Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 18

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 18
Áfellisdómur yfir íslensku þjóöfélagi Hildur Jónsdóttir var virkur félagi í Rauðsokkahreyfing- unni síðustu órin sem hún starfaði. Hún tók þótt í umræðum um kvennaframboð sum- arið 1981 en tók af- stöðu gegn því þegar Ijóst var að það var hugmyndafræði kvennamenningarinn- ar sem ótti mestan hljómgrunn í hópnum. Hún hefur verið við fjölmiðlanóm í Dan- mörku undanfarin ór. I Danmörku, þar sem ég hef búið undanfarin ár, víkur fólk sér oft að mér og spyr hverju velgengni Kvennalistans sæti. Því, að allir hinir flokkarnir eru svo lélegir! Svona svara ég þeger ég er í tímahraki. En ætli ég mér að svara svo fólk skilji veit ég að eftir að ég hef opnað ó mér munninn get ég ekki lokað honum aftur í bráð — ekki fyrr en ég hef dregið inn í skýr- inguna lýsingar á ættarveldi í stjórnmálum, póli- tíska spillingu, elskuvinafélög karla, samtvinnun efnahagslega starfshætti, forystukreppu bæði til hægri og vinstri og margt, margt fleira. Eg þykist heppin ef ég slepp við landnám Ing- ólfs! Og ég ætla mér ekki þá dul að geta reitt sannleikann fram á borð fyrir einn eða neinn í þessu máli, hvorki hér né annars staðar, en vil hér á eftir nefna nokkur atriði sem mér finnst vega þungt þegar leitað er skýringa á tilkomu og vel- gengni Kennalistans. Svo ég dragi Dani aftur inn í þessi orð mín: Þeir eiga að vonum erfitt með að skilja hvernig það gefur farið saman í íslensku þjóðfélagi að kjósa konu til forseta, eiga sögu um eina glæsilegustu fjöldaaðgerð kvenna sem um getur, kvennaverk- fallið, hafa stofnað til kvennaframboðs og kvenna- lista, en sitja samt aftast á merinni sé miðað við önnur ríki Norðurlanda hvað varðar jafnrétti i raun. Með því á ég t.d. við launamismun, hlut kvenna í stjórnun þjóðfélagsins á öllum sviðum þess og aðgang að félagslegri þjónustu þegar konur annað hvort geta ekki eða vilja ekki lengur vera einar um að sinna þörfum fjölskyldnanna. Mér er engin launung á því að mér finnst verka- lýðsflokkarnir, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur, bera mesta ábyrgð á því að mjög margar íslensk- ar konur töldu nauðsyn á Kvennaframboðinu og seinna Kvennalistanum. A-flokkarnir tveir hefðu öðrum fremur átt að skilja alvöruna í kröfu kvenna um að stefnumálum þeirra yrði fylgt eftir af flokk- unum, sem a.m.k. í orði kveðnu voru þeim hlynntir. Þessir flokkar hefðu öðrum fremur átt að þekkja sinn vitjunartíma og skilja að kröfur kvenna voru og eru lýðræðiskröfur. í lýðræðinu felst lífsþróttur hvers stjórnmálaflokks. Þegar konur ákváðu að bjóða fram til borgar- og bæjarstjórna og seinna til Alþingis, var kveðinn upp einn þyngsti áfellisdómur yfir íslensku þjóðfé- lagi sem um getur. Alþýðubandalagið hefur á Islandi verið helsti farvegur andófsafla og grasrótarhreyfinga, sem hafa gert kröfur á hendur flokknum um annars konar starfshætti en öðrum flokkum eru tamir. Þeg- ar kvennaframboðið kom fyrst fram á árinu 1982 var þessi flokkur í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen og innan flokksins var verulega farið að þrengja um hvers kyns andófsöfl. Þessi flokkur galt svo ná- inna tengsla við verkalýðsforystuna, sem konum fannst hafa staðið sig slælega í málefnum kvenna, sem líka eru málefni láglaunafólks. Hvorki Alþýðu- bandalagið né verkalýðshreyfingin hafa síðan bit- ið úr nálinni með atburði þessara ára. Þegar þetta er skoðað er vert að rifja upp sprengiframboð Vilmundar Gylfasonar heitins. Þá varð Ijóst sem aldrei fyrr að mjög margir kjósendur voru tilbúnir til að losa um tengsl sín við hefð- bundnu stjórnmálaflokkana og veita þeim ráðn- ingu sem þeir gátu skilið. Tíðast hjó Vilmundur í málflutningi sínum að samtryggingu allra flokka, spillingu og samtvinnun efnahagslegs og pólitísks valds og að verkalýðsforystu, sem honum fannst steinrunnin og úr tengslum við raunverulegar þarfir venjulegs fólks. Þeir sem Vilmundur fann hljóm- grunn hjá stóðu eftir hans daga sem höfuðlaus her. Að mfnu viti varð Kvennalistinn helsti og kannski eini farvegurinn fyrir andóf að neðan sem kjós- endur hafa síðan átt völ á. Þetta andóf er undir merki kvennabaráttu, en er í mínum huga einnig nátengt því andófi sem t.d. Græningjar í V-Þýska- landi eru farvegur fyrir. í þessu Ijósi er auðvelt að finna skýringar á glæsilegri fylgisaukningu Kvennalistans í skoðanakönnunum að undanförnu. Holskefla pólitískra hneykslismála hefur gengið yfir þjóðina og enginn flokkur getur með hreinni sam- visku lýst sig frían að ábyrgð á þeim. Kvennalist- inn er einn með óflekkaðar hendur, á hvorki bein- an þátt í þeim, né í því valdakerfi sem veitir spill- ingunni skjól að þrífast í. Það er erfitt að spá um hversu lengi þetta ástand getur varað. Margar kvennalistakonur hafa sagt að þær bíði þess dags, þegar ekki verður lengur þörf fyrir sérstaka kvennalista. Endalok þeirra geta samt orðið með mörgum hætti. Bana- biti allra andófsafla getur orðið sá að ganga inn í það valdakerfi, sem þau eru sett til höfuðs. Hins- vegar finnst handhöfum valdsins ógaman að sjá púkann fitna á fjósbitanum og munu vafalaust reyna að stemma stigu við því. Þá hljóta aðrir stjórnmálaflokkar fyrr eða síðar að fara að átta sig á alvörunni að baki kröfum kvenna, ef þeir á annað borð vilja teljast verðugir fulltrúar almenn- ings í landinu og vettvangur fyrir raunverulegt lýð- ræði. En þess hafa konur lengi þurft að bíða og sú bið er sjálfsagt ekki úti í bráð. Hildur Jónsdóttir. 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.