Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 16

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 16
,,Allri endursköpun í samfélaginu stendur gífurleg ógn af því viðhorfi að takmark og tilgangur sé eitt en aðferðin og leiðin eitt- hvað allt annað. Reynslan kennir okkur að tilgangurinn og meðalið verða ekki aðgreind. Þær að- ferðir — meðöl — sem beitt er verða óað- skiljanlegur hluti þess lokatakmarks — til- gangs — sem að er stefnt; þær hafa óhrif ó það og móta og þar kemurað tilgangurog meðal verða ekki sundur skilin." — Emma Goldman meiri þekkingu á Samtökunum og geta lagt mat á aðgerðir út frá því sem hefur verið gert áður. Það að hafa verið á fyrsta fundinum er mikilvægt því það er eins og það gefi orðum þeirra kvenna sem þar voru meira gildi í Kvennalistanum í dag. Þegar verið er að ræða aðgerðir er mikið gert af því að vísa í fortíðina og finnst nýjum konum þær oft settar út um leið því þær geta ekki tekið þátt i þeim umræðum né regnt gildi orðanna. Einnig er upplýsingaflæði til kvenn- anna sem eru eldri i hreyfingunni meira en til nýju kvennanna þvi þær þekkjast betur og hafa meiri samskipti sín á milli. Nýju konurnar þekkjast ekki nógu mikið til að eiga í persónulegum samskiptum. Þannig hafa persónuleg/óformleg tengsl kvenna í Kvennalistanum orðið til þess að mynda ákveðið valdaskipulag sem flestar Kvennalistakonur vita af en fæstar vilja tala um. Annar valdamikill hópur innan Kvennalistans er framkvæmdaráð. Þar eru teknar ákvarðanir um dag- legan rekstur Samtakanna. Farið er á sérstaka sam- ráðsfundi anganna til að ákveða hvernig á að eyða aurunum því æskilegt er að fulltrúar allra anga séu á þeim fundum. I kosningum er peningunum deilt út til anganna en þess á milli hafa Samtökin ekki nógu mikið af peningum, nema til að reka skrifstofu Sam- takanna. Konur eru farnar að spyrja sig hvort hún sé ekki orðin of fjárfrek og hvort hún sé ekki að verða of mikilvæg og valdamikil eining innan Samtakanna. Konur utan af landi skynja hana sem stofnun þar sem peningavaldið er og spyrja sig hvort sú starfsemi sem þar fer fram sé mikilvægari en sú sem er úti í öngun- um. Flestar konur sem ég talaði við voru sammála um að völdin væru hjá þeim sem gegna stöðum fyrir hreyfinguna innan kerfisins sem utan. Framkvæmda- ráð er talið valdamesti hópurinn, og stöður starfs- kvenna eru taldar valdamestu stöðurnar í hreyfing- unni, því þar liggja upplýsingar bæði um starfsemi anganna, og allra hópanna í hreyfingunni svo og peningarnir. Eins og sést á þessum upplýsingum, sem er sam- antekt úr viðtölum mínum við nokkrar Kvennalista- konur um skipulag Kvennalistans í dag, hafa mynd- ast toppar í grasrótinni þar sem völd hafa þjappast saman. Þessi lýsing á Kvennalistanum minnirá sam- tök sem Meredith Gould gerði úttekt á í Bandaríkjun- um. Markmiðið hjá henni var að komast að því hvernig konur búa til skipulagsheild og eftilvill geta kvenfrelsiskonur á íslandi lært eitthvað af systrum sín- um í Bandaríkjunum. Dæmisaga frá Bandaríkjunum Meredith Gould (1980: 243—247) segir frá því að árið 1973 stofnuðu konur á austurströnd Banda- ríkjanna stuðningshóp fyrir konur sem stunda skrif- stofustörf. I Bandaríkjunum og eflaust á Islandi líka, eru konur í meirihluta þeirra sem gegna þessum störf- um, þessum „heimilisstörfum" á skrifstofunum. Hóp- urinn hafði það markmið að berjast fyrir hærri tekj- um, bættri vinnuaðstöðu og aukinni virðingu fyrir skrifstofustörfum. Hann lagði upp laupana sama ár en var síðan endurreistur árið 1975. Fljótlega þróaðist starfssemi hópsins þannig að þetta varð hreyfing 200 kvenna sem mynduðu hina ýmsu hópa svo sem vinnuhópa og málefnahópa með það markmið að kynna konum stöðu sína á