Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 25
Rætt við
Huldu Jensdóttur
Þeir tóku ekki neitt ógurlega hratt viö sér. En ástæöan fyrir því
að ég fór aö reyna þetta var sú aö þegar ég kom heim fékk ég
stööu umdæmisljósmóður í Garðahreppnum. Og þaö var venju-
lega þannig að þegar ég kom til aö taka á móti börnunum voru feö-
urnir skelfingin uppmáluð. Þeir stóöu á tröppunum og voru aö
fara, eöa fóru um leið og ég kom inn í húsiö. Þeir voru skelfingin
uppmáluöog vildu barakomast sem lengst í burtu. Mér þótti þetta
afar leiðinlegt og það þróaöist upp í aö um þaö leiti fór ég að halda
námskeiö fyrir veröandi foreldra sem varö til þess aö ég náöi betur
til pabbanna. En eigi að síður tók þaö langan tíma aö fá þá til aö
taka viö sér.
Svo um leið og við opnuðum hér var feðrum boðið aö vera viö-
staddir. Þaö var hægur gangur í þessu fyrst en nú þykir þetta sjálf-
sagður hlutur, ekki bara að pabbarnir séu viðstaddir, heldur mæö-
ur, vinkonur eöa vinir ef pabbinn er ekki til staðar. Svo aö þaö hafa
orðið gífurlegar breytingar.
Atti að víta mig eða jafnvel reka
úr Ljósmæðrafélaginu
Áður fyrr voru börnin þvegin og klædd og jafnvei lögð í vöggu,
áður en mæöurnar fengu þau til sín. Þér fannst ástæöa til aö
breyta því?
Já, ég hef alltaf látið mæðurnar fá börnin sín í fangið strax því
aö ég tel þaö mjög mikilvægt fyrir tengslamyndunina. En þaö þótti
ekkert sjálfsagt, ég þurfti jafnvel aö berjast fyrir því hér innan
veggja. Áriö 1974 kom út bók Le Boviers, franska læknisins, um
áhrif umhverfisinsábarnið ífæöingu. Þartalarhann um að móðir-
in fái barnið í fangið áður en skiliö er á milli, en viö höföum alltaf
skiliö á milli og sogið upp úr barninu áöur en þaö var lagt i fangið
á móöurinni. Hann sem sagt gekk aðeins lengra og ég hugsaði
meö mér, hvers vegna ekki? Svo ég sagöi: „Elskurnar mínar, auö-
vitað gerum viö þetta. Látum móöurina hafa barnið strax í fangiö
og sjúgum upp úr barninu þar og skiljum á milli þar einnig.“ Þetta
kostaöi ægileg læti, m.a. fannst sumum ástæöa tl aö reka mig úr
Ljósmæðrafélaginu. Þaö kom sem betur fer ekki til þess, þar sem
Ijósmæður stóðu aö fullu og öllu með mér. En þaö var eins og ég
heföi verið aö gera eitthvaö sem var rangt. Þáverandi yfirlæknir
Fæöingardeildar Landsspítalans sagöi í útvarpi að þessi aðferð
yröi aldrei tekin upp þar og tvær Ijósmæður sem notuðu hana
fengu tiltal.
Var eitthvaö fjallað um þessa svokölluðu frönsku fæðingu á op-
inberum vettvangi?
Já, já. Ég var m.a. beðin um aö segja frá henni í útvarpinu en
þegar sumir læknar fréttu það, var þjarmað svo aö mér aö ég ætl-
aöi aö hætta við. En vegna þess aö starfsfólkinu hér fannst ekki
koma til greina aö ég hætti við, lét ég til leiðast. Þess má geta að
Guöjón Guðnason yfirlæknir á Fæðingarheimilinu kom líka í um-
ræddan þátt í útvarpinu til aö ræða um frönsku fæðinguna.
En hvaö meö konurnar vildu þær aö þessi aðferð væri notuð?
Fyrst til að byrja meö fórum viö þá leið vegna kringumstæðna
að konurnar sjálfar þurftu aö biöja sérstaklega um hana, en svo
Það var eitthvað snarbogið við þetta!
Eftir námið fór ég til Svíþjóðar og vann þar á stórum spítala og
þar sannfærðist ég enn betur um að það var eitthvað snarbogið
viö þetta allt saman.
Og svo gerðist þaö aö ég fór til Noregs, til systur minnar sem
býr þar í sveit. Hún átti von á barni og ég ætlaöi aö aðstoða Ijós-
móðurina, en þegar til kom var hún veik. Þaö var vonskuveður,
hvorki hægt að fara frá húsinu né aö því. Þaö varö úr aö ég tók
á móti barninu þarna við olíulampa og kolaofn. Hún átti tvö börn
fyrir og þau sváfu í sama herbergi. Þarna sat ég hjá henni elsku
systur minni og þaö heyrðist hvorki hósti eöa stuna, þetta var sú
fegursta fæðing sem ég hafði nokkurn tíma upplifað, ég fæ enn
gæsahúö þegar ég hugsa um hana. Þarna kynntist ég af eigin
raun einhverju sem undirstrikaöi mínar skoðanir.
Voru skelfingin uppmóluð
Hvernig gekk að fá feður til að vera viðstadda fæðingar barna
sinna og taka meiri þátt i þessum atburðum?
25