Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 26

Vera - 01.07.1988, Blaðsíða 26
„...ég var tekin í gegn fyrir þetta uppátæki“ Þetta öryggistal gengur út í öfgar En svo að við snúum okkur að öðru, fæðingum á Fæðingar- heimilinu hefur fækkað mikið. Kanntu einhverja skýringu á því? Þegar Fæðingarheimilið opnaði var það móðins, þá höfðum við gamla fæðingardeild sem var illa búin. Við opnuðum hér, reyndar í gömlu húsi en allt ný uppgert, ég kem með fyrstu sogklukkuna Það er sennilega tiltölulega auðvelt að höfða til barnshafandi kvenna á þennan hátt. Þær eru lika fáar sem treysta sér til að taka ákvörðun, þvert á vilja læknisins og sitja svo uppi með sektar- kennd ef eitthvað fer úrskeiðis. Jáog þaðerósköpeðlilegt. En ég held aðáróðurinn hafi nú eitt- hvað minnkað... En hvað sem öðru líður þásækja konur ekki nógu mikið hingað og þess vegna hefur verið fækkað verulega rúmum. gerðist það æ ofan í æ að konur höfðu ætlað að viðhafa frönsku aöferðina, en I hita leiksins þá gleymdu þær því og urðu alveg mið- ur sín á eftir. Þá ákváðum við að taka þetta upp alfarið og nú þykir þetta mjög eðlilegt. Það hefur svo óskaplega margt breyst i sam- bandi við fæðingar á stuttum tíma. Ég get nefnt sem dæmi að nú eru börnin lögð á brjóst strax eftir fæðingu en hér áður fyrr var bannað að leggja þau á brjóst fyrr en eftir 24 klukkustundir og ekki veit ég hvað ég fór margar ferðir til barnalækna til að spyrja hvers vegna það mætti ekki. En ég fékk engin svör. Svo fórum við með þetta niður í 12 tíma, síðan 6 tíma og hvað gerum við nú? Við leggj- um börnin strax á brjóst. Líffræðilega séð er þetta mjög af hinu góða. Um ieið og barnið sígur hefur það áhrif á legið, til dæmis. Einhverjar skýringar hefur þú fengið á þessum 24 tímum? Jú t.d. þá, að konur væru svo þreyttar eftir fæðinguna að þær þyrftu að hvila sig. En flestar konur sem hafa fætt vita að það er eins og þreytan hverfi fyrst eftir fæðinguna og einmitt þaö augna- blik er svo dýrmætt, þá er barnið oft svo vel vakandi. Svo geta liðið margir dagar án þess að hægt sé að sjá það með augun opin. Auðvitað er engin að tala um að leggja barnið á brjóst ef konan er þreytt og treystir sér ekki. En það tilheyrir undantekningum. Því ekki að leyfa konunni sjálfri að ákveða til hvers hún treystir sér? Já ætli karlar hafi ekki ráðið fullmiklu um þessi mál hingað til. Eg var búin að gleyma að það hefði verið öðruvísi Það voru líka nýmæli að börnin fengu að vera inni hjá mæðrun- um í kvöldheimsóknartímunum eða svokölluðum pabbatímum. Já mér þótti það alltaf sjálfsagður hlutur. Áður tíðkaðist það að pabbarnir fengu aðeins að sjá börnin sín í gegnum gler og þaö er ekki svo langt siðan að það hékk uppi stórt skilti á fæðingardeild- inni þar sem á stóð: Aðgangur barna yngri en tólf ára bannaður. Hvernig mæltistþað fyrir, ekki aðeins að leyfa börnum að koma inn á Fæöingarheimilið, heldur líka að leyfa eldri systkinum að vera inni hjá nýfæddu börnunum. Þetta er nú orðinn svo sjálfsagður hlutur að ég var búin að gleyma að það hefði verið öðruvísi. En það er rétt, þetta með að draga feður og systkini inn til nýfæddu barnanna fékk nú ekki góð- ar undirtektir hjá sumum. Ég var tekin í gegn fyrir þetta uppátæki mitt eins og svo margt annaö og mikið talað um smithættu. En börnin eru ekki steril, þau þurfa að búa sig undir að koma heim og er þetta ekki bara ágætt stökkbretti? Ég hef aldrei vitað til þess að nokkurt barn hafi haft illt af því að fá systkini sín í heimsókn. Þetta smithættutal á ekki rétt á sér nema faraldur sé á ferð. En kvefað fólk og sjúkt á að sjálfsögðu ekkert erindi í heimsókn til sængurkvenna. til landsins, við fengum fyrsta Monitorinn, nýjustu gerð af fæðing- arrúmum og yndislegar barnavöggur, svo að eitthvað sé nefnt... ...og allar þær nýjungar sem við höfum talað um... Já, og þannig gekk þetta. Hér var allt yfirfullt, þar til nýja kvennadeildin á Landspítalanum opnaði. Það varmikiðfjallað um hana I fjölmiðlum. Það var líka mikið talað um öryggi og ég veit, þó að maður eigi auðvitað ekki að segja það, að læknarnir ráku áróður sjálfrátt eða ósjálfrátt fyrir því að konur færu þangað. Þeir sögðu við konur sem komu í skoðun til þeirra: ,,Þú kemur til mín á Kvennadeildina og þú verður að fæða þar sem öryggið er.“ Svo sjá konurnar kannski þennan lækni sinn aldrei þessa daga sem þær eru þar. Og öryggið, ég spyr, hver er munurinn? Fæðingar- deildin hefur mér vitanlega engin tæki sem við höfum ekki. Þar er að sjálfsögðu skurðstofa og gjörgæsla, en það eru bara nokkrir metrar yfir götuna. Það er jafnvel styttra á milli okkar og Landspít- alans heldur en á milli deilda á sumum sjúkrahúsum. Þannig að á meðan verið er að gera skurðstofuna í stand er hægt að koma konunni yfir. Og gjörgæslan á auðvitað að þjóna öllu landinu. Eru mikil brögð að þvi að flytja þurfi konur á milli? Nei, mjög lítil, en það hefur líka alltaf verið Ijóst að allar konur sem eitthvað er afbrigðilegt með, þær sem eru með þrönga grind og þurfa að fara í keisaraskurð, konur sem eru veikar, sykursjúkar o.fl. þær eiga að fæða á Landspítalanum. Eftirlit með barnshaf- andi konum hefur mjög mikið gildi, það er besta fyrirbyggjandi að- gerðin. En þetta öryggistal það gengur út Iöfgar. Fyrir mér er þetta alvarlegur atvinnurógur. Vildu fö allt undir sinn hatt

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.