniö veröi aö leiðréttingu á heildsöluveröi raf- orku til Rafveitu Selfoss. 4. Launamál. Stefnt veröi aö því aö dagvinnulaun fastráðinna starfsmanna bæjarins veröi eigi lægri en sem nemur 30.000 kr. á mánuði. Teknir verði uþp samningar við starfsmannafélag- iö á þessum grundvelli. 5. Dagvistunarmál. Strax veröi geröar ráöstafanir til aö hefja byggingu dagheimilis og skóladagheimilis. Leitast verði við að finna bráðabirgöarúrlausn fyrir haustið 1986. 6. Skólamál. Unniö verði að því aö bæta húsnæöisaöstööu Barnaskólans sem er mjög ábótavant. Sett veröi á stofn skólaráð til aö vinna aö samræm- ingu skólastarfs í bænum og gera tillögur um úrbæt- ur á því sviði. Svefnt veröi aö því að Ijúka byggingu Fjölbrautar- skóla. 7. Æskulýðs. og íþróttamál. Haldiö veröi áfram uppbyggingu íþróttarvallar- svæöis eftir föngum. Lokið verði félagsmiðstöð unglinga fyrir haustiö. Endurskoðaður veröi leigusamningur um félags- heimilið þegar hann rennur út. 8. Málefni aldraöra. Leitast veröi viö aö finna hentugt húsnæði fyrir dagvistun aldraðra og stutt aö þeim rekstri. 9. Heilbrigöismál. Bæjarstjórn leggur áherslu á fyrirhugaða stækkun Sjúkrahúss Suðurlands og mun beita sér fyrir fram- gangi þess máls. 10. Húsnæðismál. Strax veröi sótt um fjárveitingu í opinbera sjóöi til aö hefja byggingu íbúðarhúsnæðis á félagslegum grunni. Bæöi veröi um aö ræða leigu- og eignaríbúðir. Einnig veröi byggöar þjónustuíbúðir fyrir aldraða. 11. Umhverfismál. Gert veröi átak í hreinsunarmálum staðarins og endurskipulögð starfssemi áhaldahúss í því skyni. Umhverfi Ölfusár veröi sérstaklega sinnt. 12. Skipulagsmál. Aðalskipulag endurskoöaö og stefnt verði aö deiliskipulagi miðbæjar. 36

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.