Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 4

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 4
1. Ef samkomulag er meö ykkur hjónum um eignaskiptin þá tilkynnið þiö borgardómara (sýslumanni/bæjar- fógeta) hvers efnis þaö samkomulag er. Er þá skráö hvaö þiö eigið og hvaö þiö skuldið og síðan hvað hvort ykkar fær í sinn hlut og hvaða skuldir hver tekur að sér að greiða. Rétt er að taka fram að ráðlegt er, ef þið eigið einhverjar eignir að ráði, að hafa sett á blað hverjar eignir eru í bú- inu og hvaða skuldir og nákvæmar skýringar á því hvaða eignir og skuldir koma í hlut hvors ykkar og með hvaða hætti. Sérstaklega á þetta við ef ein- hver skilyrði eru fyrir yfirtöku eignarinn- ar eða hún miðist við að ákveðnar skuldir, sem hvíla á hlutum, séu jafn- framt yfirteknar. Að hafa skýran og afmarkaðan samning um eignaskiptin getur sparað mikil leiðindi og e.t.v. málaferli sem sprottið geta af óljósum og ónákvæm- um samningi. Oft er æskilegt, ef um yfirgripsmikil fjármálauppgjör er að ræða, að leitað sé sérfróðs aðila og fá aðstoð við samn- ingsgerðina og uppgjöriö. 2. Ef þið hjónin getið ekki orðið á eitt sátt um skiptingu eignanna þannig að bæði geti við unað, þá vísar borgar- dómari (bæjarfógeti/sýslumaður) máli ykkar til skiptaráðanda en hann er borgarfógetinn í Reykjavík, annars bæjarfógeti/sýslumaður. Tekur skipta- ráðandi þá eignir ykkar og skuldir til uppskriftar og opinberra skipta. Rétt er aö benda á að til mikils er að vinna fyrir ykkur að ná samkomulagi um eignaskiptin. Opinber skipti geta tekið langan tíma, verið slítandi og leið- inleg og síðast en ekki síst, þá eru per- sónuleg og viðkvæm málefni ykkar og hlutir orðin ópersónulegur hluti af starfi embættismanns. Einnig er sú leið dýr því skiptalaun eru nú V/2% af öllum eignum ykkar án tillits til skulda. 3. Hvaða hlutir teljast eignir og hvaða aðstæður geta skipt máli í þessu sambandi? Venjulegar spurningar sem vakna þegar hér er komið eru: Hverju er svo verið að skipta? Hvaða reglur gilda um sjálfa skiptinguna? Hvenær er sameig- Veru hafa borist 3 bréf. Þessi bréf eiga það sammerkt að óskað er eftir upplýs- ingum um eignaskipti við skilnað. Við teljum ekki rétt að fara hér í einstök mál, en birtum þess i stað kafla úr bæklingi Kvennaráðgjafarinnar um skilnað. Ef frekari aðstoðar er þörf, er rétt að benda á Kvennaráðgjöfina, en hún er opin á þriðjudagskvöldum frá kl. 20— 22 í Hlaðvarpanum, síminn er 21500. Þar má einnig fá umræddan bækling um skilnað. Við vonum að þessar upp- lýsingar komi að góðum notum. Kveðjur Guðrún og Brynhildur. inlegum fjárhag hjóna slitið? Geta að- stæðurfólks í hverju einstöku tilviki haft áhrif á skiptareglurnar? Hér skal leitast við að svara þeim at- riðum sem reynt getur á og fólk al- mennt þarf að vita um. Verður einkum miðað við það sem algengast er en ekki fjallað um þau atriði er sjaldnar reynir á. í lögum er talað um að þegar maður og kona giftast þá komi þau með það sem hvort um sig á í heild. Við gifting- una er farið að tala um þessar eignir sem hjúskapareign hvors um sig. Þessa eign má eigandinn nota og ráð- stafa eins og hann vill, þó með vissum hömlum er lög setja með hliðsjón af hagsmunum hins makans og barna þeirra. Þessi lagaákvæði miðast helst við það að hindra að hægt sé að selja eða veðsetja íbúðina sem fjölskyldan býr í án samþykkis hins makans. Einnig getur fólk gert með sér kaupmála, feng- ið arf eða gjöf, þar sem kveðið er á um að ákveðnar eignir verði séreign við- komandi eða þær eignir sem það tók með sér í hjúskapinn séu séreignir hvors um sig. Þegar hjón síðan skilja er farið að tala um að hjúskapareign hvors um sig skiptist í tvo jafna hluta sem kallast bús- hlutar. Hvort heldur þá helming frá sér og fær helming frá hinum þegar búið er að draga frá allar skuldir. Þetta skilst best með eftirfarandi dæmi, en athuga ber að séreignir koma ekki inn í skipti bús heldur standa fyrir utan það eigna- uppgjör. 4. Þegar einhverjar eignir eru til. Hjón sem búa í íbúð sem metin er á markaðsverði 3 milljónir króna. Hún er þinglýst eign mannsins. Á íbúðinni hvíla lán samtals krónur 1 milljón. Einn- ig á maðurinn bifreið sem metin er á gangverði 400 þúsund krónur. Hann á ógreidd meðlög með börnum 200 þús- und krónur. Ógreiddir skattar hans frá fyrra ári eru 100 þúsund krónur. Konan á bifreið sem metin er á 250 þúsund krónur. Á henni hvíla ógreiddar eftir- stöðvar 50 þúsund krónur. Einnig á konan 80 þúsund krónur á bankabók. Ennfremur á konan föðurarf sinn inni í óskiptu búi móður sinnar 400 þúsund krónur. Innbú á heimilinu er séreign konunnar samkvæmt kaupmála. Hjúskapareign mannsins er þannig: íbúð 3.000.000 Áhvílandi skuld 1.000.000 Bifreið 400.000 Ógreidd meðlög 200.000 Ógreiddir skattar 100.000 Samtals 2.100.000 Þessi hreina eign mannsins skiptist til helminga. Hann fær 1.050.000 krón- ur og konan fær 1.050.000 krónur. Hjúskapareign konunnar er: Bifreið 250.000 Bifreið 50.000 Ógr. eftirst. 50.000 Bankainnistæða 80.000 Samtals 280.000 Þessi hreina hjúskapareign konunn- arskiptist síðan til helminga, þannig að hún fær 140.000 og hann fær 140.000. í þessu sambandi athugast að arfur sem stendur inni f óskiptu búi kemur ekki með í eignaskiptunum. Ef aftur á móti arfurinn hefði staðið inni í dánar- búi sem er undir skiptum, arfurinn ekki kominn til greiðslu en væntanlegur, þá hefði hann reiknast með í eignaliðnum og komið til skipta. Konan hefði þá fengið í sinn hlut af arfinum krónur 200.000 og maðurinn 200.000. Innbúið er séreign konunnar og sam- kvæmt framansögðu og kemur því ekki til skipta. í lokauppgjöri skipta verður staðan þá þannig: Konan fær 140.000 búshluta úr sinni hjúskapareign. Konan fær 1.050.000 búshluta úr hjú- skapareign mannsins. Samtals 1.190.000 Maðurinn fær 140.000 búshluta úr hjúskapareign konunnar. Maðurinn fær 1.050.000 búshluta úr hjúskapareign sinni. Samtals 1.190.000 Helmingaskiptareglan er hin al- menna regla við skipti bús milli hjóna þó svo að lagareglur og uppgjör virðist flókin. Þegar litið er á tölurnar hérna að framan sést að þær eignir sem voru í búinu skiptast til helminga þegar skuld- ir hafa verið dregnar frá. Framhald í næstu Veru. 1

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.