Vera - 01.11.1995, Blaðsíða 21
sóna, Jón í þessu tilfelli, er miöja verksins en hann yröi hins vegar voöa
lítill ef konan sem hann deildi lífinu meö væri ekki sterkur einstakling-
ur meö sínar vonir, óskir og þrár og metnað sem fer ekki endilega sam-
an viö hans. Hún er konan hans og þótt hún standi honum næst er
hún jafnffamt holdtekja þess vanda sem hann á viö að glíma á tímum
nasismans í Þýskalandi, þar sem hún er gyðingur. Og þv! fer sem fer."
Fjármögnun Társ úr steini gekk ágætlega framan af aö því leyti að
til hennarfékkstprmagn úr öllum helstu sjóöum sem íslendingargeta
sótt til. Myndin er frekar dýr á íslenskan mælikvaröa og því var leitað
samstarfs við erienda ffamleiðendur. Einn þeirra varö gjaldþrota
skömmu eftir aö tökum lauk meö þeim afleiðingum að frumgerð mynd-
arinnar lokaöist inni hjá kröfuhafa sem átti 12 milljón króna kröfu í
þrotabúið en náðist út, eftir mikið samningaþref og m.a. vegna þess
aö þeim varö loks Ijóst aö Jóna og félagar áttu höfundarréttinn. Hún
þakkar það námi sínu í skólanum þar sem hún læröi aö það er afar
mikilvægt aö gera mjög ákveöna samninga um höfúndarrétt og annað straxí upphafi.
Myndin kostaöi svo meö öllu, gjaldþroti meöframleiðandans meötöldu, 130 milljónir.
Konur í mikílvægum störfum
Tár úr steini var fyrst sýnd á norrænni kvikmyndahátíð I Haugasundi í Noregi en þar var
Jóna eina konan sem varframleiöandi kvikmyndar og Liv Ullmann eini kvenleikstjórinn.
Jóna segir að stór hluti fólks sem vinnur viö kvikmyndimar hér á landi séu konur en þær
séu kannski ekki í stjómunarstöðunum:
„Það unnu mjög margar konur viö þessa mynd og þær voru I mikilvægum störfúm.
Aðstoðarmaöur leikstjórans var t.d. kona, Maria Sigurðardóttir, og leikstjórinn hefúr lýst
því yfir í viðtölum aö hann hefði aldrei náð eins góðum árangri og raun ber vitni meö
stúlkumar sem leika dætur Jóns ef hann hefði ekki notið hennar aöstoöar. Leikmuna-
meistarinn var líka kona, sömuleiöis búningahönnuðurinn og framkvæmdastjórinn, en
hún kom inn í starfið á undirbúningstímanum og rak síðan batteriiö áfram á upptöku-
tíma. Hún var meö konur sér til aðstoðar og síöan var skriftan einnig kona, sem jafh-
ffamt sá um Ijósmyndatöku. Skriftustarfið er mjög mikilvægt, skriftan
stendur viö hliðina á leikstióranum og upptökuvélinni allan tímann og
tekur því mikinn þátt í öllu sem er aö gerast auk þess sem hún ber
ábyrgö á því að öll myndskeiðin séu í samhengi viö hvert annað. Skrift-
an er því alltaf á þeim stað þar sem öll heilabrotin milli leikstjóra, töku-
manns og leikara fara ffam og getur því lært mjög mikiö. Mér fannst
alltaf mjög gaman í þessu starfi og er mikil skrifta I mér. Þegar ég var
aö vinna hjá Sjónvarpinu voru eingöngu konur í skriftustarfinu en nú enj
strákamir famir aö láta að sér kveða í þessu starfi. Annars eru þeir
mest t kvikmyndatökunni og hljóöinu, þaö má segja aö enn eigi þeir at
veg þær deildir og þaö var einnig þannig í þessari mynd.“
Hvergí slakað á
Jóna er nú að segja skiliö viö verkefhi sem hún hefur unniö nær ein-
göngu við sl. 5 ár. Hún segist vera mjög stolt af þessari mynd og þótt
hún sé langt ffá því að vera gallalaus þá hafi allir sem aö verkinu komu gert sitt besta.
„Ég veit innst inni og get huggað mig viö þaö aö viö gerðum allt sem viö gátum og
það var hvetgi slakaö á. Og þaö er ekki hægt aö gera betur en sitt besta."
Myndin lifir nú sjálfetæöu lífi á hvrta tjaldinu í Stjömubíói. Hún hefúr, eins og aö ofan
segir, fengiö góöa dóma og hún á þaö svo sannariega skilið. En hvaö tekur þá viö hjá
ffamleiöandanum?
„Nú fer ég og horfist í augu viö mitt fjallstóra samviskubit. Mér finnst allt
hafa setiö á hakanum og því ætla ég aö fara aö reita arfa í mínum eigin garöi.
Börnin mtn þrjú hafa stutt rosalega vel við bakiö á mér, þau hafa haft mikinn
áhuga á því sem ég hef veriö aö gera og sýnt því fullan skilning. Ég hef aldrei
fyrr kynnst þessu samviskubiti sem konurtala oft um en nú finnst mérég hafa
vanrækt börnin mín. Þess vegna langar mig til aö geta sinnt þeim betur og
verið betri mamma. Því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir ekkert eins miklu
máli og börnin okkar og þeirra framtíð sem er náttúrlega bara nútíðin."
Sonja B. Jónsdóttir
IkT>i.omh Hj
GEVALIA
jJ JJJf’
J
KÓLÓMBÍUKAFFI
Afburða ljúffengt hreint
Kúloinhíukafíi með kröftugu og
frískandi bragði. Kaffið er
meðalbrennt sem laðar fram hin
fínu blœbrigði í bragði þess.
KólomhíukaffÍ var áður í hvítiuu
umhiiðum.
Eiustök hlauda sex ólíkra
kafíitegunda. Milt Santos kaffi frá
Brasilíu er megin uppistaðan.
Kólombíukaffi gefur ilminn og
frísklegt, kröftugt bragð. Blandan er
loks fiillkomnuð með kostakaffi frá
Mið-Ameríku og kjarnmiklu
Kenýakaffi.
M l-lív J.ii ||f.:NVI
gevalia
•'AFfi 500 <;
«j BJ ll
E-BRVG(; sórhlanda
Kaffi sem lagað er í sjálfvirkum
kaffikönnum þarf að búa yfir sér-
stökuin eiginleikum til að útkoman
verði eins og best verður á kosið.
Gevalia E-brygg er blandað með
sjálfvirkar kafiikömmr í liuga.
Aðeins grófara, hragðmikið og
ilmandi.
GEVALIA
-Það cr kaííið!
Fádœma gott kaffi frá eyjunni Java í
lndónesíu. Bragðið er nijúkt,
hefur mikla fyllingu og sérstaklega
góðan eftirkeim sem einkennir Old
Java. Kaffi sem ber af.
kv kmyndir