Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 118
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
RITMENNT
□ Ráðherra skipar einn stjórnarmann for-
mann og annan varaformann.
□ Stjórnin markar bókasafninu stefnu, hef-
ur umsjón með gerð starfs- og fjárhagsáætl-
ana safnsins og eftirlit með starfsemi þess.
□ Forstöðumaður bókasafnsins, landsbóka-
vörður, situr fundi stjórnar með málfrelsi
og tillögurétt, svo og einn fulltrúi starfs-
manna bókasafnsins.
□ Menntamálaráðherra ákveður stjórnar-
mönnum þóknun.
3. grein
□ Forseti íslands skipar landsbókavörð til
sex ára í senn samkvæmt tillögu mennta-
málaráðherra. Landsbókavörður skal skip-
aður úr hópi þeirra umsækjenda sem stjórn
bókasafnsins telur hæfa.
□ Heimilt er að endurskipa landsbókavörð
einu sinni án þess að staóan sé auglýst að
fenginni umsögn stjórnar.
□ Landsbókavörður annast daglegan rekst-
ur og stjórn bókasafnsins og kemur fram
fyrir hönd þess út á við. Landsbókavörður
slcal árlega semja tillögu að starfsáætlun og
fjárhagsáætlun bókasafnsins og leggja fyrir
stjórn þess.
4. grein
□ Landsbókavörður ræður aðstoðarlands-
bókavörð til sex ára í senn úr hópi þeirra
umsækjenda sem stjórn bókasafnsins telur
hæfa. Heimilt er að endurráða aðstoðar-
landsbókavörð einu sinni án þess aó staðan
sé auglýst.
□ Landsbókavörður ræður jafnframt aðra
starfsmenn bókasafnsins.
5. grein
□ í reglugerð skal kveðið á um deildaskipt-
ingu bókasafnsins, svo og um safnráð, er sé
samráðsvettvangur yfirmanna bókasafnsins
og forstöðumanna deilda.
það hverja af stjórnarmönnum hann skipar formann og
varaformann.
í 3. málsgrein er kveðið á um meginstarfsskyldur
stjórnar, þ.e. að móta stefnu og starfsemi bókasafnsins
innan ramma laganna og hafa eftirlit með starfscmi
þess.
I 4. málsgrein er fjallað um það hverjir hafi rétt til
að sitja fundi stjórnar.
Um 3. grein
I 3. grein laganna er fjallað um skipun landsbókavarð-
ar, svo og starfsskyldur hans.
Gert er ráð fyrir því að landsbókavörður sé skipað-
ur til sex ára í senn. Að þeim tima liðnum er heimilt
aö endurskipa landsbókavörð einu sinni án auglýsing-
ar, að fenginni umsögn stjórnar bókasafnsins. Um
frekari endurskipun verður einungis að ræða að undan-
genginni auglýsingu.
Stjórn bókasafnsins er ætlað að láta í té umsögn
áður en ráðherra gerir tillögu um skipun landsbóka-
varðar. I 1. málsgrein 12. greinar laganna er gert ráð
fyrir að ráðherra mæli nánar fyrir um form og efnistök
umsagnar stjórnar bókasafnsins svo að hún megi koma
að sem bestum notum við undirbúning ákvörðunar.
í 3. málsgrein er síðan fjallað um meginstarfsskyld-
ur landsbókavarðar.
Um 4. grein
f 4. grein laganna er fjallað um ráðningu annarra starfs-
manna safnsins, þ.á m. aðstoðarlandsbókavarðar. Gcrt
er ráð fyrir því að í reglugerð verði kveðið á um starfs-
svið aðstoðarlandsbókavarðar, sbr. 12. grein laganna.
Gert er ráö fyrir því að samskonar reglur gildi við ráðn-
ingu aðstoðarlandsbókavarðar og landsbókavarðar, ef
frá er talið, að það er landsbókavörður sem ræður
hann.
Um 5. grein
í 5. grein laganna er mælt svo fyrir að deildaskipting
safnsins skuli ákveðin í reglugerð. í II. kafla eru ítarleg
ákvæði um markmið og hlutverk safnsins. Þar sem
fyrirsjáanlegt er að starfshættir muni breytast mikið á
114