Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 111
RITMENNT
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
bókasafni er ætlað að verða framsækin nútímastofnun, sem
stuðla mun að framþróun og sókn í íslenskum mennta- og
menningarmálum, jafnframt því sem hún mun varðveita þann
hluta menningararfsins, sem fólginn er í rituðum heimildum.
II
Hinn 11. septemher 1956 skipaði Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra fimm manna nefnd til þess að athuga, „hvort fjárhags-
lega og skipulagslega muni eigi hagkvæmt að sameina Háskóla-
bólcasafn og Landsbókasafn að einhverju eða öllu leyti, þannig að
Háskólabókasafnið yrði framvegis handbókasafn fyrir Háskól-
ann, en Landsbólcasafn tæki við öðrum hlutverkum þess". For-
maður nefndarinnar var Þorkell Jóhannesson háskólarektor.
Nefndarformaður lýsti þegar í upphafi „þeirri skoðun sinni, að
hann teldi skipulagslega óheppilegt og fjárhagslega óhagstætt, að
hér væri haldið uppi tveimur vísindalegum bókasöfnum, er
hefðu, svo sem verið hefur til þessa, litla sem enga samvinnu sín
á milli", og enn fremur, að ekki væri „unnt að leysa bókaþörf há-
skólans í heild sinni með sameiningu við Landsbókasafnið á við-
unandi hátt og til frambúðar með öðru móti en því að reisa nýtt
safnhús fyrir Landsbókasafnið í næsta nágrenni við háskólabygg-
inguna. Að þessu bæri því að stefna og flýta þessu máli sem allra
mest", eins og segir í áliti nefndarinnar, dags 11. janúar 1957.
í framhaldi af tillögum bókasafnsnefndarinnar var að forgöngu
menntamálaráðherra samþykkt á Alþingi 29. maí 1957 svohljóð-
andi þingsályktunartillaga:
„Alþingi ályktar:
1
Að sameina beri Háskólabókasafn Landsbókasafni eins fljótt og
unnt er á næstu árum, þannig að Landsbókasafn verði aðalsafn,
en í Háskólabókasafni sé sá þáttur starfseminnar, sem miðast
við handbóka- og námsþarfir stúdenta og kennsluundirbúning og
rannsóknir kennara,
2
að fela ríkisstjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir í þessa
átt,
Framsækin nútíma-
stofnun
Nefnd um sameiningu
safna 1956
Pingsályktun 1957
107