Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 39
þýðing á því hugtaki hefur verið tvíkynja) og sýnir hvemig
fordómar spila oft inn í slíkar skilgreiningar. Guöný fjallar
sérstaklega um „póststrúktúral" kenningar um hiö „fljót-
andi" sjálf og hugleiðir hvort þær hugmyndir séu til gagns
eöa ógagns fýrir kvennafræðilegt sjónarhorn. Stór hluti
greinar Guðnýjar er síðan kynning á niöurstöðum úr könn-
un sem hún gerði á sjálfsmynd og viðhorfum ungs fólks í
Reykjavík árið 1992. Megintilgangur Guönýjar var aö
kanna að hvað miklu leyti sjálfsmyndin mótaðist út frá
kynferði og tengir hún niöurstööurnar við þætti þá sem
nefndir eru hér að ofan. Hér gefst ekki tækifæri til að
greina frá rannsókn Guðnýjar nánar þar sem hún er í
mörgum liðum og niðurstööurnar einnig. Eitt atriöi vil ég
þó nefna, til gamans, en égveitti því sérstaka athygi að i
könnun Guönýjar kom fram að unglingsstúlkur lýstu yfir-
höfuð mjög góöum tengslum við mæður sínar, og skipti
þar ekki máli hvort mæðurnar voru útivinnandi eða heima-
vinnandi (169). Þessi niðurstaða gengur þvert á algenga
goðsögn um samband mæðra og dætra (sem er einnig
staðfest mjög sterklega í bókmenntum) að samband
mæðgna sé yfirleitt mjög erfitt. Það var ánægjulegt aö sjá
goðsögninni hnekkt í þessari rannsókn.
Inga Dóra Björnsdóttir mannfræöingur fjallar um
„kvenkennda þætti í mótun íslenskrar þjóðernisvitundar"
í grein sem hún kallar „Þeir áttu sér móður". Inga Dóra
vinnur meö hugtökin karlkenndir og kvenkenndir þættir
(Ifkt og Guðný) og hvernig þeir koma fram í hugmyndum
og athöfnum manna (en tengjast ekki endilega kyni við-
komandi). Kenning hennar er að leiö íslenskra karlmanna
til valda, þ.e. barátta þeirra fýrir frelsi frá Dönum, sé vörð-
uö kvenkenndum þáttum. Þetta er ólíkt því sem gerðist er-
lendis og ástæðuna telur Inga Dóra vera þjóðfélagsgerð-
ina og skiptir þar mestu að ísland var fátækt land og
herlaust. Þeir þættir sem íslenskir karlmenn lögöu til
grundvallar sjálfstæöisbaráttunni voru náttúra, tunga,
saga og menning. Inga Dóra telur mikilvægt aö þessir
þættir eru allir kvenkenndir (og á hún ekki bara við mál-
fræðilegt kyn orðanna); náttúran, landiö, er móðirin sem
umvefur og verndar; Saga þjóðarinnar býr „í skauti" nátt-
úrunnar; tungan er kennd við móðurina, er móðurmálið
sem menn læra við móðurknéð, og á henni grundvallast
menningin. Þessi hugtök „gegna lykilhlutverki í mótun ís-
lenskrar þjóðernisvitundar og íslenskrar karlmennsku"
(72) og að mati Ingu Dóru koma þau öll saman í ímynd
fjallkonunnar sem karlarnir settu á stall sem tákn sem
vísaði til bæði gyðju og þjónustu í senn. Inga Dóra túlkar
síðan Fjallkonumynd sem teiknuð var eftir fýrirmælum Ei-
ríks Magnússonar, sem þá var prófessor I norrænum
fræöum í Þýskalandi, en myndin á að hafa birst honum!
draumi sem táknsýn af íslandi. Fjallkonumyndin vísar til
ýmissa hefðbundinna tákna sem kunn eru sem tákn fyrir
þjóöerniskennd og þekkjast einnig t.a.m.í Ijóðlist.
í lok greinarinnar hugleiöir Inga Dóra hvaða þýðingu
slík tákngerving hafi haft fyrir konur. Ekki er víst að slík
upphafning á móðurhlutverkinu hafi komið frelsisbaráttu
kvenna til góða því það eru einmitt hinir þjónandi eiginleik-
ar og fórnfýsin sem mest eru upphafnir. En meö fjallkon-
una „aö vopni" komust karlarnir áfram til valda. Umhugs-
unarverö greining.
