Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 21

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 21
I svefnrofunum heyri ég rödd dóttur minnar. „Pabbi býr ekki hér." Karlmannsrödd heyrist ógreinilega. Djúpur bassi. Ég vakna alveg. Ég fdlma eftir einhverju til aö kasta yfir ndttfötin. Hvíta peysan. Berfœtt staulast ég yfir legókubba. Djöfuls drasl er alltaf hérna. Svartur skuggi stendur í dyrunum. Býöur gott kvöld. ,,Hann lœsti sig úti" segir dóttir mín hreykin. Veit meir en ég. ,,Ég lœsti lyklana aö íbúöinni inni í bílnum." „Jó" segi ég og toga I tagliö í hnakkanum. „Mœtti ég fá aö nota hlerann til aö komast upp. Ég hleyp til, nœ I stól. „Sjálfsagt. Hvaö segiröu, lœstur úti, já." „Já, klaufaskapur. Svo er enginn heima." Ég furöa mig á aö hafa ekki séö hann áöur. Búin aö búa hér í tœpt ár. Hvaö hef ég veriö aö gera I bráöum heilt ár. Hann tekur viö stólnum. Höndin er hringlaus. „Hver er ekki heima?" Mér fipast. Hann horfir á mig og ég veit, aö ég roöna. Þaö er þó kostur aö vera ekki oröin svo gömul aö geta ekki roönaö. „Skrítiö, aö vita ekki hverjir búa I sama húsi." Hann tekur stólinn. „Ég held ég þurfi eitthvaö upp á stólinn. Lofthœöin I þessum gömlu húsum. er svo mikil." „Lítill skemill leysir mikinn vanda." „Vanda vanda gœttu þinna handa." Viö hlœjum bœöi. Nú er hann kominn upp á skemilinn, upp á stólinn, upp. Ég horfi upp eftir líkama hans. „Ég skal styöja viö." Tek um stólfœturna svo hnúarnir hvítna. „Ég vil ekki þú dettir." „Viö búum hérna brœöurnir og þetta er herbergiö hans. Fullt af drasli ofan á hleranum." Oröin koma hœgt og meö andköfum. Hann stritar viö hlerann. Ég horfi niöur, því mér finnst hann fara hjá sér aö ráöa ekki viö hleraskömmina. „Nú skil ég fótatakiö. Þetta eru aldeilis prammar" dettur út úr mér. Hann er í útvöönum hvítum íþróttaskóm, risastórum. Ég lít aftur upp. Allur líkaminn viröist risastór. Risastór. Mig svimar. Hann stendur meö hendurnar upp yfir höfuöiö. Lófarnir styöja á hlerann og hann minnir á guöinn Atlas, — eöa var þaö Herkúles? Hann horfir niöur til mín. Viö horfumst í augu og allt í einu man ég eftir því, aö ég fór síöast í baö i fyrradag. Mér sárnar viö sjálfa mig. En hann brosir samt svo fallega, aö ég verö glöö og finn jafnvel til. Hann hefur talandi augnaráö. Ég veit aö hann lýgur ekki þessi, Ekki meö svona góöleg augu. Nú er hlerinn opinn. „Þetta cetlar aö veröa basl. Aö komast heim til sln." (Þú mátt gista). „Geturöu nokkuö..." (Já, ég á aukarúm) „hjálpaö mér..." (og ef þaö er of þröngt, tekur mitt rúm tvo meö léttum leik). „ef ég mœtti aöeins” (í léttum leik) „stíga aöeins á öxlina á þér..." (þó þú sért stór og stœöilegur og örugglega þungur) „ég skal reyna aö vera léttur" (yndislega þungur) „Svona já. Nú spyrni ég." (fínt) „Þaö haföist. Þakka þér kœrlega fyrir hjálpina." Eungur hlerinn lokast yfir höföi mér. Ég ligg á gólfinu. Mig verkjar I hœgri öxlina og þaö er skófar á hvítu peysunni. Smásaga eftir Hönnu Láru Gunnarsdóttur ‘i V 1 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.