Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 24

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 24
Hulda Jensdóttir hefur veirð forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur frá því að það tók til starfa. hað er óhætt að segja að hún hafi átt stóran þátt í að bylta viðhorfum fólks til fæð- inga hér á landi. Konur sem eignuðust sín fyrstu börn fyrir 15—20 árum og hafa ny/lega eignast sín síðustu börn, hafa upplifað ótrúlegar breytingar. Margt af því sem Hulda breytti og sem kostaði hana mikil átök og þrautseigju þykja nú sjálf- sagðir hlutir. Má þar nefna að verðandi mæður læra slökun og öndun við fæðingu, feður eru viðstaddir fæðingar barna sinna, mæðurnar fá börnin í fangið um leið og þau fæðast og áður en skilið er á milli, þau eru sett strax á brjóst og systkini fá að koma í heimsókn, svo að fátt eitt sé talið. VERA spurði Huldu fyrst að því hvaðan hún hefði fengið þessar hugmyndir? „FÆÐING ERÞAÐ EÐULEGASTA Þaö sem réöi ferðinni var nú kannski fyrst og fremst afstaöa mín til þessara mála, mér fannst alltaf aö eitthvaö hlyti aö vera rangt viö þaö hvaö fæðingar voru erfiðar konum almennt. Þaö tók kannski þrjá sólarhringa fyrir konu aö fæöa. Við konur vitum þaö mætavel að fæöing er þaö eðlilegasta sem til er, en þetta var gert aö stórmáli meö því að standa rangt aö því. Og vitaskuld eru tengsl á milli afstöðunnar til þess hvaö fæðing er og þess hvernig hún gengur fyrir sig. í Ljósmæðraskólanum heyrði ég minnst lítillega á ágætan mann, Grandley Dick Raed, og þaö sem hann var aö gera í London. Hann var búinn aö gera sér grein fyrir því aö eitthvað væri rangt við þaö hvaö konur þjáöust óhemjulega í sambandi við fæöingar. Þetta renndi stoðum undir mínar hugmyndir og ég tók mig til og las allt sem ég náði í eftir hann. Seinna lá leið mín til Eng- lands og ég komst á námskeiö hjá honum og vann síðan í hálft ár þar sem hann starfaði. Hann haföi mikil áhrif á mig, og þegar ég kom heim byrjaöi ég aö halda námskeiö fyrir verðandi mæöur. Þetta var seinni hluta árs 1953. Árið eftir hófst foreldrafræðsla fyrir alvöru og færri komust aö en vildu. 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.