Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 40
UM VIRÐISAUKASKATT,
KAUPLEIGU OG
FRAMHALDSSKÓLA
Um síöustu daga nýliöins þings voru allnokkur ,,stór-
mál“ afgreidd frá þinginu svo sem frumvarp til laga um
viröisaukaskatt, frumvarp um framhaldsskóla og kaup-
leigufrumvarpiö svokallaða. Ekki má gleyma máli sem
fjölmiðlafólk virtist meta sem eitt mesta stórmál ís-
lenskra stjórnmála, en þaö er aö bjórmálið svokallaöa.
Það var ekkert til sparað til aö fjalla sem ítarlegast um
bjórmáliö og var t.d. útvarpað beint frá atkvæðagreiðsl-
um i báöum deildum í því máli, á endanum var bjórinn
samþykktur þannig að vonandi finnur fjölmiölafólkiö sér
nú annað mál til að taka jafn föstum tökum, eða ætli þaö
séu kannski engin önnur mál í þinginu sem fólk vill fylgj-
ast jafn vel með? Nóg um bjórinn hér.
Kvennalistinn andvígur virðisaukaskatti
Víkjum þá að frumvörpunum þrem sem nefnd voru
hér að framan og samþykkt, Kvennalistakonur greiddu
atkvæði gegn frumvarpinu um virðisaukaskattinn og
lögðu fram nokkrar breytingatillögur sem ekki voru
samþykktar. I nefndaráliti sem Kvennalistinn stóð að
með Alþýðubandalagi eru færð rök fyrir því hvers vegna
við erum á móti frumvarpinu og ætla ég að rekja þau hér
I stuttu máli. En það er rétt aö taka það fram að skattpró-
sentan sem var samþykkt var hvorki meira né minna en
22% sem á að koma í stað núverandi söluskatts.
í fyrsta lagi fól f rumvarpið það í sér að matarskatturinn
illræmdi er festur í sessi, en víðast hvar annars staðar
eru matvæli undanþegin slíkum skatti eða mjög lágt
skattlögð. Kvennalistakonur lögðu til að matvæli yrðu
undanþegin virðisaukaskatti. í öðru lagi er aðeins ein
skattprósenta sem útilokar þann möguleika að flokka
vörur og þjónustu með tilliti til mikilvægis fyrir almenn-
ing. í þriðja lagi felur upptaka virðisaukaskatts í sér
aukna skriffinnsku og veldur auknum tilkostnaði og fyr-
irhöfn bæði fyrir hið opinbera og atvinnulífið almennt. í
fjórða lagi efumst við um að skattsvik muni minnka það
verulega við upptöku virðisaukaskatts að það skipti
sköpum fyrir þjóöarbúið. í fimmta lagi er ætlunin sam-
kvæmt frumvarpinu að leggja 22% skatt á ýmsa menn-
ingarstarfsemi sem áður var undanþegin söluskatti.
Þessu atriöi mótmæltu Kvennalistakonur sérstaklega
og lögðu fram breytingartillögu um það. Einnig á að
skattleggja bókaútgáfu að fullu samkvæmt frumvarpinu
en við lögðum til að íslenskar bækur yrðu þar undan-
skildar. í sjötta lagi teljum við að full skattheimta af ís-
lenskum landbúnaðarvörum geti orðið til þess að staða
íslensk landbúnaðar muni enn versna, því verö land-
búnaðarvara muni enn hækka með þessari ráðstöfun.
í sjöunda lagi gagnrýndum við það vinnulag að setja all-
flest ágreiningsefni varðandi virðisaukaskattinn í nefnd
í sumar og kemur þar glöggt fram að frumvarpið sjálft
hefur ekki verið nægilega vel undirbúið í upphafi frá
hendi stjórnarinnar. En sem sagt frumvarpið fór í gegn
þrátt fyrir hörð mótmæli stjórnarandstöðu, nokkurra
stjórnarliða og ýmissa aðila utan þingsins, ekkert dugði
til, kerfið krafðist skattsins síns.
