Vera - 01.10.1989, Qupperneq 12

Vera - 01.10.1989, Qupperneq 12
því að blanda saman raunhæfri og óraunhæfri sektarkennd. Uppskeran er oft á tíðum erfið og óráðþægin börn. Það er staðreynd að margt fólk með góða menntun á börn sem eru agalaus, árásargjörn, eiga erfitt með að virða boð og bönn og samskipti þeirra við fullorðna og önnur börn einkennast af því að þau eru óörugg og rótlaus. Það er bara gjarnan staðreynd að þessum börnum hafa ekki verið búin nógu góð skilyrði þó að það hafi verið hægt. Foreldrarnir reyna að leiða þessa ágalla hjá sér eða kenna öðrum um hvernig ástatt er t.d. slæmri dagvistun, ástandi í þjóð- félaginu o.s.frv. Það er að mínu mati of algengt að konur kenni öðrum um frekar en að takast á við sína sektar- kennd á raunhæfan og alvarlegan hátt. En slíkt getur verið kvíðavekj- andi og manneskjan vill gjarnan komast hjá því að skynja kvíða. Hvað áttu við? Ég á bara við — ef við tölum um konur sérstaklega — að margar vel- menntaðar konur á framabraut eru með sektarkennd en þær líta oft á tíð- um alls ekki þannig á málin að þær standi sig ekki nógu vel. Þær segja ekki við sjálfar sig: „Þessi sektar- kennd mín er ekki af neinum tauga- veiklunartoga spunnin heldur á hún við rök að styðjast. Ég gef börnunum ekki nógu mikinn tíma, ég tek allt mögulegt annað fram yfir þau, ég býð þeim upp á aðstæður, heima og heim- an, sem ég ætti ekki að gera og ég veit það“. En er þetta ekki raunveruleg sektarkennd sem karlar ekki siður en konur œttu aö hata? Jú. En fyrst þú minnist á karlmenn þá er málið bara það, að alitof fáir karlmenn hafa raunverulegan áhuga og vilja til að taka á þessum málum af einhverri alvöru og innlifun. Þeir eru einfaldlega ekkert uppteknir af þessum hlutum og finnst að þeir eigi bara að ganga svo að segja af sjálfu sér. Þetta hefur að vísu aðeins breyst en engan veginn nógu mikið. Aöstœöur fólks hljóta lika aö hafa sitt aö segja? Ég skal vera fyrsta manneskjan til að segja að smábarnaforeldrar á íslandi í dag lifa við alveg gífurlega erfið skilyrði og það er mjög mikil synd hvað það er lagt mikið á fólk með lítil börn, svo ég tali nú ekki um börnin sjálf. Þeir sem stjórna þessum málum, stjórnmálamenn og aðrir, hafa aldrei skilið að þessir hlutir skipta raun- verulegu máli— að þarna liggja raun- veruleg lífsgæði. En mér finnst hins vegar gleymast einum of mikið að það er Iíka eitthvað hægt að fara ofan í þessar aðstæður. Það má hreinlega spyrja hvort allir foreldrar hugsi nógu vel um börn sín — standi sig nógu vel í foreldrahlutverkinu. Að mínu mati er það í mörgum tilfellum þannig að þeir gera það ekki. Það er allt of mikið lagt á börnin sem þarf ekkert að leggja á þau. Heldur þú aö konur séu meira þjakaöar af sektarkennd en karlar eöa skilgreina þœr hana hreinlega á annan máta en þeir? Ég held að konur og karlar geti skynj- að sektarkennd á svipaðan hátt en sektarkenndin verður til af mismun- andi ástæðum hjá kynjunum. Sektar- kennd kvenna verður gjarnan til í tengslum við tilfinningalega ábyrgð og tilfinningatengsl. Þær eiga erfitt með að koma heim og saman nú- tímalífi með nýjum kröfum og oft mörgum og sundurtættum hlutverk- um. Þá eiga þær erfitt með að mæta innri kröfu um að þær eigi að uppfylla tilfinningatengslin fyrir sjálfar sig og aðra. Sektarkennd karlmanna verður fremur til vegna þess að þeim finnst þeir ekki standa sig sem fyrirvinnur og fjárhaldsmenn heimilisins. Þeir geta verið þjakaðir af sektarkennd yfir að standa sig ekki nógu vel — hafa ekki nægan status — og hafa orðið undir í samkeppninni. Oft eru það meira ytri hlutir sem valda sektar- kennd hjá karlmönnum meðan það eru óljós innri átök sem valda henni hjá konum. Konur tala hins vegar meira um sektarkennd en karlar. Það er því miður með sektarkenndina, eins