Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 22
fmæli
ámtii
nigur
í W
Fýrir 10 árum stóðu nokkrar hugum-
stórar konur í hlaðvarpanum við Vesturgötu
3 í Reykjavík og spáðu í það hvort ekki væri
skemmtilegt fyrir íslenskar konur að eiga
saman hús. Guðrún Jónsdóttir félagsráð-
gjafi var ein þeirra, hinar voru Helga Thor-
berg leikkona, Gerla myndlistarkona og
Guðný Gerður minjavörður á Akureyri. „Við
höfðum kynnst í Kvennaframboðinu í Reykja-
v!k en vildum sjá hvort ekki væri áhrifaríkara
að fara aftur út úr stjórnkerfinu og vekja fólk
til vitundar á annan hátt með nýjum uppá-
komum. Þetta voru frjóir tímar í kvennapóli-
tíkinni og á þessum árum varð Kvennaráð-
gjöfin til, Kvennaathvarfið var komið og
einnig spruttu upp Samtök kvenna á vinnu-
markaði, sem heldur betur skelfdu ráða-
menn í verkalýðshreyfingunni, og fleira. Og
þarna sáum við fyrir okkur kvennahús iðandi
af lífi, listamiðstöð, leikhús og kaffihús, ýmis
konar smiöjur, fundaaðstöðu og þjónustu
fyrir konur."
Og það varð úr- þær keyptu húsin, þó ekki
einar. Fleiri konur bættust í hópinn en húsin
kostuðu 9 milljónir og „...við áttum auðvitað
enga peninga í þetta en duttum fljótlega niður
á hlutabréfahugmyndina og við héldum að
það væri nú lítið mál að selja eins og 9
þúsund konum hlutabréf á þúsund kall.“
Enjæja-það varnú aldeilis ekki. Fljótlega
lenti hlutafélagið í kröggum og frá upphafi
hefur þurft að leigja út mestallt húsnæðið til
að standa skil á afborgunum og skuldum. Þó
hefur ekki vantað líf í húsin. Ein fyrsta
uppákoman var sýning á leikgerð Helgu
Bachmann á Reykjavíkursögum Ástu Sig-
urðardóttur. „Það var eins og húsin væru
sniðin utan um þá sýningu," segir Guðrún,
„þó kjallarinn hafi nú verið full hráslagalegur.
Og þá var enn smíðaverkstæði fyrir ofan og
sagið hrundi niður á milli fjalanna á sýningar-
gesti."
Síðan þá hefur margt listilegt verið á
boðstólum s.s. listsýningar og markaður
auk alls þess sem leigjendur hafa verið að
fást við. Og nú er aftur komið leikhús í
Hlaðvarpann. „Kaffileikhúsið er þó ekki
beinlínis kvennaleikhús", segir Ásta Hrönn
Maack núverandi stjórnarformaður Hlað-
varpans, „heldur miklu frekar lifandi og
dýnamísk menningarmiðstöð. Konur hafa
reyndar komiö mun meira að þeim verkum
sem hafa verið sýnd og finna sig greinilega
á þessum vettvangi. Þessu leikhúsi er líka
stýrt á annan hátt enda konur við stjórn-
völinn."
Kaffileikhúsið er eina starfsemin sem
stjórn Hlaðvarpans stendur fyrir en leigj-
endur hafa alltaf verið og eru fjölskrúðug
flóra. Nú eru þarna keramik- og grafíkverk-
stæði, Atelier meö blóm og járn, verslan-
irnar Fríöa frænka og Spútnikk. Kvenna-
ráögjöfin hefur veriö frá upphafi, Stígamót
hafa þarna sína aðstöðu sem og UNIFEM og
Samtök um Reykjavíkurlista. Svo má finna
þarna nuddara og kennara kínverskrar leik-
fimi svo eitthvaö sé nefnt.
Og framtíð Hlaðvarpans er nokkuð björt.
Hann hefur löngu sannað sig sem einn af
stólpum menningarlífsins en vissulega sníður
fjárhagurinn aðstandendum hússins þröngan
stakk. Möguleikarnir væru ótæmandi ef svo
væri ekki. Guðrúnu dreymir enn um stað sem
gæti verið eins og svokölluð „resource
center" erlendis. Staður fyrir hugmyndaríkar
konur sem byði upp á afnot af ýmsum tækjum
og gögnum, þekkingu og upplýsingum sem
gætu nýst þeim í öllum mögulegum uppá-
tækjum þeirra.
Vera sendir hamingjuóskir meö afmæliö!
1 ár í Kaffileikhúsi
Fyrsta starfsári Kaffileikhússins í hjarta
Hlaðvarpans er að Ijúka. Ása Richardsdóttir,
leikhússtýra hefur haft t nógu að snúast
síðan þessi snjalla hugmynd kom upp, að
bera saman á borð leik og Ijúfa drykki. Ekki
stóð á viðbrögðum gesta - um 14 þúsund
gestir hafa sótt 15 stórar leiksýningar, sögu-
og gamanmálakvöld, tónleika og ýmsar
aðrar uppákomur og leikhúsið rétt eins árs.
Hvað dregur fólk hingaö? „Vafalaust lágt
miðaverð, frjálsleg stemmning og notaleg-
heitin. Ég held reyndar að aðeins konur geti
sýnt þá reisn og fágun og um leið það
hlýlega viðmót sem birtist gestum kaffileik-
hússins", segir Ása. Dagskrá vetrarins er
ekki stður spennandi. Auk margra nýrra
spennandi leiksýninga eru á döfinni leik-
hústónlistarkvöld og framhald verður á
sögukvöldum. Leikandi létt framundan.
Nína Helgadóttir