Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 76
KRISTÍN BRAGADÓTTIR
RITMENNT
slær upptaktinn rækilega á fyrstu síðunum
og minnir á farartækið sem hann hafði svo
mikla trú á. Mynd af eimreið prýðir kápu
tímaritsins. Valtýr notaði hér tælcifærið og
hnykkti á málefni sem hann hafði marg-
sinnis komið á framfæri bæði í ræðu og riti.
Fyrsta efnið sem ritið birtir er kvæði Þor-
steins Erlingssonar „Brautin", en sam-
göngumál voru einmitt áhugamál Valtýs og
var honum mikið kappsmál að fá járnbraut
lagða á íslandi. Reisn er yfir kvæðinu og vel
við hæfi að byrja á því. Kvæðinu var síðan
fylgt eftir með grcin, sem ber nafnið „Járn-
brautir og alcbrautir", sem Valtýr þýddi að
hluta úr tímaritinu Nordisk rundskue (Nor-
ræn hringsjá) og getur hann þess að hún sé
rituð af járnbrautarfræðingi.
Brautin
En ef við nú reyndum að brjótast það beint,
þó brekkurnar verði þar hærri?
Vort ferðalag gengur svo grátlega seint,
og gaufið og krókana hðfum við rcynt -
og framtíðar landið er fjærri.
Aó vísu' cr það harmur, að vísu' er það böl,
hvað við erum fáir og snauðir;
en það verður sonunum sárari lcvöl
að sjá að við kúrum í þessari möl,
og allir til ónýtis dauðir.
Jeg sje þessa fjarlægu fagnaðar stund,
er fólkið af hæðunum brunar
og horfir þar loks yfir hauður og sund
og heilsar þjer ástkæra, margþreyða grund,
og ópið í dölunum dunar.
Hluti úr kvæðinu.
^reíð,/Jy
RITSTJÓRI:
Dr. VAI.TÝR GUÐMUNDSSON
ÚTGEFENDUR: NOKKKIR ÍSl.ENDINGAR.
I. IIHI’TI,
KACl’MANNAHÖFN.
PRIINTAD ÍIJA NIKLSKN * I.VDICIIF..
Titilsíða 1. tölultlaðs 1. árgangs Eimreiðarinnar.
Samlcvæmt ársreilcningum Eimreiðarinn-
ar frá árunum 1895-1903 gelclc útgáfan vel
og við hvert uppgjör var hagnaður noklcur,
að vísu dálítið mismunandi frá ári til árs en
ljóst er að útgáfan hefur elclci staðið völtum
fótum fjárhagslega. Eimreióin hafði eðlilega
langmestar telcjur af föstum áslcriftum en
töluvert hefur lílca selst af henni í lausasölu.
Meginhluti upplagsins fór til Islands og
dreifðist þar um land allt. Allmargir fastir
áslcrifendur voru í Danmörlcu og einnig í
Vesturheimi. Heildarveltan á þessum árum
72