og svo margt annað sem snertir konur, þær tala mikið um hana en framkvæma minna í sambandi við hana. Sektarkennd og undirgefni eru í öfugu hlutfalli hvor við aðra. Því minna sjálfstraust þeim mun meiri sektarkennd. Þegar maður trúir ekki nóg á sjálfan sig kemur oft þörfin fyrir að fá staðfestingu annarra á eigin ágæti. Neikvæðar hliðar sektarkennd- ar geta svo líka verið þær að til verða píslarvottar. Píslarvætti leiðir til stöðnunar og það er því miður hlut- skipti margra kvenna. Er sektarkenndin kynfylgja kvenna eöa er hún seinni tíma fyrirbœrl og þá e.t.v. tllkomin meö aukinni atvinnuþátttöku kvenna? Sektarkennd er fyrst og fremst afleið- ing uppeldis. Hún erfist frá kynslóð til kynslóðar. Við fengum hana frá okkar foreldrum og þau frá sínum o.s.frv. Að sjálfsögðu verða birting- arform sektarkenndar mismunandi á mismunandi tímum, þau eru m.a. háð ytri lífsskilyrðum. En sektarkenndin kemur með í veganestinu frá for- eldrunum. En má ekki líka segja aö sam- viskubit eöa sektarkennd beri vott um aö til staöar sé sterk „Það má kannski segja að margir foreldrar og þá ekki sísf konur - gjarnan vel mennt- aðar -séu meistarar í því að blanda saman raunhœfri og óraunhœfri sektar- kennd. Uppskeran er oft á tíðum erfið og óráðþœgin börn.“ samviska og rík ábyrgðarfilfinn- ing, aö þessar tilfinningar séu vitnisburöur um jákvœöa eðlis- eiginleika? Nei það er misskilningur að halda að sterk sektarkennd sé tákn fyrir mikið siðgæði og ríka ábyrgðartilfinningu. Sterk sektarkennd kemur oftast af miklum innri kvíða t.d. um að vera ekki nógu góður, standa sig ekki nógu vel, vera lítils virði eða af óeðlilegri þörf fyrir að þóknast öðrum. Sektar- kennd kemur oft til af því að við ótt- umst hegningu ef við hegðum okkur ekki einsog við höldum að til sé ætlast. Ef við uppfyllum ekki vænt- ingar annarra. „Ætlarðu ekki að borða matinn þinn, annars verður mamma leið“. „Getur þú aldrei hagað þér almennilega svo ég losni við að skamma þig“. „Nú ert þú einu sinni enn búin að koma litla bróður til að gráta, þú sem ert orðin svo stór“. Allt eru þetta dæmigerðar setningar sem ala á sektarkennd hjá börnum þó svo að hún komi fyrst fram seinna þ.e. á fullorðinsárum. Það er hins vegar já- kvæður eiginleiki að hafa rétt- lætiskennd og geta gagnrýnt og endurmetið eigin framkomu og gerðir. Ekki ertu aö segja meö þessu aö þaö megi ekki ávíta börn? Nei. Það er nauðsynlegt í uppeldi að setja hegðun ákveðnar skorður. Það er hins vegar spurning hvernig það er gert. Hið óheppilega er ef ögun, ávítur og markasetning gerist með þeim undirtón að maður sé slæmur, lítils virði, tillitslaus og eigingjarn. Heldur þú aö í uppeldinu sé aliö meira á sektarkennd hjá stelpum en strákum? Já, konur eru svo sannarlega aldar upp til að skynja sektarkennd, bæði sem börn og seinna meir í lífinu. Kvíði, þunglyndi og ýmis önnur sál- ræn einkenni kvenna verða oft til vegna þess að konur bregðast við að- stæðum með sektarkennd. Það gildir almennt um uppeldi barna, drengja sem stúlkna, að kröfurnar sem gerð- ar eru til þeirra ganga út á að þau séu ekki of erfið, ekki of óþekk, ekki of truflandi og árásargjörn. Stúlkur eiga hins vegar að vera sérstaklega ljúfar og blíðar og það eru gerðar meiri félagslegar kröfur til stúlkna í uppeldi en drengja. Oft fá þær hins vegar mjög óskýr boð um hvað þær mega og mega ekki. Gagnrýni sem þær fá — gjarnan frá mæðrum sínum — er óbein og óskýr. Barn sem fær skýr boð frá foreldrum efast ekki um gildi sitt í samanburði við aðra. Konur stjórna aftur á móti gjarnan með svip- brigðum og líkamstjáningu sem aðrir eiga að skilja. Þær gefa oft vanþóknun til kynna með svipbrigðum, óbeinum andvörpum og raddbeitingu. Hrós og 12

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.