Vera - 01.10.1989, Page 3

Vera - 01.10.1989, Page 3
Undanfarin ár hafa verið mikil óvissa í íslenskum landbúnaði svo ekki sé dýpra í árina tekið. í stað sífelldrar aukningar framleiðslu er nú reynt að minnka hana. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að margir bændur verða að hætta búskap því ekki er endalaust hægt að minnka við alla. Eðlilega hætta þeir fyrst sem eru með minnstu búin og þeir sem komnir eru á eftirlaunaaldur. Mörgu fólki er það ábyggilega erfitt að slíta sig upp frá æskuslóðum og öllu sínu lífsstarfi, í það minnsta er það svo með þá sem hér held- ur á penna. Fyrst er til að taka að sætta sig við að breyta um umhverfi og sættast við nýtt hlutskipti. Að því búnu er að huga að sölu bústofns, fullvirðisréttar og jarðar auk véla. Þá fer nú margt að verða skrítið í kýrhausnum svo ekki sé meira sagt. Við erum nefnilega alin upp við hugmyndirnar hans Bjarts í Sumarhúsum um sjálfstæði og frelsi bænda sem á að vera kjölfestan í íslensku þjóðfélagi. En draumur er eitt og veruleikinn annað, því er nú verr. Vélar mega bændur selja og reyndar skepnurnar líka ef einhver hefur nógan fullvirðisrétt. Þá er framleiðslurétturinn eftir og nú má ekki selja hann, bara leigja, sem er að mínum dómi hæpið að fólk geti haft tekjur af búvöruframleiðslu löngu eftir að það er hætt búskap. En ef fullvirðisréttinum er ekki ráðstafað fellur hann niður eftir tvö ár. Síðan er svo jarðarsalan sem ekki gengur alltaf auðveldlega fyrir sig því nú erum við komin að brotalöm í kerfinu sem er forkaupsréttur sveitarfélaga að jörð- um. Þessi réttur er einn helsti þröskuldurinn fyrir eðlilegri jarðasölu því það er ekki mönnum bjóðandi að geta ekki selt eigur sínar þeim sem maður vill. Væri það óskandi að Alþingi breytti jarðalögum á komandi þingi þannig að allir þegnar þessa lands sætu við sama borð í fjárfestingum á fasteignum. Það er jafnréttismál og þó fyrst og fremst mannréttindamál að ekki sé hægt að svíkjast aftan að manni eins og þegar hrepps- nefndir ganga inn í kaupsamning til að láta aðila hafa jarðir er seljandi hefði aldrei látið hafa, enda kannski aldrei falast eftir. Þegar ég tók að mér að skrifa pistil í VERU var nú ekki mein- ingin að fjalla um jarðasclur en eftir að hafa lent í þeim hremm- ingum sem þessu fylgir þá get ég ekki orða bundist. Stöðu jarðaseljenda í dag má hiklaust líkja við stöðu Gyðinga í Þýskalandi nasista svo björguleg sem hún var. Eflaust finnst mörgum of djúpt í árina tekið með þeirri samlíkingu og von- andi er það rétt. Að hliðstæður sem þessar skuli koma upp í hugann ætti í það minnsta að fá menn til að hugsa sinn gang. Sigurbjörg K. Ásgeirsdóttir. Sektarkennd — Kúgun eða afsökun 6 Aö leysa hið óleysan- lega 8 Gluggað í bókmenntir og rætt m.a. við Helgu Sigur- jónsdóttur og Hönnu Maríu Pétursdóttur um sektar- kenndina Er sektarkenndin raun- veruleg eöa taugaveikl- un? 11 Sálfræðingurinn Guðfinna Eydal í viðtali við Veru Ertu samviskulaus? 15 Prófaðu sjálfa þig Ef eitthvaö skyldi koma fyrir 16 Ms segir frá kynnum sínum af Rebeccu frá Suður-Afríku Þetta er mitt líf 20 Sigurveig Guðmundsdóttir segir frá Andlega heilbrigö kona í augum sólfrœöinga 25 Valgerður Magnúsdóttir skrifar um feminiskar að- ferðir í sálfræði Konurnar í Kyrrahafinu 28 Meö brjóstvltlð og Innri röddina í veganesti á þing 30 Kristín Halldórsdóttir lýsir reynslu sinni af kvennabar- áttu í þingsölum Allir skólar í Reykjavík einsetnir 35 Úr listalífinu 38 3

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.