Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 28

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 28
,,l upphafi varorðið, og orðið var hjó Guði, og orðið var Guð; það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið. í því var líf, og lífið var Ijós mannanna" Upphaf Jóhannesarguðspjalls. í þessum oröum kemur fram sú hugmynd aö guö/karl skapi heiminn úr oröi sínu einu saman. Kona kemur þar hvergi nærri. Svipuð hugmyndafræöi er ráðandi í öðrum trúarbrögðum en krist- inni trú s.s. í múhameðstrú og búddisma og sama er uppi á ten- ingnum í goðsögum um víða veröld. Guðdómurinn er alls staðar karlkyns. í kristninni er guðinn þríeinn, faðir, sonur og heilagur andi. Þrír karlar og engin kona. María mey er að vísu kölluð móðir hins hæsta en sannast sagna var hún það tæpast. Guð og heilag- ur andi urðu að notast við konu til að koma Jesú í heiminn, raun- verulegir foreldrar hans voru hins vegar hinir heilögu karlar. Þetta kemur líka heim og saman við þær hugmyndir gríska heimspek- ingsins Aristótelesar að móðirin leggi einungis til efnið í barnið en faðirinn andann eða sálina. Þess vegna var faðirinn eina foreldri barnsins. Þessar kenningar munu hafa verið þekktar í Gyöinga- landi fyrir 2000 árum og viðurkenndar af fræðimönnum. !—KVENNASAGA—, Þetta er fjórða greinin um kvennasögu og nú fjalla ég um gyðjur og goðsögur. Ég reyni að draga upp mynd af mismunandi hugmynda- heimi gyðjunnar og guðsins, segi fró tiíkomu guðs og sköpunartilraunum hans og loks færi ég nokkur dæmi um goðsögur þarsem sjó mó merki um gyðjur og gyðjudýrkun. Ef við setjum okkur í spor jarðarbúa í árdaga þegar hlutverk föð- ur í getnaði var óþekkt þá er ólíklegt að menn hafi hugsað sér upp- haf hlutanna á þennan veg. Þetta er a.m.k. í mótsögn við allt ann- að í ríki náttúrunnar. Mæður allra tegunda skapa lífið og fæða það. Hvort tveggja er eðlilegt og sjálfsagt en jafnframt dularfullt og undursamlegt. Lifið er heilagt og ósnertanlegt og þetta líf gefur móðirin börnum sínum og öllu sem lífsanda dregur. Hún býr yfir sams konar kosmískum sköpunarmætti og jörðin sjálf.1 En móð- irin er ekki einasta mýstísk, hún er líka jarðbundin og raunsæ. Hún var í árdaga vísindamaðurinn sem lærði að þekkja jurtirnar og grösin, fann upp eldinn, bjó til ílátin og fikraði sig áfram í matar- gerð og byggingalist og vann ávallt vísindalega og skipulega. Annars hefði mannfólkið ekki lifað af. Hún var líka kennarinn sem kenndi börnunum á umhverfið bæði hvernig lifa skyldi í samræmi við náttúruna og í sambýli við annað fólk. Þannig var móðirin/kon- an miðdepill samfélagsins. Hún var skaparinn og valdið var henn- ar. En þetta vald var ekki kúgunarvald. Það var hið góða vald, skapandi og uppbyggjandi.2 í hugarheimi fólksins hlatu því gyðja/kona að hafa skapað heim- inn ef menn veltu á annað borð fyrir sér upphafi veraldarinnar. Þessi gyðja var móðir og verndari, hluti af náttúrunni og sátt við eigin sköpunarverk. Oft var tréð tákn hennar, lífsins tré og það var heilagt eins og hún og mýstískt eins og hún og í því var að finna uppsprettu orkunnar, hinnar kosmísku alheimsorku. Það er ekki tilviljun að Urðarbrunnur í norrænni goðafræði er við rætur Asks- ins. Það þarf að vökva hann og halda honum lifandi og það gera einmitt konur, nornirnar Urður, Verðandi og Skuld. Örlaganornirn- ar sem voru ,,goðkunnar".3 Guð sest í dómarasæti í forna heiminum — fyrir daga feðraveldis - voru engir guðir til. Þeir voru óþarfir, karlar gátu ekki skapað og því þá að stofna til em- bættisfyrir þá? Þessgerðist ekki þörf og lengi, lengi virðast karlar hafa gert sig ánægða með að vera fyrst og fremst synir mæðra sinna. En þetta breyttist og fyrir nokkrum árþúsundum tóku guðir að skjóta upp kollinum og innan skamms urðu þeir allsráðandi. En það gekk ekki átakalaust fyrir sig. Hann þurfti að ryðja gyðjunni 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.