Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 69
RITMENNT
SKRÁ UM ÍSLANDSKORT KJARTANS GUNNARSSONAR
De nord atlantiske telegrafs expeditioner i
1859 og 1860. (17,7x38,5 sm)
Sýnir ferðir leiðangranna „Wyman", „Bulldog"
og „Fox".
Oitelius, Abraham (1527-1598). Septen-
trionalivm regionvm descrip. 1570 og
seinna. (36x48 sni)
Fyrstu útgáfu á kortasafni Orteliusar, Theatrum
orbis terrarum, fylgdi allnálcvæm eftirmynd af
Norðurlandahluta heimskorts Mercators frá ár-
inu áður. Lögun landsins á uppruna sinn að
rekja til Zeno-kortsins þó að Mercator láti ekki
ginnast af öllum fölsunum þess.
Ortelius, Abraham (1527-1598). Islandia.
1590 og seinna. (33,6X48,5 sm)
Birtist fyrst árið 1590 í viðaukabindi, Addita-
mentum IV, við kortasafn Abrahams Ortelius-
ar, Theatrum orbis terrarum. Höfundar kortsins
er hvergi getið en tekið er fram að það sé stung-
ið í eir 1585. A kortinu er líka að finna tileink-
un til Friðriks II Danakonungs frá Anders
Sorensen Vedel (Andreas Velleius), hinum
kunna sagnaritara Dana sem hugðist um þetta
leyti gefa út lýsingu danska ríkisins með landa-
bréfum. Það er fyrir löngu orðið ljóst að Vedel
er ekki höfundur fyrirmyndar þeirrar sem Or-
telius notaði við gerð kortsins heldur Guð-
brandur Þorláksson biskup. Líklega hefur Guð-
brandur gert kortið að beiðni Vedels og frá hon-
um hefur það borist til Orteliusar. íslandskortið
fylgdi síðan öllum útgáfum af kortasafni Orteli-
usar uns útgáfu þess lauk árið 1612.
Philip, George. Islands in the Atlantic.
(50,8 X 60,5 sm)
Auk íslands eru kort af Cape Verde, Madeira,
Azoreyjum, Færeyjum, Kanaríeyjum og Falk-
landseyjum.
Plrilippe de Pretot, Etienne André (1708-
1787). Carte nouvelle du Dannemarck, de
la Norwége, et de la Suéde. 1787. (26x39,6
sm)
Pitt, Moses (um 1654-1696). Novissima Is-
landiæ tabula. 1680-83. (38 X49 sm)
Islandskortið er hið kunna kort Jorisar Carolus-
ar, búið nýju nafni og nýrri umgerð. Það kemur
úr English Atlas sem Moses Pitt gaf út en hann
hafði tekið við kortaútgáfu Johannesar Janssoni-
usar.
Quad, Matthias (1557-1613). Islandia. 1600
og seinna. (22 X 28,6 sm)
Quad var mikilvirkur kortagerðarmaður en kort
hans þykja ekki að sama sltapi vel gerð; í stað
fíngerðra eirstungna Orteliusar, sem var fyrir-
mynd Quads, eru komnar þunglamalegar tré-
skurðarmyndir. í neðra horni kortsins til hægri
er mynd af Kristjáni IV.
Reilly, Franz Johann Joseph von (1766-
1820). Die Insel Island. 1789. (22,7x28 sm)
Minnkuð gerð korts Homanns-erfingja frá 1761.
Úr Schauplatz der fiinf Theile der Welt, miklu
safni landabréfa sem gefin voru út í Vínarborg á
árunum 1789-1791.
Reinecke, J.C.M. (1768-1818). Carte von
Island. 1808. (29,1 x40,5 sm)
Árið 1776 kom til sögunnar ný íslandsgerð
byggð á mælingum fransks vísindaleiðangurs
undir stjórn Verdun de la Crennes. Útkoman
var mjög bjagað kort af landinu, m.a. varð
breidd landsins svipuð og lengdin. Margir korta-
gerðarmenn tóku það sér til fyrirmyndar, þ.á m.
J.C.M. Reinecke. Hér er kort eftir hann úr
Allgemeiner Hand-Atlas eftir Adarn Christian
Gaspari sem var gefinn út 1821.
lloss, John (1777-1856) / John Bushman. A
general chart showing the Traclc and
Discoveries of H. M. ships Isabella St Alex-
5
65