Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 39

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 39
nota umbúðir en meðflutningsmenn með Kvennalistan- um voru úr öllum flokkum nema Borgaraflokki. Tillagan er stutt og laggóð og hljóðar svo:,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa frumvarp til laga um fram- leiðslu, innflutning og notkun einnota umbúða hér á landi “ Hin tillagan sem var samþykkt er eins og fyrr segir um könnun á launavinnu framhaldsskólanema. Meðflutn- ingsmenn að henni voru úr öllum flokkum. Smávægi- legar breytingar voru gerðar á tillögunni og var hún samþykkt svohljóðandi. „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að láta kanna í náinni samvinnu við framhaldsskólana hvernig háttað sé vinnu fram- haldsskólanema með námi. Kannaður verði vinnutími, kjör og réttindi, ástæður þess að nemendur taka að sér launuð störf með námi og hugsanleg áhrif vinnu á ástundun og námsárangur." Loks er það tillagan um þjónustumiðstöð fyrir heyrn- arskerta sem var vísað til rikisstjórnarinnar, en þá tillögu fluttu Kvennalistakonur einar og er hún svohljóðandi. „Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að koma á fót þjónustumiðstöð fyrir heyrnarskerta þar sem veitt væri textasíma- og túlkaþjónusta." Þá höfum við farið stuttlega yfir þær tillögur sem Kvennalistinn fékk af- greiddar á þinginu í vetur. Þetta eru reyndar ekki margar tillögur og hefðu að sjálfsögðu átt að vera fleiri, en það er ekki sama hvaðan gott kemur og oft er viðkvæðið hjá ráðherrum að það sé verið að vinna í málinu og því ekki tímabært að samþykkja tillögur um málið. Beöiö um skýrslur Kvennalistakonur lögðu fram þrjár skýrslubeiðnir sl. vetur í fyrsta lagi um kostnað við byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, í öðru lagi um félagslega þjónustu við foreldra vegna barneigna, uppeldis og umönnunar I barna og í þriðja lagi um stöðu list- og verkmennta- greina, heimilisfræða og íþróttakennslu í skólum lands- ins og menntun kennara í þessum greinum. Aðeins einni skýrslu af þessum þrem var skilað í vetur en það var skýrsla um kostnað við byggingu Flugstöðvar Leifs Eirikssonar. Von er á hinum tveim í sumar. Fjölbreyttar fyrirspurnir Að síðustu eru það fyrirspurnirnar en Kvennalistakon- ur lögðu fram 39 fyrirspurnir í vetur um hin ýmsu mál. Þær snertu hina ýmsu málaflokka eins og t.d. launa- stefnu ríkisins, barnaefni í fjölmiðlum, heildarendur- skoðun sóttvarnarlöggjafarinnar, útsendingar rásartvö, tekjur kvenna og karla 1986, rikisfjármál og heilbrigðis- áætlun, jarðakaup, fullvirðisrétt, hlunnindatekjur o.fl. Flestum fyrirspurnunum var svarað eins og þingsköp gera ráð fyrir, en hlutfall fyrirspurna af þingmálum hefur verið að aukast töluvert á undanförnum árum. Að lokinni þessari yfirferð yfir þingmál Kvennalistans sl. veturvil ég ítrekaað Kvennalistakonur voru meðflutn- ingsmenn að allnokkrum þingmálum sem þingmenn flokkanna á Alþingi lögðu fram. Það er ekki rétt sem sagt var í sjónvarpi í vetur að þingkonur Kvennalistans væru einangraðar inni á þingi og vildu ekki vinna með öðrum þingmönnum. Svo að þið ágætu lesendur hafið nú sem besta yfirsýn yfir starfið í vetur er rétt að geta þess hér að fjórar vara- þingkonur komu inn í vetur, en það voru þær Sigríður Lillý Baldursdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Ingibjörg Daníelsdóttir og Anna Ólafsdóttir Björnsson. Alls hafa því 10 Kvennalistakonur setið á Alþingi í vetur, en aldrei nema 6 í einu eins og niðurstöður kosninganna segja til um. 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.