Vera - 01.10.1989, Side 31

Vera - 01.10.1989, Side 31
1 > NESTI gæti ég ekki verið í þessu. Það væri fullkomlega óbærilegt að starfa á þennan hátt ef við tryðum ekki að við næðurn einhverjum árangri“. Hvaða áhrif hefur það haft á Kvenna- listann eða kvennahreyfinguna sem slíka að fara inn í kerfið? ,,Það er náttúrulega engin ein hiið á því. Ég efast um að það væri svona mikið starf í Kvennalist- anum ef þessi hvati væri ekki til staðar, sem þátttaka í kerfinu ber í sér. Við neyðumst til þess að gera mjög margt, bregðast við á ýmsan hátt vegna þess að við höfum fulltrúa inni í kerf- inu, sem við þurfum að styðja við bakið á og vinna með. Það er ekki hægt að ætlast til þess að ein eða nein hreyfing sé sprelllifandi nema að hún hafi einhver markmið, einhverja þörf, virkilega þörf fyrir vinnuna. Þessi leið sem við höfum farið heldur því hreyfingunni á vissan hátt á lífi en hefur líka margt erfitt í för með sér. Meðal annars það að konur í hreyfingunni eru ekki eins jafnar og ella. Ákveðnar konur verða meira áberandi en aðrar, sem er ekki í samræmi við þá hugsjón að við séum jafnar og eigum að hafa sem jöfnust tækifæri og skipta ábyrgð og störfum sem jafnast. Það er mikil tilhneiging, innan Kvennalistans og utan, að láta þessar konur sjást og heyrast sem mest. Þvf fylgir ákveðin hætta, sem við reynum að sjá við með því að skipta um fulltrúa, endurnýja I í í þessurn hópi sem er mest áberandi hverju sinni. Það er ekki ennþá komin nógu mikil reynsla á þessa reglu til þess að við séum end- anlega búnar að koma okkur niður á það eina rétta. Það er mjög mikilvægt að finna réttu leið- ina til þess að endurnýja hæfilega, búa ekki til forystukonur en líka að nýta reynsluna.“ Er sami broddur í hreyfingunni, Kvenna- listanum, og þegar hún fór fyrst inn í kerf- ið? Er þetta sama andófsaflið þegar það er búið að vera inni í kerfinu í sex ár? „Mér finnst ekkert hafa breyst í okkar áherslum en það er eins og með allar slíkar hugsjónahreyfingar — það er erfitt að klifa alltaf á því sama og vera alltaf jafn sannfærandi og áköf. Ávinningar liggja ekki daglega á borðinu og baráttan er orðin hversdagslegri. Nýja- brumið er kannski farið en það er mjög mikil- vægt að það verði ekki til að við missum sjónar á því sem við lögðum upp með. Mér finnst ennþá heilmikill kraftur í Kvennalist- anum og vegna þess að það er svo greinilega þörf fyrir þessa hreyfingu lengi enn, þá trúi ég að krafturinn endist okkur.“ „Mér finnst eiginlega að ég hafi verið að leika hlutverk fyrir fullu húsi í sex ár og læra það um leið.“ Hvernig áhrif hefur þetta haft á þig per- sónulega? ,,Við erum nú svo uppteknar af því að standa utan við alla persónudýrkun að við reynum svolítið að fela okkar eigin persónur, víkja þeim til hliðar. Það er auðvitað bæði gott og vont og það verður enginn söm og jöfn eftir að hafa unnið eitthvað af krafti í Kvennalistanum. Þetta hefur verið mjög mikil reynsla, að mestu leyti jákvæð. En ef ég á að reyna að lýsa viðburðaríku lífi mínu þennan tíma þá finnst mér eiginlega að ég hafi verið að leika hlutverk fyrir fullu húsi í sex ár og læra það um leið.“ Sagt er að inni í þessu svokallaða kerfi gildi hin hörðu lögmál karlaheimsins og að konur þurfi að vera miklu harðari en karlar ef þær ætla að komast áfram þar. Margret Thatcher er oft tekin sem dæmi um konu sem er orðin harðari en nokkur karl. Finnst þér þú hafa harðnað? „Það hefur harðnað á mér skrápurinn þannig að ég er ekki jafn viðkvæm og ég var í upphafi. Eflaust er ég lfka orðin eitthvað hvassari í máli en það er þó frekar annarra að dæma um það. Það væri auðvitað ofurmannlegt ef maður varðveitti allan sinn uppruna. Maður hlýtur að taka töluverðan lit af umhverfi sínu sama hvers konar starfi maður gegnir. Ég ætla að vona að þetta hafi líka verið á hinn veginn, að öðruvísi framkoma kvenna hafi líka áhrif á framkomu karla á vinnustöðum. Það væri undarlegt ef okkur tækist ekki líka að hafa einhver áhrif á þá eða á reglurnar sem fyrir eru.“ Konum hefur gengið misvel að hafa áhrif á umhverfi sitt og ýmsar útskýringar til á því. Helen Caldicott, ástralski læknirinn og friðarsinninn sem heimsótti íslenskar konur í vor talaði um að ef konur væru fáar, færri en 30% af heildarfjölda ein- staklinga innan stofnunar, samlöguðust þær umhverfi sínu. Ef þær væru fleiri en 30% þá hefðu þær meiri möguleika á að hafa áhrif á og breyta umhverfi sínu. Eru konur nógu margar á Alþingi til að hafa verulega áhrif til iengdar? „Nei það held ég hreint ekki. Þetta er langt frá því nægilegur fjöldi kvenna og raunar fáránlegt að þær séu aðeins 14 af 63 þingmönnum. Það kann að virðast sæmilegur árangur enda erum við illu vön og aðeins 6 ár síðan þingkonur voru bara 3 talsins'. Þegar farið er að skipta þessum hópi, t.d. í nefndir þar sem aðalstarf þingsins fer í raun og veru fram, þá eru konurnar aldeilis komnar í minnihluta. Þær eru yfirleitt bara ein og tvær í hverri nefnd stundum jafnvel engin. Og það er afskaplega erfitt að vera eina konan í nefnd. Karlar telja sér skylt að koma fram við konur af einhverri teprulegri kurteisi og svolit- lu yfirlæti. Segja „góða mín“ og allt það. Það tekur tíma að berjast fyrir því að vera tekin gild og þetta er eitt af því sem gerir útskiptaregl- una okkar erfiða í framkvæmd, þvf þar með setjum við sífellt nýjar konur í þessa stöðu. Ég var lengi að komast yfir þetta yfirlæti sem manni er sýnt meðvitað eða ómeðvitað. Áhrif kvenna verða aldrei mikil fyrr en þær eru orðnar töluvert fleiri. Ég get vel trúað því að þessi 30%þröskuldur sé raunveruleg viðmiðun og mér finnst konur vera lítillátar ef þær láta sér það nægja. En við megum heldur ekki gleyma því að það er ekkert markmið í sjálfu sér að fjölga konum. Þær eru misjafnar eins og karlar og ef þær leggja ekki áherslu á kvenleg gildi og á að bæta kjör og aðstæður kvenna, sem svo sannarlega hallar á í þjóðfélaginu, þá er mér alveg sama hvort það situr kona eða karl á einhverjum stóli.“ „Það verður erfiðara að varðveita hugmynd- irnar og vinnubrögðin inni í ríkisstjórn“ „Konur í Kvennalistanum byrja í raun og veru á núlli í stjórnmálabaráttu. Við ýtum til hliðar 31

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.