Ritmennt - 01.01.1996, Side 36
AÐALGEIR KRISTJANSSON
RITMENNT
Útgáfa Fornmanna sagna
Útgáfa Fommanna sagna hófst árið 1825
þegar fyrsta bindi af Sögu Ólafs konungs
Tiyggvasonar kom út. í upphafi formálans
var svo að orði komist:
Hið norræna fornfræðafélag hefir ætlað sér, eins
og aðalaugnamið sinna atgerða, að útgefa frumrit
allra á norrænu ritaðra sögubóka í samfellu. Eru
þar fyrstar í röð sögur Noregs konunga, að frá-
skildri Heimskringlu Snorra,- þar næst sögur og
þættir af viðburðum í Danmörk og Svíþjóðu,- en
loksins sá hinn mikli sagnaflokkur, er íslandi
viðkemur.21
Með þessa stefnumörkun að leiðarljósi
hófst útgáfan á Ólafs sögu Tiyggvasonai.
Því næst var gerð grein fyrir handritum sög-
unnar og þeim raðað. Þá var þeirra getió
sem unnið höfðu að útgáfunni og hvernig
þeir skiptu með sér verkum:
Sveinbjörn Egilsson, kennari við Bessastaða-
skóla, hefir skrifað út skinnbókina A., sem fylgt
hefir verið, veturinn 1818-19, þá hann dvaldist
hér í Kaupmannahöfn. Löjtenant Rafn og candid.
theol. Þ. Guómundsson hafa nákvæmliga saman
borið þessa útskrift við hinar áðurnefndu skinn-
bækur og valið þann orðamun, er þurfa þótti.
Prófarkirnar eru leiðréttar eftir sjálfri skinnbók-
inni A., og hefir cand. Guðmundsson lesið þá
fyrstu, löjtenant Rafn þá aðra, og próf. Rask, fé-
lagins forseti, þá þriðju og eftirsjónarörkina; en
tileinkunarkvæðið hefir Sv. Egilsson ort.22
Ólafs saga Tiyggvasonar kom út í þrem-
ur bindum á jafnmörgum árum. I þriðja
bindinu voru auk niðurlags sögunnar prent-
aðir tíu þættir, „er annað tveggja heyra
einmitt sjálfri sögunni til, eður því tírna-
rúmi, er sagan yfirgrípur", segir í formála.
Allir þessir þættir eru prentaðir eftir því hand-
riti, sem cand. theol. Þorgeii Guðmundsson hef-
ir skrifað eftir bókum þeim, er lagðar hafa verið
til grundvallar, og hafa prófessorarnir R. Rask og
C. C. Rafn, í sameiningu með honum, samanbor-
ið það við hinar bækurnar, hvörra getið er hér að
framan við sérhvörn þátt út af fyrir sig, og tekið
þar af þann orðamun, er merkiligur þótti. Þessir
þrír hafa eins nú sem áður leiðrétt prófunarörk-
in, en Þoigeii hefir samið registrið yfir manna
nöfn þau, er finnast í þessari sögu af Ólafi lcon-
ungi Tryggvasyni og þáttum hennar.23
Foinmanna sögum var forkunnar vel tek-
ið á íslandi. Aftast í þriðja bindi var birt slcrá
yfir kaupendur. íslendingar voru þar lang-
fjölmennastir eða ríflega sex hundruð laus-
lega athugað. Fjöldinn var misjafn eftir
landshlutum, fæstir á Vesturlandi og Vest-
fjörðum. Til að rnynda voru einungis þrír
kaupendur í ísafjarðarsýslu, en það voru
prestarnir Eyjólfur Kolbeinsson á Eyri,
Hjalti Thorberg á Kirkjubóli og Sigurður
Jónsson á Rafnseyri. Flestir voru kaupendur
í Múlasýslum, nokkuð á annað hundrað, og
þar má sjá nafn einnar vinnukonu, Ingvcld-
ar Brynjólfsdóttur á Breiðavaði. Þannig voru
kaupendur úr öllum stéttum íslensks sam-
félags, t.a.m. voru allmargir vinnumenn
meðal lcaupenda. Þessi skrá tekur af öll tví-
mæli um að það voru íslendingar sem héldu
útgáfustarfsemi Fornfræðafélagsins uppi í
öndverðu.
Mikill hluti bréfs Þorgeirs Guðmunds-
sonar til Bjarna Þorsteinssonar 14. apríl
1825 snýst um viðgang Fornfræðafélagsins
og fjárhag þess. Þorgeir getur þess að tekjur
21 Fommanna sögur I, bls. 13.
22 Sama bindi, bls. 15.
23 Sama rit III, bls. 8.
32