Vera - 01.10.1989, Side 19

Vera - 01.10.1989, Side 19
um og sá Ijósgeisla sveiflast í loftinu Úr flóttamannabúöum. út við sjóndeildarhringinn. Ég skreið, stundum hljóp ég með bakið bogið, stundum hreyfði ég mig áfram á maganum, þetta var í mýrarfláka og mér var hrceðilega kalt en svitnaði líka af hrœðslu. Allan tímann var ég að reka mig áfram, stundum vonaðist ég bara eftir að fá kúlu í bakið — allt tietna að vera tekin föst ogyfirheyrð en ég rak tnig áfram. Allan tímann hugs- aði ég, hvað ef það er engin hinu megin, hvað ef það er einhver ann- ar en sá eða sú sem á að taka á móti mér? Verð ég send til baka? Hvað þá? Landamœragirðingarnar eru alltaf fyrir innan sjálf landa- mœrin, ég vissi þess vegna aldrei hvort ég var enn í Suður-Afríku eða var ég komin til Botswana? Ég hélt bara áfram. Landamœravörðunum í nágrannaríkjunum er ekki treystandi, margir eru á mála hjá Suður-afríkönsku stjórninni, fá borgað fyrir hvern flóttamann sem þeirhafa uþþ á. Ég hreyfði mig í átt- ina sem tnaðurinn benti tnér en kannski var ég orðin áttavillt. Það var ennþá myrkur. Ég sá bílljós blikka frammundan. Ég vissi ekki hvort það voru bílljós, kannski var það einhver flóttamannaveiðari en ég varð að trúa því að þetta vœri einhver vinveittur mér.Ég hefði ekki getað varist neinu. Mér var svo kalt. Fötin mín voru blaut, ég var með mýrardrulluna utn allan lík- amann og sár á höndunutn og á hnjánum. Það varð að vera vinur, ég gat ekkifarið svona til reika inn í dagsbirtuna, svona augljóslega á flótta því í hverju þorþi nálcegt landamœrunum eru uþþljóstrarar. Þetta voru bílljós og það var heitt inni í bílnum, það voru tveir menn frammí. Þeir fóru með mig í kofa rétt utan við eitthvert þorþ og skildu mig þar eftir. En þeir komu til baka með föt og vatn og sára- bindi, þvt mér blœddi á fótleggj- unum og á höndunutn. En ég vissi ekki hvort þeir voru uþþljóstrarar eða vinir. Ég varð bara að gera það sem mér var sagt að gera. Ég skiþti um föt, þvoði mér, batt um sárin og þeir keyrðu mig í annað þorþ. Þar var mér gefinn matur og svo var haldið áfram á öðrum bíl. Ég trúði því aldrei að ég vceri óhult fyrr en ég var komin í flóttamannabúðir sem voru fullar af suður-afríkönsku fólki. í búðunum var ég í eitt ár. Ég beið eftir skilaboðum. Ég kenndi í skólanum sem búðakonurnar höfð- um sett á fót. Hann var nefndur eftir fyrsta fórnarlambi óeirðanna sem brutust út 1976. Ég var með 60 krakka í litlu herbergi og við höfðum þrjá blýanta, sem voru látnir ganga á milli. Það var lítið um mat en við tórðum. Það er skrýtið en það sem mér er minnisstceðast er návtgið við annað fólk. Ég hafði áður átt heima í húsi foreldra minna, sofið með systkinum mínum og átt einka- líf. Þarna var ekkert einkalíf. Það voru engar hurðir, við sváfum mörg, mörg saman í herbergi eða kofa og það var fólk á öllum aldri, ég var ekki ein allan tímann sem ég var þarna. Dag nokkum kom maður til mtn með skilaboð frá manninum mtnum, hann vceri íNigeríu, ég átti að koma. Þá fór ég. Kvaddi engan, sagði ekkert, einn daginn var ég bara farin. fafnvel í flóttamanna- búðunum segir engin neinum neitt. Veggirnir geta haft eyru. Ég var lengi á leiðinni til Nigeriu. Þegar ég kom til Lagos fór ég á skrif- stofu þjóðarráðsins og sagði á mér deili. Mér var sagt að fara á vissan stað og bíða. Ég beið. Ég vissi að Victor myndi ganga fram hjá án þess að ég scei hann, hann myndi verða að þekkja mig, þeir gátu ekki sent mig beint heitn til hans vegna þess að ég gat verið einhver önnur, éggat verið útsendari frá stjórninni heima. Ég beið og allt í einu var ég í fanginu á honum. Við bjuggum í nokkur ár í Lagos. Við fluttum úr einni íbúð t aðra til að fela slóðina og oftast bjuggum við með öðrum. Við eigum eina dóttur, hún erfimm ára. Þegar ég kem aftur heim verða þau kannski flutt, kannski farin al- veg. Ég veit ekki hver tekur á móti mér á flugvellinum þegar ég kem aftur heim. Ég er alltaf hrœdd um þau. “ Rebecca blaðraði ekki. Við vissum núna hvers vegna. Ekki vegna þess að hana langaði ekki eða gæti ekki tekið þátt í kjaftaganginum í okkur. Hún var bara að gæta sín. Alveg eins og hún opnaði aldrei hurðina á herberg- inu sínu án þess að spyrja fyrst hver væri þar. Það hafði okkur þótt skrýt- in sérviska. Núna sagði hún okkur líka frá því hvernig hárið væri gert svona. Það tekur þrjá tfma og tvær vinkonur hennar gera það. Þær hittast reglulega til þess eins, fá sér te saman og greiða svo hvor annarri. ,,Sumar konurfara á hárgreiðslustofu til að fá svotta greiðslu. En það myndi ég aldrei gera, bceði er það mjög dýrt og svo vildi ég ekki vera án þessara heimahárgreiðslutíma. Það er þá sem okkur tekst að gleyma okkur og kjafta satnan á þann hátt sem þið eigið svo auðvelt með. “ Greiðslan endist í fimm vikur. Hún er svo þétt ofin að þá má hamast með sjampóinu á höfðinu án þess að flétt- urnar raskist. Konurnar hittast líka reglulega til að kaupa saman í matinn. „ Við förum tvcer og tvœr saman á markaðinn og sú þriðja gcetir barn- anna á meðan, það er betra að hafaþau ekki með ef eitthvað skyldi koma fyrir. “ ,,Ef eitthvað skyldi koma fyrir“ gleymdist þarna yfir kjúklingnum og hvítvíninu. Loksins. Ég vona, eins og ég veit að Marj er að gera, að ég eigi eftir að hitta Rebeccu aftur. Ég hugsa til hennar í hvert sinn sem ég heyri fréttir frá Afríku og velti því fyrir mér hvar hún sé nú niðurkomin. Og ég hugsa til hennar þegar ég er í góðra vina hópi og gleymi mér á gleðistund. Og svo hugsa ég til hennar þegar ég er að kaupa í matinn og minnist þess hvernig hún varð á svipinn þegar hún sagði: ,,Sú sem kauþir einhverja vöru frá Suður-Afriku er að styðja við bakið á aðskilnaðarstefnunni, sem lögfestir kúgun og ofbeldi. Að- skilnaðarstefnan er skipulagt þjóðarsálarmorð. “ Ms. 19

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.