Vera - 01.10.1989, Qupperneq 7

Vera - 01.10.1989, Qupperneq 7
„Heyrðu, ertu með sektarkennd?" spurði hún í gegnum tannburstafroðuna eitt kvöldið. „Nei það held ég ekki" sagði hann. „En ef þú finnur til sektarkenndar, yfir hverju er það þd helst" hélt hún ótrauð ófram og froðufelldi tannkreminu. „Ég man bara ekki eftir neinu," sagði hann heiðarlegur d svip, spýtti og bœtti svo við „hvað óttu annars við". „Nú, ég á viö þennan hnút í maganum þegar manni finnst maður engu koma f verk vegna barnanna eða þegar manni finnst börnin hafa setið um of á hakanum vegna annarra verka. Þessi hnútur yfir því að maður hagi lífi sínu kannski ekki eins og best verði á kosið.” „Er þetta ekki bara stress," sagði hann fullur samúðar. Hún sagði ekkert, stakk tannburstanum á sinn stað og hugsaði meö sér: „Ekki er á þessa karla logið, ofan á allt annað eru þeir líka samviskulausir." KÚGUN EDA AFSÖKUN? En eru karlar samviskulausir? Er eðlilegt að ganga út frá því að allir hafi, eða eigi að hafa, sektarkennd yfir því sem þeir gera eða gera ekki? Er sektarkenndin ekki af hinu vonda? Er hún ekki til marks um að einstaklingurinn lifi ekki I sátt við sjálfan sig? Og af hverju erum við konur með sektarkennd? Höfum við einhverja ástœöu til þess? Er hún vitnisburður um innri togstreitu og öryggisleysi okkar eða ber hún vott um ríka ábyrgöartilfinningu og sterka samvisku? Er sektarkennd kannski alls ekki rétta orðið yfir fyrirbœrið og vœri nœr að tala um ofvaxna ábyrgðartilfinningu? Er hún kynfylgja okkar eða fylgifiskur aukinnar atvinnuþátttöku og kvennabaráttu? Er sektarkenndin kannski ein stœrsta hindrunin í vegi raunverulegs kvenfrelsis? Er hún sá af innri fjendum okkar sem mestu skiptir að kveða niður? Er það hún sem fœr konur til að taka á sig þá ábyrgö sem œtti að vera sameiginleg konum, körlum og samfélaginu öllu? Notum við sektarkenndina sem afsökun fyrir því að gefast upp gagnvart þrýstingi samfélagsins og berast með veðri og vindum? L 7

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.