Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 36

Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 36
AÐALGEIR KRISTJANSSON RITMENNT Útgáfa Fornmanna sagna Útgáfa Fommanna sagna hófst árið 1825 þegar fyrsta bindi af Sögu Ólafs konungs Tiyggvasonar kom út. í upphafi formálans var svo að orði komist: Hið norræna fornfræðafélag hefir ætlað sér, eins og aðalaugnamið sinna atgerða, að útgefa frumrit allra á norrænu ritaðra sögubóka í samfellu. Eru þar fyrstar í röð sögur Noregs konunga, að frá- skildri Heimskringlu Snorra,- þar næst sögur og þættir af viðburðum í Danmörk og Svíþjóðu,- en loksins sá hinn mikli sagnaflokkur, er íslandi viðkemur.21 Með þessa stefnumörkun að leiðarljósi hófst útgáfan á Ólafs sögu Tiyggvasonai. Því næst var gerð grein fyrir handritum sög- unnar og þeim raðað. Þá var þeirra getió sem unnið höfðu að útgáfunni og hvernig þeir skiptu með sér verkum: Sveinbjörn Egilsson, kennari við Bessastaða- skóla, hefir skrifað út skinnbókina A., sem fylgt hefir verið, veturinn 1818-19, þá hann dvaldist hér í Kaupmannahöfn. Löjtenant Rafn og candid. theol. Þ. Guómundsson hafa nákvæmliga saman borið þessa útskrift við hinar áðurnefndu skinn- bækur og valið þann orðamun, er þurfa þótti. Prófarkirnar eru leiðréttar eftir sjálfri skinnbók- inni A., og hefir cand. Guðmundsson lesið þá fyrstu, löjtenant Rafn þá aðra, og próf. Rask, fé- lagins forseti, þá þriðju og eftirsjónarörkina; en tileinkunarkvæðið hefir Sv. Egilsson ort.22 Ólafs saga Tiyggvasonar kom út í þrem- ur bindum á jafnmörgum árum. I þriðja bindinu voru auk niðurlags sögunnar prent- aðir tíu þættir, „er annað tveggja heyra einmitt sjálfri sögunni til, eður því tírna- rúmi, er sagan yfirgrípur", segir í formála. Allir þessir þættir eru prentaðir eftir því hand- riti, sem cand. theol. Þorgeii Guðmundsson hef- ir skrifað eftir bókum þeim, er lagðar hafa verið til grundvallar, og hafa prófessorarnir R. Rask og C. C. Rafn, í sameiningu með honum, samanbor- ið það við hinar bækurnar, hvörra getið er hér að framan við sérhvörn þátt út af fyrir sig, og tekið þar af þann orðamun, er merkiligur þótti. Þessir þrír hafa eins nú sem áður leiðrétt prófunarörk- in, en Þoigeii hefir samið registrið yfir manna nöfn þau, er finnast í þessari sögu af Ólafi lcon- ungi Tryggvasyni og þáttum hennar.23 Foinmanna sögum var forkunnar vel tek- ið á íslandi. Aftast í þriðja bindi var birt slcrá yfir kaupendur. íslendingar voru þar lang- fjölmennastir eða ríflega sex hundruð laus- lega athugað. Fjöldinn var misjafn eftir landshlutum, fæstir á Vesturlandi og Vest- fjörðum. Til að rnynda voru einungis þrír kaupendur í ísafjarðarsýslu, en það voru prestarnir Eyjólfur Kolbeinsson á Eyri, Hjalti Thorberg á Kirkjubóli og Sigurður Jónsson á Rafnseyri. Flestir voru kaupendur í Múlasýslum, nokkuð á annað hundrað, og þar má sjá nafn einnar vinnukonu, Ingvcld- ar Brynjólfsdóttur á Breiðavaði. Þannig voru kaupendur úr öllum stéttum íslensks sam- félags, t.a.m. voru allmargir vinnumenn meðal lcaupenda. Þessi skrá tekur af öll tví- mæli um að það voru íslendingar sem héldu útgáfustarfsemi Fornfræðafélagsins uppi í öndverðu. Mikill hluti bréfs Þorgeirs Guðmunds- sonar til Bjarna Þorsteinssonar 14. apríl 1825 snýst um viðgang Fornfræðafélagsins og fjárhag þess. Þorgeir getur þess að tekjur 21 Fommanna sögur I, bls. 13. 22 Sama bindi, bls. 15. 23 Sama rit III, bls. 8. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.