Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 9

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 9
OG HUGMYNDAFRÆÐIN A BAK VIÐ HANN Hvert liggja ræturnar? Kvennalistinn er einstakt tyrirbæri í hópi kvenna- hreytinga heimsins eins og nú standa sakir. Hann er einstakur vegna þeirrar baráttuleiðar sem við höfum valið og hann er einstakur fyrir þann árangur sem náðst hefur. Þar með er ekki sagt að Kvennalistinn hafi sprottið upp úrengu eða eigi sérekki sögulegar rætur. Rætur okkar teygja sig niður í djúpin, aftur í aldirnar til reynslu formæðra okkar og baráttu kvenna í rúm 200 ár. Það er efni þessarar greinar að greiða ræturnar í sundur svo að við megum betur skiija hvaðan við erum komnar og hvert leiðin liggur. Kvennalistinn byggir á þeirri grundvallarhugmynd að konur hafi sérstöðu, þær séu öðru vísi en karlar og að það kalli á sérstakar aðgerðir. Kvennalistinn byggir einnig á þeirri staðreynd að staða kvenna er mun lakari en staða karla og því að við séum að glíma við aldagamalt kerfi (hugmynda- og stjórn- kerfi) — hið svokallaða karlveldi — sem hefur hag af því að halda konum niðri. Þá er það ein megin hug- mynd okkar að konur eigi erindi út i samfélagið til að breyta því og bæta og að til þess að það sé gerlegt þurfi konur að sameinast um ákveðna hugmynda- fræði. Við trúum því að konur eigi ákveðna sameig- inlega reynslu; reynslu af því að alast upp sem konur og að lifa sem konur í okkar samfélagi með öllu sem því fylgir. Við höfum reynt að byggja upp ákveðna samfélagssýn og móta stefnu útfrá henni. Þessi sýn á samfélagið byggir m.a. á því að við séum sam- ábyrg, eigum að vinna saman í þágu allra, skipta með okkur ábyrgð og völdum (valddreifing), þar með verði jafnrétti þegnanna tryggt í samfélagi sem ekki treystir völd hinna fáu á kostnað hinna mörgu. I framhaldi af þessu tekur stefna okkar ætíð mið af hin- um verstsettu. Við höfum stundum bentá að þærskil- greiningar sem notaðar eru á samfélagið duga ekki, því þærganga aðeins útfrá körlum, ekki konum. Við höfnum hvers kyns valdbeitingu og hernaðarbrölti, viljum byggja upp jákvæða sjálfsmynd kvenna, draga kvennamenninguna eða það sem eftir er af henni fram í dagsljósið. Niðurstaðan af öllu saman er svo sú að konur verði sjálfar að grípa til sinna ráða, það geri það enginn fyrir þær og þar af leiðandi var framboðsleiðin valin. Aðrar leiðir höfðu verið reynd- ar með takmörkuðum árangri. Eg ætla hvorki að fara út í það ástand sem kallaði á þessar hugmyndur né þær aðstæður sem gert hafa Kvennalistann að stjórnmálaafli sem ekki verður fram hjá gengið, heldur að taka fyrir þau atriði sem hér að framan eru nefnd. Sérstaða kvenna Frá því að fyrst var farið að skrifa um stöðu kvenna á 18. öldinni hefur verið deilt um það hvort konur séu eins og karlmenn eða hvort þær hafi einhverja sér- stöðu. Þeir sem sögðu að konur og karlar væru eins gengu auðvitað út frá því að konur ættu að njóta fyllstu réttinda. Leiðin til þess varað gera sömu kröfur til kvenna og karla, veita kynjunum sams konar upp- eldi og sams konar skólagöngu, opna konum mögu- leika út í samfélagið. Reyndar voru flestir þeirrar skoðunar að staður konunnar væri eftir sem áður á heimilinu, en til að geta gegnt eiginkonu- og móður- hlutverkinu með sóma yrðu konur að vera jafnrétthá- ar körlum. Leiðin til jafnréttis lá samkvæmt þessum hugmyndum í gegnum lagabreytingar. Þær konur sem voru á öndverðum meiði sögðu sem svo að staða kvenna og sú staðreynd að þær ala af sér börn skapi konum sérstöðu. Þessi sérstaða hafði í þeirra huga bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Hin jákvæða var m.a. samviskusemi, fórnfýsi, skynsemi og siðferðiskennd kvenna sem þær töldu standa mun ofar siðferði karla (enda horfðu þær upp á þrælahald, dráp á indíánum, borgarastyrjöld í Bandaríkjunum og nýlendustefnu Evprópuríkjanna í bland við kúgun alls almennings). Neikvæða hliðin var réttleysi og neyð margra kvenna sem til að mynda leiddi konur út í vændi. Sérstaðan hlaut að dómi kvenna að leiða til aðgerða á vinnumarkaðn- um (t.d. sérstakrar vinnuverndar í þágu kvenna) og krafna um sérstök réttindi t.d. fæðingarorlof og að- stoð við einstæðar mæður. Báðir þessir straumar einkenndu kvenréttinda- hreyfinguna gömlu. Krafist var réttinda á jafnréttis- grundvelli en um leið sérstakra aðgerða í þágu kvenna. Siðast á 7. áratug þessarar aldar var sú stefna ríkjandi að kynin væru eins, sem í raun fól í sér að konur áttu að afneita öllu kvenlegu og að verða sem líkastar körlum jafnt í starfsvali sem klæðaburði og klippingu. Þarmeð varviðurkenntaðgildismatog áherlsur karlasamfélagsins væru hið eftirsóknar- verða. Konur 19. aldarinnar komust fljótlega að því að lagabreytingar dugðu skammt, aðrir þröskuldar úti í veröldinni sem og innan sálartetursins urðu á vegi kvenna. Eins fór með okkur. Jafnréttishugmyndirnar gengu ekki upp, konur og karlar stóðu, einfaldlega ekki jöfn að vígi. Sú staðreynd að konur fæða börn skapar þeim sérstöðu sem samfélagið verður að taka tillit til og skipuleggja vinnumarkaðinn og fé- lagslega þjónustu í samræmi við það. Það sem við bættum við hugmyndir 19. aldar kvenna, var hörð gagnrýni á gildismat karla, vinnuaðferðir þeirra og valdauppbyggingu samfélagsins. Ég tel að umræð- an um vígbúnaðarkapphlaupið og sjálfvirkni við alla ákvarðanatöku og stjórnun hafi opnað augu margra fyrir nauðsyn grundvallarbreytinga á uppbyggingu 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.