Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 10

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 10
því að það eru engin takmörk fyrir þeim ótakanlegu úr- ræðum sem ímyndun- arafl manna grípur til þegar þeir þurfa að hefja sig yfir aðra. Það er af þessari östæðu sem það er svo geysilega mikil- vægt fyrir karlmann í valdastöðu, sem verður að sigra og drottna, að hafa það ö tilfinningunni að mikill hluti fólks, reyndar hdlft mann- kynið, sé frö nöttúr- unnar hendi óæðra honum sjölfum. Það hlýtur reyndar að vera ein meginstoðin undir valdi hans." — Virginia Woolf samfélagsins, þótt slíkar hugmyndir hafi að sjólf- sögðu verið óður ó ferð. I Ijósi sérstöðunnar viljum við horfa ó heiminn af sjónarhóli kvenna og spyrja alltaf hvernig hver ein- asta ókvörðun kemur við hag kvenna og barna. Við viljum hafa okkar gildismat að leiðarljósi en rann- sóknir hafa leitt í Ijós að það er annað en mat karla. Heimurinn hefur allt of lengi verið séður í gegnum einglyrni karlmennskunnar og ekki seinna vænna að opna bæði augu, helst mörg augu. Lakari staða kvenna Kvennabaróttan ó Vesturlöndum hefurfró upphafi gengið út fró þeirri staðreynd að félagsleg staða kvenna er mun lakari en staða karla. Fyrstu konurnar sem vitað er til að hafi sett fram kröfur í þógu kvenna vildu fyrst og fremst réttindi; rétt til menntunar, kosn- ingarétt, réttyfirbörnunum, rétttil hjónaskilnaða, yf- irróð yfireignum og launum o.s.frv. Slíkar kröfur komu bæði fram hjó Abigail Adams 1776 og hjó Olympe de Gauges og Mary Wollstonecraft í frönsku stjórn- arbyltingunni 1789—1795. Kvenréttindahreyfingunni tókst að hrinda flestum lagahindrunum úr vegi, þótt ýmislegt yrði eftir. Þrótt fyrir það er staða kvenna ó Vesturlöndum nú, að ekki sé talað um veröldina alla, mun lakari en karla og nægir þar að minna ó laun, eignir og hlutdeild í ríkj- andi stofnunum þjóðfélagsins. Það þarf vart að rök- styðja eða eyða orðum í þó staðreynd að lakari staða kvenna mun enn um sinn verða drifkraftur kvennabaróttunnar. Konur greinir hins vegar ó um orsakir þess að staða kvenna er lakari en karla. Skýringarnar eru margar, allt fró því að þetta sé konum sjólfum að kenna yfir í efnahagskerfið og karlveldið. Það er auðvitað ekk- ert einfalt mól að skýra stöðu kvenna og verður aldrei gert til fullnustu. Sumir hafa leitt líkur að því að endur fyrir löngu hafi karlmenn hrifsað völdin af kon- um og hafi æ síðan verið að verja vald sitt. Aðrir benda ó að þróun samfélaganna ó forsögulegum tíma yfir til fastrar búsetu, hafi leitt til aukinna barn- eigna kvenna og þar með gert þeim erfiðara fyrir um að öðlast óhrif og völd. Enn aðrir benda ó aukna samkeppni um fæðuna og auðinn sem leiddi af sér styrjaldir og ógnanir. Varnir lentu í höndum karla og þær kröfðust skipulagningar sem síðan nóði til alls samfélagsins. Friedrich Engels benti ó að tilkoma einkaeignarinnar og ríkisvaldsins hefði svipt konur völdum og þannig mætti ófram telja. Konur 19. aldarinnar litu flestar ó kúgun kvenna sem hluta af þeirri kúgun sem allur almenningur mótti sæfa. Karlmenn ó 18. og 19. öld sóttu í hendur að- alsins embætti, kosningarétt og þjóðfélagsleg óhrif en konurnar sótu þó eftir. I dag vitum við meira um þjóðfélagið og þjóðfélagsgerðina og það er al- mennt viðurkennt að staða kvenna sé hluti af samfé- lagsgerð, sem einkennist af hinu svokallaða karl- veldi. Lítum nónar ó það. Karlveldið Hugmyndin um að einhvers konar kerfi eða and- stæðingur héldi konum niðri og stæði í vegi kvenfrels- is kom fram ó 19. öldinni hjó einstaka konum. Flestar kvenréttindakonur sóu kvenfrelsið þó sem spurningu um formleg réttindi eins og óður er nefnt. Konur eins og Florence