Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 24

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 24
hennar er nauðsynleg þeim sem vill Sigurveig með börnum kynna sér slík fræði að einhverju sínum og barna- gagni. Róm er sein á sér og íhaldssöm, börnum. enda hugsar heilög kirkja ekki í árum heldur öldum. Helgur Andi mætti þó ýta dálítið við þeim í kvennamál- unum, blessuðum körlunum. Það er gott að þjóðkirkjan hér skuli leyfa konum prestvígslu. Ugg- laust er það vegna þess að þjóðkirkj- an hefur sáralítið vald. Rómverska kirkjan hefur enn þá sums staðar mikið vald. Þess vegna tíma þeir ek- ki að fá konum helgar vígslur. Ég er hrædd um að stuggað verði við íslen- skum kvenprestum ef þær hætta að hlýða körlunum. Eru ekki núna kom- nar upp deilur vegna einhvers sem ein þeirra sagði? Þú sérð að ég hef átt góða ævi. Sá fjársjóður sem er manni mest virði eru börnin, okkar lán og laun. Við eignuðumst 20 barnabörn og tvö langömmubörn. En dauðinn veit hvar ég bý. Það varð mikið áfall þegar Jó- hannes elsti sonur okkar dó úr krabbameini rúmlega fertugur. Þá dóu tvær litlar stúlkur, barnabörn okkar. Hvers vegna? Þá kemur hin mikla spurning um skammlffi og langlífi. Þær rúnir ræður enginn til fulls. „En autt er allt sviðið og harðlæst hvert hlið og hljóður sá andi sem býr þar,” segir Einar Ben. Sæmundur minn dó í desember sl. og séra Þórhildur Ólafsdóttir jarðsöng hann. Ég var ánægð með þá reynslu því hún framkvæmdi athöfnina af mikilli hlýju og virðuleik. Séra Þórhildur getur því miður ekki jarðað mig en Sæmundur var í Þjóðkirkjunni og Alþýðuflokknum. Gaf hvorugt öðru það að sök. Við komum öllum börnum okkar til mennta. Þrjú þau elstu fóru í klausturskóla á írlandi. Okkur var þó ekki kleift fjárhagslega að hafa þau lengi þar. Síðar fór Jóhannes á íþróttaskóla í San Fransisco og hin fengu sér menntun hvert á sínu sviði. Ég hef farið í nokkrar pílagríms- ferðir um ævina, til dæmis til Rómar og Ungverjalands. Þær ferðir eru miklu svipmeiri en venjulegar sólar- landaferðir. Þær eru farnar í and- legum tilgangi til heilagra staða og maður upplifir trúarlegar athafnir í samstilltum mannfjölda. En það er hægt að fara pílagríms- för í ýmsum tilgangi. Árið 1936 fór ég slíka för til að sjá mitt skáld, Einar Benediktsson sem þá bjó í Herdísar- vík. Kristín systir Einars fór með mér og við fórum á hestum. Þá var Einar orðinn ruglaður, það fékk mjög á mig. Samt var ferðin mér stórkostleg and- leg upplifun, því Einar hélt per- sónuleikanum. Þetta var líkt og að koma að hofrústum. Einar var nauð- synlegt skáld á þeim tíma sem þjóðin var að rétta úr kútnum. Það þurfti að hressa okkur upp og gefa þjóðinni trú á framtíðina. Það var áður en skáld eins og Steinn Steinarr komu með bölsýnina. Einar Benediktsson segir til dæmis: „Því hvað er vort líf ef það á engan draum?” Steinn Steinar segir aftur á móti: „f draumi sérhvers manns er fall hans falið.” Að hugsa sér muninn á þessu tvennu. Elísabet Þorgeirsdóttir HÉeA]\ OG ÞAÐAIV MARKAÐUR MED HANDGERÐA OG HEIMAUNNA I júní í sumar fór að stað nýr markaður í Hlaðvarpanum undir stjórn þeirra Ingibjargar Sigurðardóttur og Elínar Perlu Kolka en þær eru báðar myndlistar- konur. Reynt var að ná til kvenna sem vantaði vettvang til að koma vinnu sinni á framfæri. Undirtektir voru strax mjög góðar og enn bætist við nýr varn- ingur. í dag er að finna á markaðnum landsins mesta úrval af handgerðum nælum, aðra skartgripi, keramikmuni af öllum gerðum, handþrykkt sængurverasett fyrir smábörnin, listilegar vörður sem geyma málshætti, peys- ur, sjöl, glerlistaverk, kort með íslenskum blómum, ofin teppi, myndir og mál- verk og svo mætti lengi telja. Öllum þessum munum er haganlega fyrir komið í einum af sölunum í bakhúsi Hlaðvarpans á um 200 fermetra svæði. Þessi tilraun þykir hafa tekist svo vel að starfseminni verður áfram haldið í vetur. Einnig gefst kostur á að fá sér kaffisopa og heimagert meðlæti í skemmti- legri kaffistofu sem hefur hlotið nafnið ,,Englakaffi“. Það nafn á vel við því einstakur friður ríkir í þessum kvennasal, rétt eins og engill hafi svifið um salinn. Það er eins og umhyggjan við að búa þessa muni til, skili sér og fylli andrúmsloftið einstaklega elskulegum friði. Er það dásamlegur léttir að komast úr þeirri hávaðamengun sem fylgir okkur nútímafólki og ætlar alla að æra. Vísi að bóksölu er byrjað að koma upp og auk bóka eftir íslenskar konur fást innfluttar bækur aðallega frá kvennabókaforlögum í Bretlandi. Þarna má einn- ig glugga í tímarit sem liggja frammi. Hlaðvarpamarkaðurinn fór hljótt af stað en ljóst er að þetta er vettvangur sem hefur vantað því íslenskar konur eru allsstaðar að skapa fallega muni sem eiga erindi til annarra. Ef þú kona góð ert með varning sem þú vilt koma á framfæri hafðu þá samband við Hlað- varpann. Það er sagt að hverri konu fylgi níu aðrar konur og þegar kemur að jrví að ykkur vantar tækifærisgjöf þá er hana að finna í Hlaðvarpanum. Þegar kemur að jólagjafavertíðinni þá væri óskandi að hin hljóða rödd Hlaðvarpans næði til kvenna í gegnum skrumið og hávaðann sem þeim annatíma fylgir. LISTMUNI Markaðurinn í Hlaðvarpanum er opinn alla virka daga frá kl. 12-18 og þang- að eru allar konur að sjálfsögðu velkomnar. 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.