Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 48
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
RITMENNT
FORNALDAR SÖGUR
NORDRLANDA
r.PTirt
GÖMLUM IÍANDRITUM
UTGEFNAn
AV
C. C. RAI’N, 1>. D.,
Piúfngínr, Rúlilara «f T)nn»lm'.;;«oi<Viiniii, SckrclAra liim kon-
iínglí"n iiomfno foriifra-íii-félngs, liciiVrsIimi, oríu- eón liréfligiini
liini Iiins skniidínnviskH licrdóiiulistn-féliigf, liins íslcnzkn Iník-
menta - fclngs, liiiumr kgl. svenikii villcrlieli-, sngnnfrϒa-og
foriifi-a’ð'a-nkadeiniii, liiiiiiur kgl. svcnsku stritfsvísindn-akademiu,
Jiins kgl. skandinaviskn sógufru-d'a-fclags í Slokkliólmi, liinnnr
kgl. irsku nkadeiniu í Dy/lini, liius cnska fnrnfrædn - félngs í
Ny.iknsl.da vií Tinarclfu, liins kgl. |ij'/ka fcliigs i KonúugS-
licrgi, hins Jijzkn tiíiigufræiVu-félags i llerlín, Dnnuvinnfélngsins
vií Dóna', n’sanit fornfii/’iVs- , hókinentn- og föíiirhinds fclagniiiin
i Jirnndheinii, Jljörgvin, Krisljnníii, Gnutnhorg, Oifinscy, Altónu,
Wíta, .Steltin , Jlrcsln, Ilolirnl.iuhcn, Görlitr., Lcipsig,
•S.ixahull, Alindcn, Munstcr, Yisbud'cn,
VuAiborg og I’ríhorg.
FYRSTA BINDI.
KAUFMANNAIIÖFN, 1839.
Titilsíða fyrsta bindis af Fornaldar sögum Norðurlanda
í útgáfu Fornfræðafélagsins.
skurðinum var talað um að styrkveitingin
félli niður ef hann fengi fast embætti.49
Hinn 25. mars 1837 var honum enn veittur
sami styrkur um þriggja ára skeið með
konungsúrskurði.50 Sagan endurtók sig 24.
mars 1840 og að auki var honum veittur 400
dala lífeyrir.51 Árið eftir sótti hann um
hækkun á lífeyrinum, sem var samþykkt
svo aö hann nam 600 dölum, og að auki
fékk hann 400 dali frá „Finanskassen". í
umsókn sinni 29. júlí 1841 greindi hann frá
útbreiðslu fornbókmenntanna bæði innan
og utan Evrópu og því hlutverki sem hann
hafði gegnt sem ritari Fornfræðafélagsins og
útgáfustjóri.52 Samkvæmt yfirliti yfir út-
gjöld Fonden ad usus publicos greiddi hann
Rafni 5.165 dali sem „Gratifikation" á ein-
um áratug og ári betur.53
Fornfræðafélagið hafði eklci fyrr lokið
einu verkefni en tekið var til við annað.
Þegar útgáfa Foinmanna sagna var að kom-
ast í höfn tólc Rafn til við að undirbúa út-
gáfu á heimildum um Vínlandsferðir Norð-
urlandabúa. Þetta rit kom út árið 1837 og
bar heitið Antiquitates Americanæ. For-
málinn var ritaður á ensku, en textinn
þýddur á dönsltu og latínu. Þar voru tíndar
saman úr fornum norrænum ritum frásagn-
ir af landkönnunarferðum norrænna manna
til Ameríku frá því á tíundu öld og fram til
14. aldar. Þessi útgáfa er talandi dæmi um
hvernig Rafn breiddi út þekkingu á sögu
Norðurlanda á fjarlægum slóðum. Eins og
vænta mátti vakti ritið upp miklar umræð-
ur og andmæli. Ekki er lcunnugt um að ís-
lendingar hafi lagt til efnivið í ritið, enda er
það alfarið talið verk Rafns.
Grönlands historiske Mindesmærker
komu út á árunum 1838-45. Hér var á ferð
þriggja binda verk um sögu Grænlands og
náttúru. Þetta ritsafn hefir staðist tímans
tönn betur en flestar ef ekki allar útgáfur
Fornfræðafélagsins og haldið gildi sínu
langt frarn á þessa öld, enda meginheimild
um sögu Grænlands á miðöldum. Rafn og
49 Sama bindi, bls. 358-59.
50 Sama bindi, bls. 434-35.
51 Sama bindi, bls. 551.
52 Sama bindi, bls. 613-17.
53 Sama bindi, bls. 634.
44