Nightengale og Charlotte Perkins Gil- man litu þó svo ó að miklu meira þyrft til, hugarfars- byltingu bæði karla og kvenna ósamt öðrum breyt- ingum. Menn ó 19. öld sem rannsökuðu forsögulegan tíma og fornöldina skilgreindu feðraveldið eða karl- veldið (patriarkatið) sem samfélag þar sem karlar réðu flestu. Þar mó nefna Bachoven og Engels. Sósíalistar skóru sig hins vegar úr hvað varðaði spurningar um andstæðinginn. Þeir sögðu sem svo að efnahagskerfið (kapitalisminn) væri andstæðing- ur kvenna alveg eins og karla og að aðeins þyrfti að breyta því. Byltingar, fasismi, styrjaldir, uppreisn kvenna og rannsóknir 20. aldarinnar urðu til þess að kenningarum karlveldið, sem mikill hluti kvennahreyf- ingarinnarfellst ó í einni eða annarri mynd fengu nýtt innihald. Byltingarnar sem óttu að frelsa verkalýðinn sýndu svo ekki varð um villst að þær voru byltingar karla. Staða kvenna í svokölluðum sósíalískum ríkjum er síst betri en annarra kvenna og þar eru konur afar sjald- séðarmeðal róðamanna. Nýttefnahagskerfi breytti þar litlu um. Fasistahreyfingar, sem nóðu völdum milli stríða, voru sérdeilis fjandsamlegar konum í hug- myndafræði sinni og starfshóttum. Um styrjaldirnar miklu voru konur ekki spurðar. Af þessu öllu hlutu spurningar að vakna. Kenningin um karlveldið varð til. Kenningin um það að öllum ríkjum heims sé stjórn- að af fómennum hópi karla. Einstaka konur komast inn fyrir dyr og til einhverra óhrifa ef þær hlíta lög- mólunum. Karlveldið ræður stjórnkerfinu, herjum, atvinnulíf- inu og verkalýðshreyfingunni. Karlar eiga landið og oftast er hagur heimilanna undir tekjuöflun þeirra kominn. Innan karlveldisins gilda ókveðnar reglur og samstaða. Það sér til þess að konur komast afar hægt ófram til betri kjara og óhrifa. Þegar konur hafa komist ó skrið hefur verið gripið til stjórnvaldsað- gerða. Konum var bannað að sjóst fleiri en 5 saman utan dyra í Frakklandi 1795 og þar með var kvenna- hreyfing byltingarinnar kveðin í kútinn. Réttindi kvenna voru afnumin ó Italíu og í Þýskalandi nasism- ans og Stalín bannaði ýmislegt það sem óunnist hafði í byltingunni í Sovétríkjunum. Konur hafa verið sendar inn og út af vinnumarkaðnum eftir þörfum karla. Karlveldið hagnast ó lakri stöðu kvenna og fær ókveðna þjónustu. Atvinnulífið nærist ó lógum laun- um kvenna og þjónustan heima fyrir gerir mörgum karlinum kleiftað koma sérófram. Þó mó ekki gleyma því að það er sterkur þóttur í aldagamalli sjólfsmynd karla að standa konum ofar að valdi og óhrifum. Karlveldið hefur beitt ýmsum róðum gegn konum, auk stjórnvaldsaðgerða t.d. hefur sögu kvenna markvisst verið haldið utan sögubóka, en það að konur þekkja ekki sögu sína dregur úr sjólfsvitund þeirra og samkennd. Þó hefur t.d. sólfræðingurinn Berit Ás greint hvaða aðferðum er beitt í samskiptum við konur. Konur eru t.d. gerðar hlægilegar, ekki er hlustað ó þær, upplýsingum er haldið fró þeim, alið ó sektarkenndinni, móðurhlutverkinu er beitt (ýmist of eða van) o.s.frv. Öllu þessu hafa konur verið að gera sér grein fyrir og ótta sig ó því að eina leiðin til að breyta þessu er að konur standi saman, öðlist völd og verði svo sýni- legar í samfélaginu og sögunni að þær verði ekki þaðan hraktar. Hugmyndirnar um karlveldið eru sterkur þóttur í hugmyndafræði Kvennalistans og tilvist okkar sem stjórnmólaafls besta sönnun þess að við teljum okkur þurfa að fara okkar eigin leiðir, aðrar leiðir en hing- að til hafa verð farnar. Það skal að lokum tekið fram að með hugtakinu karlveldi er verið að tala um kerfi en ekki einstaklinga. Við erum þó auðvitað öll meira og minna mótuð af þessu kerfi enda alin upp ( því. 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.