vinnumarkaðnum. Hreyfingin var grasrótarhreyfing með engan leiðtoga en með skrifstofur og starfsfólk víðs vegar um Bandaríkin. Starfsfólkið sá um sam- hæfingu aðgerða, útbjó dreifirit o.fl. Meredith Gould fylgdist með þróun samtakanna og tók þátt í starfssemi þeirra meðal annars til að fylgjast með hvernig konur byggja upp skipulagsheildir og hvern- ig skipulagið þróaðist. A sama hátt og í Kvennalist- anum, þjappaðist meiri og meiri vinna á starfskon- urnar þangað til þær voru orðnar valdamestar í sam- tökunum. Þegar svo var komið var farið að tala um að kjósa leiðtoga og árið 1976settu starfskonur áfót nefnd sem átti að aðlaga og búá til tímabundið skipulag sem tæki mið af markmiðum hreyfingarinn- ar. Upp úr því var nýtt skipulag sett á fót sem m.a. fólst í því að stofnaðar voru þrjár nefndir, ein til að sjá um fjármögnun, aðra til að sjá um útgáfu fréttabréfs og þá þriðju til að stjórna og samræma aðgerðir nefndanna og koma með tillögur um lög og reglur á félagsfundum sem haldnir voru mánaðarlega. Til að byrja með voru nefndirnar grasrótarhópar sem störf- uðu án leiðtoga. Síðar var svo reglunum breytt svo hægt væri að skipa einhverskonar forstöðukonur og kjósa talsmenn fyrir hópana. Þetta var talið nauð- synlegt að auðvelda vöxt og auka á stöðugleika í samtökunum. Fljótlega kom fram önnur tillaga um skipulag og uppbyggingu samtakanna. Sú tillaga byggði líka á hópum og nefndum en þær konur sem komu með þá tillögu mótmæltu um leið valdaskipulaginu (pýra- mídanum) sem var að rísa í samtökunum. Tillögur þeirra, sem voru byggðar á hugmyndafræði kven- frelsis, beindust að því að dreifa valdinu, sem var samþjappað hjá starfskonum, úttil meðlima samtak- anna. Samkvæmt tillögunni urðu stöður starfsfólks samtakanna ráðgjafastöður. Meredith Gould segir að í þessum samtökum hafi það aldrei verið spurning um hvort ætti að koma upp fastara skipulagi í samtökunum eða ekki, heldurein- ungis spurning um hvernig skipulag ætti að taka upp. Skoðanir kvennanna endurspegluðu annars vegar skoðanirkvenfrelsiskvenna (feminista) sem aðhylltust valddreifingu og hins vegar skoðanir þeirra sem trúðu því að það yrði að koma upp valdaskipulagi í samtökunum ef starfssemin ætti að ganga. Nú upp- hófst mikil togstreita og var mikið vitnað í hugmynda- fræðitogstreituna órið 1973, sem hafði leitt til þess að samtökin voru lögð niður. Togstreitunni lauk með því að tillaga starfskvenna var samþykkt með einni breytingu, sem kvað á um að innan samtakanna starfaði hópur þar sem konur gætu komið og tjáð sig um vandamál sín í vinnunni þ.e. hópur sem sæi um tengsl samtakanna við reynsluheim kvenna. Þessi breyting var grundvallar breyting til að samtökin héldu tengsl við hugmyndafræði kvenfrelsisstefnunn- ar (feminismans) segirGould (246—248). Fljótlega var tekið upp bráðabirgða skipulag og árið 1977 var búið að þróa skipulag sem lýsti ekki bara nefnd- um og störfum nefnda heldur einnig reglum um hvernig átti að velja talsmenn og forstöðukonur nefndanna. Verklýsingar fyrir hópana voru búnar til og ákvæði um árlega endurskoðun á stefnunni og skipulaginu (Gould, 1980: 243—247). Gould telur þessa lausn á togstreitunni skiljanlega því allar konurnar séu skrifstofustúIkur í fyrirtækjum þar sem er valdaskipulag. Þær séu í þjónustuhlut- verki neðarlega í pýramídanum og ekki ætlast til að þær sýni frumkvæði né komi með nýjungar. Því er ekki skrýtið, segir Gould að þessar konur hafi kosið yfir sig leiðtoga og stjórn. Hún bendir á að eftir sem áður og þrátt fyrir valdaskipulagið, haldi konurnar í ákveðna þætti sem tengja þær við kvenfrelsishug- sjónina. Þessir þættir finnast ekki í skipulagsheildum 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.