Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 14
RITMENNT 1 (1996) 10-21
Landsbólcasafn íslands
- Háskólabókasafn
opnað til notkunar
Hátíðarsamkoma 1. desember 1994
Ljósm. Grímur Bjarnason.
Jóhannes Nordal, formaður
stjórnar Landsbókasafns
íslands - Háskólabólcasafns,
stjórnaði hátíðarsamkom-
unni.
Hið nýja bókasafn, Landsbókasafn íslands - Háskólabóka-
safn, var opnað við hátíðlega athöfn 1. desember 1994. fó-
hannes Nordal, formaður stjórnar safnsins, setti athöfnina kl. 13
og kynnti dagskrá hennar, sem hófst með ávarpi formanns bygg-
ingarnefndar, Finnboga Guðmundssonar. Hann lýsti fram-
kvæmdum, undirbúningi þeirra og framvindu og afhenti við lok
máls síns menntamálaráðherra, Olafi G. Einarssyni, lykilkort að
húsinu. Ráðherra fagnaói í ræðu sinni þeim langþráða áfanga
sem nú hefði náðst, á fullveldisdegi þjóðarinnar og afmælisári
lýðveldis á íslandi. Eðlilegt væri að tengja þessa framkvæmd
mikilsverðum áföngum í sögu þjóðarinnar, enda mundi sú stofn-
un sem hér yrði til húsa sinna verkefnum sem vörðuðu undir-
stöðuþætti sjálfstæðs menningarsamfélags á íslandi. í lok máls
síns fól ráðherra forráðamönnum hinnar nýju stofnunar húsið til
umsjár og bað landsbókavörð, Einar Sigurðsson, að veita viðtöku
lykilkorti að byggingunni.
Landsbókavörður fór í ávarpi sínu nokkrum orðum um hið
víðtæka hlutverk sem stofnuninni væri ætlað að rækja og lýsti
þeirri von sinni að hún fengi staðið undir þeim væntingum sem
samfélagið hefði um hið nýja bókasafn. Síðan flutti Blásara-
kvintett Reykjavíkur „Hræru", þjóðlagasvítu eftir Þorkel Sigur-
björnsson. Blásaralcvintettinn skipuðu: Bernharður Wilkinsson
(flauta), Daði Kolbeinsson (óbó), Einar Jóhannesson (klarinett),
Jósef Ognibene (horn) og Hafsteinn Guðmundsson (fagott).
Meðal gesta á samkomunni voru þjóðbólcaverðir Danmerlcur,
Finnlands, Færeyja, Noregs og Svíþjóðar, stjórn NORDINFO,
10