Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 19
RITMENNT
I ALLRAR I’JOÐAR HAG
Við minnumst í dag 50 ára afmælis lýðveldisins, en svo vill
til, að sá dagur er einnig afmælisdagur Eggerts Olafssonar.
Ég rifja hér upp í minningu hans vísu, er hann mælti af munni
fram úti fyrir Viðeyjarkirkju 1757, þeirri kirkju, sem var á und-
an þessari, sem nú hefur verið hresst svo glæsilega við:
Þú ert orðin fjala fá,
fúinn sérhvör raftur.
Hvað mun dagurinn heita sá,
hefst þín bygging aftur?
Hann sá, að þarna var verk að vinna, en var ekki viss um,
hvort menn væru tilhúnir að hefjast handa, rífa sig upp úr hvers-
dagserlinum til verka af þessu tagi. Eða eins og hann segir í öðru
erindi í kvæði, er nefnist Helblinda:
Menn líta á það sem lítið er
og lappa þarf hvörn dag,
en aldrei skyggnast um sem ber
allrar þjóðar hag.
íslendingar ráku sannarlega af sér slyðruorðið, þegar þeir
reistu í upphafi þessarar aldar Safnahúsið við Hverfisgötu og
gerðu það af þeirn myndarhrag, sem raun ber vitni.
Þeir hafa nú undir lok þessarar aldar leitt til lylcta smíði Þjóð-
arbókhlöðu yfir sameinað Landsbóka- og háskólabókasafn og
kostað þar miklu til. En ætla má, að lcominn sé nær tveir og hálf-
ur milljarður í þetta fyrirtæki, og þá framreiknað til verðlags í
dag, þar af í beinan byggingarkostnað, sem kallaður er, um 1870
milljónir og hátt í 600 milljónir í hvers konar búnað og innrétt-
ingar, enn fremur rekstur hússins, meðan á smíði þess stóð, og í
flutninga bókakosts beggja safnanna hingað og margvíslegar að-
gerðir við hann.
Þótt enn sé nokkuð eftir, svo sem í öflun húnaðar og uppsetn-
ingu hans, skilar hyggingarnefnd Þjóðarhókhlöðu í dag af sér
þessum rnikla áfanga og þakkar þjóðinni framtakið og hlýhug til
þessa máls á liðnum árum, jafnframt því sem ég nú í nafni
nefndarinnar árna stjórnendum og starfsliði hins nýja safns
heilla í því verki, sem þar verður unnið í allrar þjóðar hag.
Ég leyfi mér nú að biðja Ólaf G. Einarsson menntamálaráð-
herra að ganga fram, svo að ég geti áður en hann tekur til máls
afhent honum aðgangskort að hinu nýja safni sem tákn um þann
áfanga sem hér hefur náðst.
Ljósm. Grímur Bjarnason.
Finnbogi Guðmundsson,
formaður byggingarnefndar,
afhendir Ólafi G. Einarssyni
menntamálaráðherra lykil-
kort að byggingunni.
15