Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 3

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 3
Ég er grunnskólakennari og tilheyri því dæmigeröri kvennastétt. Mörgum er illa viö að draga stéttir í dilka eftir kyni en þar sem um 70% grunnskólakennara eru konur er alls ekki óeölilegt þótt kennarastarfið í grunnskólanum sé giarnan tekiö sem dæmi um kvennastarf. Hingað til hef ég heldur ekki séö neitt athugavert við það að konur fylli skólana með visku sinni, dugnaöi og samviskusemi. Ég hef meira að segja oft velt því fyrir mér hvort ekki megi líta svo á að það sé af hinu góða aö konur ali upp og mennti æsku þessa lands. Innan skólakerfisins eru tiltölulega fá starfsheiti og því ekki miklir möguleikar á starfsframa. Mér hefur gramist hve fáar konur eða einungis 30% eru skólastjórar. Þetta hlutfall milli karlkyns og kvenkyns skólastjóra er í engu samræmi við kynja- skiptingu grunnskólakennara og því hróplegt óréttlæti. Kvenkyns skólastjórum og skólameisturum í grunn- og framhaldsskólum hefur fjölgað ört á stuttum tíma og ég yrði ekki undrandi þótt jafnvægi næðist innan fárra ára, a.m.k. í grunnskólanum. Eins og ég gat um í upphafi hef ég síður en svo talið það mikilvægt baráttumál að fjölga karlmönnum í kennarastétt. Nýlegar ályktanir frá aöalfundum Samtaka fámennra skóla og Bandalags kennara á Norðurlandi eystra hafa þó fengið mig til að endurskoöa þá afstöðu mína. í ályktun frá aðalfundi Samtaka fámennra skóla er lýst yfir áhyggjum af því hversu fáir karlmenn eru I kennarastétt og glaðst yfir hverjum þeim karlmanni sem gerist kennari. Yfirvöld eru hvötttil að taka á þessum vanda og stuðla þannig að jafnrétti kynjanna í íslensku skólastarfi. Finnst karlkyns skólastjórum veldi sínu ógnað, var það fyrsta sem mérflaugí hug við lestur þessara ályktana. Konur hafa jú verið teknar fram fyrir karla í fjölmörgum umsóknum um skólastjóra- og skólameistarastöður. Ég reyndi að leita skýringa á því hvers vegna ekki eru fleiri karlmenn í kennarastétt. Líklegustu skýringuna er aö sjálfsögðu að fá í kjarasamningum kennara, en fieira veldur. Eigna konur sér störf sem tengjast uppeldis- og menntamálum? Liggi hluti skýringarinnar þar, er ekki furða þótt karlmönnum finnist viö konur ósamkvæmar sjálfum okkur ef viö teljum karla óþarfa í skólunum, ekki síst ef haft er í huga að á undanförnum árum höfum viö barist fyrir jafnri þátttöku karla í heimilisstörfum og uppeldi barna okkar og orðið nokkuð vel ágengt. Að sjálfsögðu þarf jafnréttið að ná inn í skólastofuna og því tek ég undir áskorun þeirra um að fjölga þurfi karlmönnum í kennarastéttinni svo og í öðrum dæmigerðum kvennastéttum. Ég er hlynnt því að gerð veröi áætlun um að fjölga konum í valdastööum og er sannfærð um, að stór þáttur í jafnréttis- og launabaráttunni felst í því að konur hafi forgang þegar ráöið er í stjórnunarstörf. Þá er einnig mikilvægt að stjórnmálaflokkar stefni aö því að jafnt hlutfall sé á milli kvenna og karla á framboöslistum til bæja-, sveitarstjórna- og alþingiskosninga og flokkar í ríkisstjórn sjái metnaö sinn í því að konur njóti jafnræðis þegar ráöherrar eru valdir. Þaö þýðir lítið aö vera með innan- tómt hjal um mikilvægi þess aö draga úr misrétti milli kynja ef verkin sýna annað. Guðrún Ebba Ólafsdóttir gt'unnskólakennari og varaformaður Kennarasamhands Islands. þema Karlar í kreppu? 9 fastir liðir Leiðari 2 Pistill 3 Athafnakonan 4 Frumkvöðullinn 6 Skyndimyndin 7 Amnesty international 40 Plús og mínus 47 Úr síöu Adams 46 viðtal Edda Helgason 23 afmæli Áratugur í Hlaðvarpanum 22 Thorvaldsensfélagið 120 ára 37 24. október 1975 44 menning Kristín Eysteinsdóttir 19 Margrét Kristjánsdóttir og Nína Margrét Grlmsdóttir 27 Jóna Finnsdóttir 20 Jóhanna Sveinsdóttir 42 greinar Á kvennaráðstefnu I Klna 28 Mjólkurskjóiur og Hagkaupspokar 32 Á netinu 34 Afdráttarlausar pólitlskar skuldbindingar 36 Kvennafræðin: Fléttur 38 fnisyfirlit

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.