Ritmennt - 01.01.1996, Blaðsíða 20
RITMENNT
Ljósm. Grímur Bjarnason.
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra.
Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra
Upphaf nýrrar ferðar
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir.
Formaður stjórnar Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns,
landsbókavörður, aðrir góðir gestir.
Tilefni þess að við komum hér saman á hátíðarstund eru tvö, en
að vísu samtvinnuð. Ný stofnun, Landsbókasafn íslands - Há-
skólabókasafn, telcur til starfa og Þjóðarbókhlaða, húsið sem
verður aðsetur hins nýja safns, verður nú tekin í notkun.
Tvær grónar menningarstofnanir skipta ham og sameinast í
nýrri mynd. Landsbókasafn íslands, ein af elstu og merkustu
stofnunum þjóðarinnar, stofnun sem í öndverðu var fundinn
staður á lofti Dómlcirkjunnar í Reykjavík, flyst í nýtt umhverfi
eftir nærfellt níu áratuga vist í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Þess er að vænta, að því veglega húsi verði á næstunni álcveðið
nýtt hlutverk við hæfi.
Háskólabólcasafn á sér skemmri sögu en hefur þó um meira en
hálfrar aldar skeið gegnt með sóma hlutverki sínu sem bólcasafn
Háskóla íslands og þar með öflugasta vísindabókasafn landsins
ásamt Landsbókasafni. Safnið hefur löngum búið við allt of
nauman húsakost, og við því er að búast að vistaskiptin verði
milcil viðbrigði til hins betri vegar. Eklci síst á það við um að-
stöðu þeirra sem safnið nota, bæði háskólanema og fræðimanna.
Stúdentar 1 Háskóla Islands hafa sýnt með myndarlegum hætti
skilning á þessu og hug sinn til hinnar nýju stofnunar með því
að efna til þjóðarátaks til að efla ritakost safnsins. Hafi þeir heila
þökk fyrir framtakið.
Sú stofnun sem nú er að taka til starfa stendur þannig á göml-
um merg. Hún tekur við hlutverki safnanna tveggja sem mynda
stofn hennar, en jafnframt verður þetta hlutverk aukið og breytt
í samræmi við breyttar aðstæður í lcrafti nýrrar tækni. Meginat-
riðin eru hin sömu og fyrr: að varðveita og veita aðgang að þeirri
menningararfleifð sem safnkosturinn geymir og að vera bæki-
stöð þekkingarleitar og tengsla við alþjóðleg vísindi og menn-
ingu. Ævintýraleg þróun upplýsingatækninnar á síðustu áratug-
um veldur því hins vegar, að gerðar eru allt aðrar og meiri kröf-
16