Ritmennt - 01.01.1996, Page 108
LÖG UM LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN
RITMENNT
Forgangur til starfa
Varðveisla tónlistararfs
Safnahúsið
6
Lagt er til að kaflafyrirsögn III. kafla verði breytt til samræmis
við breytta skipan álcvæða í kaflanum, samanber 7. tölulið, og að
ákvæðum varðandi fjárhagsmálefni verði einum skipað í sér-
stakan kafla með því heiti.
7
Lagt er til að 11. grein og þeim ákvæðum sem á eftir korna verði
skipað í nýjan kafla sem ber heitið „Ýmis ákvæði" , samanber
breytingu sem skýrð er í 6. tölulió.
8
Lagt er til að 5. málsgrein 2. grein verði felld inn í 12. grein frum-
varpsins þar sem efni álcvæðisins er talið eiga betur heima.
9
Lagt er til að í 1. málsgrein 14. greinar frumvarpsins, um réttar-
stöðu starfsmanna, verði slcýrt kveðið á um það að um þá gildi
14. grein laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins. Ákvæðið felur í sér að starfsmenn Landsbókasafns og
Háskólabókasafns eigi að öðru jöfnu forgangsrétt til starfa í hinu
nýja safni. Kjósi starfsmenn af einhverjum ástæðum að þiggja
ekki störf í hinu nýja sameinaða safni er þeim tryggður réttur til
biðlauna samkvæmt 14. grein laga nr. 38/1954, í mislangan tíma
eftir starfsaldri.
Enn fremur vill nefndin leggja áherslu á eftirfarandi: Mennta-
málanefnd hefur í vetur fjallað um þingsályktunartillögu um
varðveislu tónlistararfs í Þjóðbókasafni íslands. í umfjöllun um
frumvarp til laga um Þjóðarbókhlöðu kom fram að fyrirhugað
væri að leggja rækt við þennan þátt í starfsemi hins nýja safns og
telur nefndin mikilvægt að það verði gert með þeim hætti sem
yfirmenn safnsins telja hagkvæmast. Að lolcum skal þess getið
að í umræðum um frumvarp til laga um Þjóðarbólchlöðu kom
fram að nefndarmenn leggja rílca áherslu á að safnahúsið við
Hverfisgötu hýsi í framtíðinni safna- og menningarstarfsemi.
Alþingi, 20. apríl 1994.
Sigríður A. Þórðardóttir, Valgerður Sverrisdóttir. Árni Johnsen.
form., frsm.
Svavar Gestsson. Petrína Baldursdóttir. Ólafur Þ. Þórðarson.
Björn Bjarnason. Tómas Ingi Olrich. Kristín Ástgeirsdóttir.
104