Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 38

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 38
FYLGISAUKNING í SKOÐANAKÖNNUNUM Samkvæmt skoöanakönnunum sem gerðar hafa veriö á undanförnum mánuðum er Kvennalistinn nú stærsta stjórnmálaaflið á íslandi. í könnun sem SKÁÍS gerði fyrir Helgar- póstinn um miðjan apríl var fylgi Kvennalistans 30,3% og í könnun Hagvangs í maí var fylgið 31,3%. Fyrri kannanir á árinu hafa allar gefið til kynna að fylgi Kvennalistans væri að aukast því í SKÁÍS-könnun í byrjun janúar fengum við 15,6%, 21% í DVkönnun og Hagvangskönnun í janúar. í SKÁÍS könnun í mars fengum við 19,5% og síðan kom DVkönnun með 29,7% í sama mánuði. Þetta eru kannski ekki sambærilegar kannanir en samt ætti að vera óhætt að álykta sem svo að fylgisaukning Kvennalistans sé staðreynd sem ekki er hægt að líta framhjá og viðurkenna. En hvað veldur, hafa Kvennalistakonur starfað öðruvísi að undanförnu, hefur hreyfing- in eða starfið breyst eða eflst? Eða er fólk hreinlega að hafna hinum stjórnmálahreyf- ingunum og styðja hugmyndafræðilegar áherslur Kvennalistans? Sumir hafa viljað líta á fylgisaukninguna í skoðanakönnunum sem stundarfyrirbrigði og að við myndum aldrei fá þessa útkomu í kosningum. Hvað sem tilgátum um skýringar líður er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd sem niðurstöðurnar gefa til kynna, fólk lítur til Kvennalistans í íslenskum stjórnmálum og hefur verið tilbúið til að styðja hann en ekki aðrar stjórn- málahreyfingar. Við Kvennalistakonur hljótum að gleðjast yfir góðri útkomu úr skoðanakönnunum þó svo að við gerum okkur að sjálfsögðu grein fyrir því að þetta eru ekki kosningar og margt getur breyst á stuttum tíma. Afrakstur vetrarins i En snúum okkur þá að því sem ætlast er til að fjallað sé um áþessumsíðum, en þaðerstarfiðáAlþingi. Þing- slit voru þann 11. maí sl. og strax helgina eftir var ríkis- stjórnin farin að ræða gengisfellingu sem varö að veru- leika skömmu síðar. Næst á dagskrá hjá þeim voru síð- an efnahagsráðstafanir sem liggja ekki fyrir þegar þetta erskrifað. Það fór eins og okkur grunaði, þingið var sent heim og þá tóku við efnahagsráðstafanir sem enginn hafði neitt að segja um fyrr en eftir á. Þrjú Kvennalistafrumvörp samþykkt Að loknu þingi er rétt að líta yfir veturinn í heild og fara stuttlega yfir málin okkar sl. vetur. Ef við tökum fyrst frumvörpin þá lögðu Kvennalistakonur fram 10 frumvörp til laga, en þau voru um; Heilbrigðisfræðsluráð, lífeyris- réttindi heimavinnandi húsmæðra, bann við ofbeldis- kvikmyndum, tekjustofna sveitarfélaga, tvö um al- mannatryggingar, átak i uppbyggingu dagvistarheimila, grunnskóla, lágmarkslaun og sveitarstjórnarlög. Þrjú frumvörp Kvennalistans hlutu afgreiðslu í þing- inu. Frumvarp um bann við ofbeldiskvikmyndum var samþykkt en það fól í sér framlengingu á lögum um bann við ofbeldiskvikmyndum. Tveim frumvörpum um breytingu á lögum um almannatryggingar var vísað til ríkisstjórnarinnar Annars vegar frumvarp sem felur það í sér að Tryggingastofnun taki þátt í kostnaði vegna gler- augna fyrir börn, unglinga og elli- og örorkulífeyrisþega. Og hins vegar frumvarp sem felur það í sér að Trygg- ingastofnun taki þátt í greiðslu ferðakostnaðar sjúklinga og fylgdarmanns. Hin sjö frumvörpin okkar voru ekki afgreidd úr nefnd- um og hlutu reyndar mismikla umfjöllun í þinginu sjálfu, t.d. vartöluverð umræða um lágmarkslaunafrumvarpið og grunnskólafrumvarpið, neikvæð um lágmarkslaunin en jákvæð um grunnskólann. Nánast engin umræða varð um átak i uppbyggingu dagvistarstofnana og lítil en frekar jákvæö viðbrögð voru um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem felur í sér aukinn rétt borg- aranna til að fara fram á atkvæðagreiðslur um mál. Fjórtán þingsályktunartillögur lagðar fram — þrjár afgreiddar Snúum okkur þá að þingsályktunartillögunum, en þingkonur Kvennalistans lögðu fram alls 14 þingsálykt- unartillögur, þ.e. sem þær voru fyrstu flutningsmenn að, en auk þess voru þær með á allmörgum tillögum sem aðrir lögðu fram. En við höldum okkur við þær tillögur sem þingkonurnar okkar voru fyrstu flutningsmenn að en þær voru; um frystingu kjarnorkuvopna, umhverfis- fræðslu, einnota umbúðir, endurvinnslu úrgangsefna, launakostnað við mötuneyti framhaldsskóla, þjónustu- miðstöð fyrir heyrnarskerta, textasímaþjónustu, könnun á launavinnu framhaldsskólanema, húsnæði fyrir að- standendur sjúklinga, þjónustu og ráðgjöf sérskóla, tímabundnar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna, lög- bindingu lágmarkslauna, réttindi og skyldur á vinnu- markaði og kjararannsóknir. Þessi upptalning segir ykkur kæru lesendur kannski ekki mikið, en því miður er það of langt mál hér að fjalla efnislega um allar tillögurnar enda hef ég kynnt þær flestar að einhverju leyti hér á þingmálasíðunum í vetur. Ef einhver hefur áhuga á að vita nánar um málin eða eitthvaö sem tengist starfi okkar á Alþingi er sjálfsagt að hafa samband við undirritaða í síma 91-11560. En áfram með smjörið. Við fengum tvær þingsálykt- unartillögur samþykktar en það var annars vegar tillaga um einnota umbúðir og hins vegar um könnun á launa- vinnu framhaldsskólanema. Einni tillögu var vísað til ríkisstjórnarinnar en það var tillaga um þjónustumiðstöð fyrir heyrnarskerta. Víkjum þá fyrst að tillögunni um ein- 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.