Vera - 01.10.1989, Qupperneq 10

Vera - 01.10.1989, Qupperneq 10
Ekkert svar Ég œtlaöi aö skrafa viö skylduna orö þaö skeöur þá loksins nú. „Ég saka þig um minnar sálar morö. Hverju svarar þú?" „Er grauturinn soöinn, er bótin bœtt, eru burstaöir allir skór? Eru bónuö gólfin, er brauöiö œtt, og fest þessi tala sem fór?" — Minnar sálar morö, — var ei svara vert. Og svo hef ég ekkert gert. Guörún Árnadóttir Frá Oddsstööum. Ljóöiö birtist í Ijóöabókinni Gengin spor sem kom út áriö 1949. Tilefni útgáfunnar var andlát uppkomins sonar hennar. hið gamla því það lítillækkar allar konur og mæður þar með. Nýtísku- klerkar fara að segja mæðrum fyrir verkum með tilkomu fræðigreina eins og uppeldisfræði og sálarfræði. Hinir gömlu klerkar voru tengiliðir við guð upp á himnum en hinir nýju „klerk- ar“, fræðimennirnir, eru tengiliðir við nýja guði. Þeir eru að túlka sann- leikann, túlka vilja guðs, það sem er satt og rétt. Þeir ,,vita“ hlutina í krafti fræðimennsku sinnar sem við konur höfum engan aðgang að, hvað þá all- ur almenningur. Þessi nýji guð segir konum: ,,Þið eruð hættulegar ykkar eigin börnum“. Ail- ar kenningarnar um að taugaveiklun eigi sér rætur í barnæsku, og jafnvel í frumbernsku hjá ómálga börnum, gera konur svo geysilega óöruggar. Þær hafa ekki lengur neinn þráð til að halda sér í. Áður vissi tegundin maður nokkurn veginn hvernig hún átti að ala upp næstu kynslóð en á þessari öld er klippt á þetta með þessum sál- fræðikenningum. Dætur hætta að sækja til mæðra sinna eftir fyrir- myndum og aðstoð við uppeldi barn- anna en halla sér að fræðimönnum. Þetta vanmat á móðúrinni sem upp- alanda hefur svo í dag færst yfir á for- Helga Sigurjóns- dóttir: „Hinir gömlu klerkar voru tengiliöir viö guö upp ó himnum en hinir nýju klerkar, frœðimennirnir, eru tengiliðir viö nýja guöi.... Þessi nýji guö segir konum: „Þiö eruö hœttulegar ykkar eigin börnum.“ eldrahlutverkið. Það er ákveðinn sérfræðingshroki hjá uppeldis- menntuðu fólki í garð foreldra. Þetta fólk heldur því jafnvel fram að það viti betur en foreldrarnir hvað barn- inu er fyrir bestu, sem er auðvitað hin mesta firra því enginn þekkir barnið betur en foreldrarnir. Þetta hefur líka alið á óörygginu og sektar- kenndinni.“ Það sem gerir val nútímakvenna oft svo erfitt og sektarkennd þeirra svo flókna er að þær vita sem er, að ef þær sinna ekki starfsferli og félagslegri þátttöku þá takmarka þær möguleika sína í lífinu og aðgang kvenna að sam- félagslegu valdi. Um leið vita þær svo vel að í samvistum við börnin liggja raunveruleg lífsgæði og þær langar til að vera virkir þátttakendur í lífi þeirra á mismunandi æviskeiðum. Og til þess þarf tíma. í þessari pattstöðu eiga konur fátt annað úrkosta en að reyna að finna sér tíma til að rækta bæði sjálfar sig og börnin, starfið og heimilið. Þetta er auðvitað erfitt og krefst heilmikils skipulags eins og Guðfinna Eydal bendir á í viðtali hér annars staðar í blaðinu. Sjálfstæðar mæður eiga ekki annarra kosta vöi en að setja í herðarnar og treysta á sjálf- stendur þeim til boða meðan börn eru ung. Hinar sem eru í sambúð verða að leiðrétta þá hugsanaskekkju að þær eigt fyrst að gera kröfur til sjálfra sín, síðan til samfélagsins og síðast til sambýlismannanna. Þær hafa ekki tíma til að bíða eftir að samfélagið taki við sér auk þess sem það mun seint taka tilfinningalega ábyrgð á einstak- lingunum. Konur verða því — ekki bara í orði heldur líka á borði — að gera sömu kröfur til karlmanna og þær gera til sjálfra sín. Að öðrum kosti hafa þær um tvennt að velja: Fórna sér og verða píslarvottar og ala þar með á sektarkennd hjá maka og börn- um, eða rembast eins og rjúpan við staurinn við að leysa hið óleysaniega og verða smám saman fórnarlamb eig- in sektarkenndar. Þetta síðast nefnda gera flestar konur í dag og eins og Helga Sigurjónsdótt- ir benti á, þá minna aðstæður þeirra að ýmsu leyti á söguna af Kráku t Ragnars sögu loðbrókar. í lauslegri endursögn er hún á þessa leið: Ragnar Loðbrók var staddur í Noregi að heimsækja vini sína og frændur. Kvöld nokkurt kemur hann á skipi sínu í höfn eina litla og er bær þar skammt frá. Morguninn eftir sendir hann menn sína að bænum til að baka brauð. Húsmóðirin á bænum lánar þeim dóttur sína Kráku (sem í raun var Áslaug í hörpunni dóttir Sigurðar fáfnisbana og Brynhildar) þeim til aðstoðar við baksturinn. Var hún mjög fögur og gátu þeir vart haft af henni augun enda fór það svo að öll þeirra brauð brunnu. Segja þeir Ragnari frá henni og hann lætur senda eftir henni. En við sendimenn sína sagði hann: ,,Ef yður líst þessi hin unga mær svo væn sem oss er sagt, biðjið hana fara á minn fund, og vil ég hitta hana; vil ég, að hún sé mín. Hvorki vil ég, að hún sé klædd né ó- klædd, hvorki mett né ómett, og fari hún þó eigi ein saman, og skal henni þó enginn maður fylgja.“ Bera sendimennirnir Kráku þessi boð og segist hún munu koma næsta morgun. Snemma næsta morgun segir Kráka karli föður sínum að hún ætli til fundar við Ragnar. ,,En þó mun ég verða að breyta búnaði mínum nokk- uð; þú átt urriðanet, og mun ég það vefja að mér, en þar yfir utan læt ég falla hár mitt, og mun ég þá hvergi ber. En ég mun bergja á einum lauk, og er það lítill matur, en þó má það kenna, að ég hefi bergt. Og ég mun láta fylgja mér hund þinn og fer ég þá eigi ein saman, en fylgir mér enginn maður.“ Þar með hafði hún uppfyllt nauðsyn- leg skiiyrði til að vera Ragnari loð- brók þóknanleg. Hún hafði leyst hið óleysanlega. Eftir stendur spurningin: Ætla konur að halda þessu áfram? isg. 10

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.