Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 43

Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 43
Jóhanna Sveinsdóttir. Hún var íslenskukennari og kunni vel á tungumáliö. Máifariö er útsmogiö og oft mjög tvírætt enda snýr hún gjarnan upp á orötök svo úr veröur sterk tilfinning með þó óljósri merkingu. Oft er þetta fyndiö enda ráku áheyrendur/áhorfendur upp hláturskvettur hér og þar. lesin í Ijóöabókmenntum heims- ins. En þegar ég fékk handritið í hendur sá ég að þessi hugmynd var ekki á brauðfótunum einum reist heldur hefur Jóhanna greinilega haft það kvæði í huga. Inngangurinn ertilvitnun í Opinberun Jóhannesar en fyrsta Ijóðið er svona: „Rakst á þetta haf, þennan himin, fyrir utan Gare du Nord. Kalla fram daginn sem skýin tóku á móti okkur á röndóttum náttbuxum og brunuðu orða- taust suður í fimmtánda-hverfi þar sem nakin kona vitjaði okkar í draumi. Nú vitjar mín sandur milli tánna. í átjánda himni“. Það er svolítiö skemmtilegt að skýin skuli vera farin í háttinn. Nú er annar tími, kannski tími nátthrafnanna! Líkt og hjá Majakovskíj er efnið einhverskonar ferðalag, talsvert flókið, hjá Jóhönnu bundiö við Parisarborg en þar var hún búsett sjálf. Öllu ægir saman. Myndirnar sem dregnar eru upp eru ekki bara sjónrænar heldur er allt fullt af snertingu, mat og lykt - stundum fýlum - og einsog hjá Majakovskíj er mikið af líkamshlutum og líffærum á sveimi. Jóhanna var íslenskukennari og kunni vel á tungumálið. Málfarið er útsmogið og oft mjög tvírætt enda snýr hún gjarnan upp á orðtök svo úr verður sterk tilfinning með þó óljósri merkingu. Oft er þetta fyndið enda ráku áheyrendur /áhorfendur upp hláturskvettur hér og þar. Stundum þregður hún fyrir sig Biblíulegu orðfæri og smeygir því inn meðal dæmigerðra nútímahugtaka svo tíminn verður dálítið afstæðari fýrir vikið: „Þú í vínþröng, þú í mannþröng..." Þarna er líka að finna smáaug- lýsingu úr dagblaði, beina vísun í Ijóð eftir Jóhönnu sjálfa úr bókinni Guð og mamma hans og nokkrar fornlegar „upp- skriftir" í ætt við nornagaldur (fyrirbæri sem e.t.v. er sérkven- legt): „Þvoðu þér um iendar í kvöld- laug og brúnabirtu minni, augun í ákavíti. Þvoðu frá þér óvit, þvoðu frá þér ólund. Þvoðu frá þér slefdaða, slettirekur og sljó- skyggna. Enginn maður verði þér svo leiður að þig megi skaða. Les þetta á meðan þú þværð þér og lít þrisvar í gaupnir mér“ Ljóðið snýst um ófullnægða ást eða þrá. Þessi óendurgoldna ást kristallast þest í ástarsögu aðalskonu nokkurrar sem endur- sögð er í Ijóðinu. Sú var uppi á miðöldum og dó úr ást á riddar- anum Lanselot. Og einmitt vegna tímans (eða tímaleysis- ins) verður konan í Ijóðinu að hinni tilfinningalega þjökuðu konu allra tíma. Ástin er henni fjötur sem einungis dauðinn eða skáldskapurinn geta leyst en í lokin hefst hún upp yfir þessa jarðnesku togstreitu með hjálp skáldskaparins. Flutningurinn endaði á orðunum: „Leysir höfuð mitt drifhvít dúfa" Frelsi eða dauði - um það má áreiðanlega deila. (Síðustu hendingarnar voru reyndar ekki í handriti Jóhönnu heldur hafði hún lesið þær inn á band en henni entist ekki ævin til að Ijúka verkinu endanlega.) Ég efast ekki um að leik- stjórinn hafi að einhverju leyti haft útlit leikkvennanna í huga þegar hún valdi upplesarana en það var svo skemmtilegt hvað þær Sigrún Sól og Steinunn voru sláandi líkar þegar þær voru komnar í svarta síðkjóla og þúnar aö setja hárið upp á sama hátt. Þær lásu til skiptis og stundum mynduðust eins- konar samtalskaflar þó Ijóð- mælandinn sé undantekninga- lítið einn og sá sami. Nokkurs konar samtal við sjálfið. Þessi líking kallaði einmitt mjög sterkt fram myndina af spegli ogfjórum augum. Það var gott framtak hjá Hlín og félögum að drífa þetta verk- efni á fjalirnar því Jóhanna mun sjálf hafa verið búin að leggja drög að sýningunni áður en hún féll frá. Þó hún ætti eftir að fullgera Ijóðin verður þeim hvort eð er ekki breytt úr þessu. ÞvílTk synd að Jóhanna Sveinsdóttirskyldi deyja einmitt þegar hún virðist hafa verið búin að finna sína hillu T ITfinu. Það var víst ekki hægt að væna hana um að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og hún hefði örugglega átt eftir að ná enn meiri hæðum sem skáldkona. Það er í sjálfu sér mikið afrek að yrkja heilan Ijóðabálk. (Reyndarer líka hægt að líta á Ijóðin í Guð og mamma hans sem samhangandi bálk og þar er líka ferðalag - frá Ítalíu til íslands með viðkomu t Frakklandi.) Ef eitthvað er til í því að þeir deyi ungir sem guð- irnir elska þá er það allavega dálítið sár ef ekki hreinlega óréttlát ráðstöfun. Áslaug Thorlacíus SANNUR \s KARLMAOUR f eftir Tankred Dorst Leikendur: Halldóra Björnsdóttir Ingvar E. Sigurðsson Hilmar Jónsson Rúrik Haraldsson Þýðandi: Bjarni Jónsson Lýsing: Asmundur Karlsson Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir Búningar: Helga Rún Pólsdóttir Leikmynd: Oskar Jónasson Leikstjóri: Maria Kristjónsdóttir / Æ ~ £ * " / •' ■ i— ' ■ 4 • i ' r i-xr iÆJi Sýningar á Litla sviðinu tm* ÞJOÐLEIKHUSIÐ Simi 551 1200 jóhanna sv insdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.