Gallað framhaldsskólafrumvarp
Frumvarp til laga um framhaldsskóla var samþykkt
þann 9. maí, en frumvarpið var samið og undirbúið af
nefnd sem skipuð var í desember 1985. Töluverð um-
ræða og gagnrýni kom fram varðandi framhaldsskóla-
frumvarpiðog töldu Kvennalistakonurfrumvarpiðgallað
að ýmsu leyti þó svo að Ijóst væri að nauðsynlegt sé að
setja rammalöggjöf um framhaldsskólana. Kvennalista-
konur gerðu sérstaklega athugasemdir við stjórnunar-
þætti frumvarpsins. Þar er fyrst til að taka að skóla-
nefndir eiga nú að vera skipaðar fimm einstaklingum,
fjórum pólitískt kjörnum og einum skipuðum af mennta-
málaráðherra. Þarna þykir okkur fagleg sjónarmið fyrir
borð borin. Hins vegar gleymast ekki faglegu sjónar-
miðin þegar fjallað er um sérstaka fagmenntun svo sem
iðnnám eða nám i sjávarútvegsfræðum. Kvennalistinn
lagði til að dregið yrði úr valdi skólanefnda og í staðinn
yrði það falið skólaráði sem skipað er fulltrúum nem-
enda og kennara. Auk þess sem faggreinafélögum,
deildarstjórnum og fleirum yrði falin stærri hlutur í
stefnumótun skólastarfsins en gert er ráð fyrir í frum-
varpi menntamálaráðherra. Þess má geta hér að í um-
sögnum um frumvarpið frá kennslumálanefnd HÍ og
Bandalags kennarafélaga koma sömu sjónarmið fram
varðandi skólanefndirnar og valdsvið þeirra. En það
dugði ekki til, það náðust ekki fram neinar breytingar á
frumvarpinu í þá átt sem við lögðum til.
Kaupleiguna til ríkisstjórnarinnar
Víkjum þá næst að svokölluðu kaupleigufrumvarpi,
en það var lagt fram eftir áramótin og samþykkt 9. maí.
Kvennalistakonur lögðu til að frumvarpinu yrði vísað til
ríkisstjórnarinnar og kaupleigukerfið yrði tekið inní end-
urskoðun sem á að farafram í sumar á húsnæðiskerfinu
í heild sinni. Kvennalistinn hafnaði alls ekki kaupleigu-
kerfinu sem hluta af húsnæðiskerfinu heldur teljum við
að nauðsynlegt sé að tryggja fjármagn til kerfisins og að
tengja það við það kerfi sem nú er í gildi.
í nefndaráliti Kvennalistans um hið svokallaða kaup-
leigukerfi segir m.a. „Meginhugmyndin að baki frum-
varpinu er jákvæð en 1. minni hl. (Kvennalistinn) telur
ekki tímabært að koma á nýju kerfi við hlið þess sem fyr-
ir er án þess að heildarstefna sé mótuð og án þess að
fjármagn til þess sé tryggt. . . Kvennalistinn leggur
áherslu á nauðsyn þess að endurskoða húsnæðislána-
kerfið í heild m.a. með það að markmiði að auka fram-
boð á leiguhúsnæði, félagslegum íbúðum og úbúðum
með búseturéttarfyrirkomulagi.“ Ennfremur segir í um-
ræddu nefndaráliti ,,Á þessu ári er áætlað að verja 273
millj. kr. í félagslegar kaupleiguíbúðir hjá Byggingar-
sjóði verkamanna en samkvæmt fjárlögum eða lánsfjár-
lögum hefur ekki verið gert ráð fyrir að verja neinu fé í
almennar kaupleiguíbúðir. Þá er athyglisvert að ekki
liggur fyrir neitt um það hve miklu af því fé, sem áætlað
er að Húsnæðisstofnun ríkisins hafi til ráðstöfunar á
næstu árum, fari í kaupleiguíbúðir. Fjármögnun þessara
nýju lánaflokka er því í mikilli óvissu. Látið er að því
liggja að fjármagn verði tekið af fé annarra lánaflokka
Húsnæðisstofnunar og sett í kaupleiguíbúðir. Þetta get-
ur leitt til enn meira öngþveitis og óvissu í húsnæðis-
málum en nú er.“
Þess má geta hér að Kvennalistinn á fulltrúa í þeirri
nefnd sem hefur verið falið að endurskoða húsnæðis-
löggjöfina í sumar, en það er Kristín Ástgeirsdóttir sem
hefur tekið að sér það verkefni. Og fyrst ég er að nefna
nefndarstörf í sumar þá má geta þess hér að Unnur
Steingrímsdóttir verður í nefnd um sjávarútveg með
megináherslu á endurskoðun kvótalaganna.
Hér að framan hef ég aðeins fjallað sérstaklega um
þrjú lagafrumvörp frá ríkisstjórninni sem náðu fram að
ganga en alls voru samþykkt 77 lög frá Alþingi sl. vetur.
40