Enn kemur hugtakið sjálfsmynd við sögu í grein Kristínar
Björnsdóttur hjúkrunarfræöings: „Sjálfsskilningur ís-
lenskra hjúkrunarkvenna á tuttugustu öldinni: Orðræða
og völd." Kristín fjallar um sögu hjúkrunar á íslandi, um
upphaf starfsins og hvernig skilningur á því hefur breyst
með tímanum í kjölfar breytinga almennt! heilbrigðisþjón-
ustunni. Á greinargóðan hátt fjallar Kristín um hvernig
valdsvið íslenskra hjúkrunarkvenna minnkaöi meö fjölgun
í læknastétt og tilfærslu á ákvarðanatöku frá konum til
karla. Þaö er athyglisvert að lesa um stofnun og starfsemi
hjúkrunarkvennafélagsins Líknar, sem var nokkurs konar
forveri nútlma heilsugæslustöðva og rekið og skipulagt al-
fariö af konum, og hvernig hinar reynslumiklu Líknarkon-
urvoru sniðgengnar við stofnun Heilsuverndarstöðvarinn-
ar 1956, en I fyrstu stjórn hennar voru engar konur.
Kristín segir um þetta: „Þv! má segja að með stofnun
hennar hafi átt sér stað grundvallartilfærsla á völdum frá
höndum kvenna í hendur embættismanna stjórnkerfis-
ins. Samfara þv! tel ég að verulega hafi dregið úr mögu-
leikum hjúkrunarkvenna til að hafa áhrif á eöli heilbrigöis-
þjónustunnar" (219). Annað dæmi um valdatilfærslu af
þessu tagi er stofnun Landspltalans. Hjúkrunarkonur voru
aðalhvatamenn fyrir stofnun hans og söfnuðu fé til fram-
kvæmda, en nærveru þeirra var ekki óskað í nefndinni
sem skipuð var til að ákveða fyrirkomulag starfseminnar
(eftir öflug mótmæli fékk kona inni! nefndinni nokkrum
mánuðum eftir að hún hóf störf). Valdatilfærslur eins og
Kristín lýsir ! grein sinni hafa án efa haft mikil áhrif á
sjálfsmynd íslenskra hjúkrunarkvenna, eins og hún sýnir
fram á. En ekki síður hafa þær haft alvarlegar afleiðingar
fyrir heilbrigðisþjónustuna og sjúklinga almennt.
Greinar eftir Rannveigu Traustadóttur félagsfræðing og
Guörúnu Jónsdóttur félagsráögafa koma einnig inn á sviö
heilbrigöisþjónustu. Grein Rannveigar nefnist „Hin fómfúsa
móðir" og þar fjallar hún um verkaskiptingu innan fjöl-
skyldna fatlaðra barna.! mæörum fatlaðra barna raunger-
ist oft hin tákngerða fjallkona og hjúkrunarkona. Þaö virö-
ast óskráð lög að umönnunarstörf séu kvennastörf fyrst og
fremst.! greininni lýsir Rannveig þv! hvaða áhrif það hefur
á hjón að eignast fatlað bam; hvemig þau áhrif eru öðruvísi
hjá konum en hjá körlum, bæði tilflnningalega svo og sam-
félagslega. Hún byggir greinina á rannsókn sem hún geröi
á foreldrum fatlaðra bama, 14 mæðrum og 5 feðrum. Allir
þátttakendur! rannsókninni voru bandariskir, en þaö hefði
óneitanlega aukið gildi hennar fyrir Islenska lesendur ef !s-
lenskir foreldrar hefðu verið meðal þátttakenda. Islenskt og
bandariskt þjóðfélag er í grundvallaratriöum mjög ólíkt þeg-
ar kemur að tjölskyldugerð, þ.e. tengsl og samhjálp er mun
meiri í !s!enskum flölskyldum almennt en bandarískum, ein-
faldlega vegna smæöar þjóðfélagsins og nálægðar. Þannig
efast ég um að niðurstöður rannsóknarinnar gildi! öllum at-
riðum um ísland. Helsta niðurstaða Rannveigar er að fjöl-
skyldur fatlaöra barna séu meira og minna tilneyddar til að
aðlaga sig hefðbundnu kynskiptu fjölskyldumunstri, þ.e. að
konan sé heimavinnandi, sinni börnum og búi og karlinn sé
fyrirvinnan. Það valdi þv! óhjákvæmilegu bakslagi! jafnrétt-
isstöðu hjóna ef fatlað barn fæðist inn ! fjölskylduna. Það
væri vissulega athyglisvert að fá meira að vita um hvemig
þessi mál standa á Islandi.
Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er hins vegar
viöfangsefni Guðrúnar Jónsdóttur I greininni „Að lifa af.“
Llkt og grein Rannveigar (og reyndar fieiri greinahöfunda)
er greinin unnin upp úr doktorsritgerð höfundar og lýsir
niðurstöðum úr rannsókn sem unnin var! tengslum við
hana. Gubrún kannar fyrstu viðbrögð stúlkubarna sem
verða fýrir sifjaspellum! æsku og áhrif sifjaspellanna á i!f
þeirra. í úrtökuhópi hennar eru íslenskar og breskar kon-
ur og er lýsingin á reynslu þeirra ógnvænleg lesning.
Helstu niðurstöður Guðrúnar eru á þann veg að sterk þörf
fýrir að „lifa af einkenni viðbrögö fórnarlamba sifjaspella.
Hún túlkar viðbrögð þeirra sem „tilvistarglímutök, ekki
sem sjúkleg einkenni heldur heilbrigð, eðlileg viðbrögð viö
óeðlilegum aðstæðum og alvarlegu, áfalli" (282). Ekki er
mér Ijóst hvort þessi túlkun Guðrúnar er! andstöðu við
hefðbundnartúlkanirá sama efni. Það virðist þó gegnum-
gangandi I grein Guðrúnar að niðurstööum hennar beri
ekki alltaf saman við aörar rannsóknir. Dæmi: Á bls. 255
segir: „Alkóhólismi er oft nefndur sem hugsanlegur skýr-
ingarþáttur á kynferöisofbeldi. Svo reyndist ekki í þessari
rannsókn." Og á bls. 263: „í öðrum rannsóknum hafa
komið fram tengsl milli veikinda og drykkju mæöra og
sifjaspella feöra. Ekki fann ég neitt slíkt beint samhengi."
Þetta vekur upp spurningar um það hvort Guðrún sé að
deila á aðrar rannsóknir fyrir niðurstöður byggðar á for-
dómum eöa fyrirfram gefnum forsendum? Þetta finnst
mér ekki Ijóst af grein hennar og hefði veriö æskilegt að
fá skýrar fram af hverju hennar rannsókn ber ekki saman
viö ýmsar aðrar sem hún nefnir.
Þó kannski sé hæpið að bera saman grein Helgu
Kress og grein Guðrúnar Jónsdóttur er óhætt að segja að
það sé kynferöislegt ofbeldi sem Helga Kress bók-
menntafræðingurlýsirígreininni „Skassið tamið. Stofnun
karlveldis og kúgun hins kvenlæga ! Islenskum fornbók-
menntum." 1 einu Eddukvæða, Sk!rnismálum, er sagt frá
því aö ástarguöinn Freyr girnist jötnameyna Geröi og
sendir hann skutulsvein sinn Skírni til að ná í meyna fyrir
sig. En þegar Gerður reynist ekki vilja þýðast guðinn er
reynt aö múta henni meö gulleplum og skartgripum, og
þegar það ekki dugir er henni hótað með göldrum, ofbeldi
og „endalausum þjáningum: útlegö, fangelsun, hungri,
niðurlægingu, sorgum, gráti og ýmsum tegundum af vit-
firringu" (37) og að lokum dauða. Meöan hótanarullan er
Lopapeysur, hufur,
vettlingar, værðarvoðir
oo marot fleira.
prjónauppskriftir.
Sendum jótagjafírnar
tit útlanda.
HANDPRJÓNASAMBAND ÍSLANDS
Skólavörðustíg 19, 101 Reykjavík
Símar: 5521890-5521912
kv^nnafræöin